Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 18. mars 1979 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúia 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr. 3.000.00 - á mánuði. Blaöaprent J Stefnt að meiri Erlent yfirlit Einkaritari Bieden- kopts var njósnari Áfall fyrir flokk kristilegra demókrata kaupmætti launa en 1978 Það er óhætt að taka undir þau ummæli Karls Steinars Guðnasonar, varaformanns Verka- mannasambands íslands, sem hann lét falla i við- tali við Timann i fyrradag, að málflutningur Al- þýðubandalagsins um verðbótamálið er meira og minna rugl. Þetta á þó einkum við um þær full- yrðingar, að verðbótaákvæðin i frumvarpi for- sætisráðherra hafi kjaraskerðingu i för með sér. Umræðurnar, sem orðið hafa um þessi mál að undanförnu hafa þó leitt til þess, að Þjóðviljinn einblinir ekki eins mikið á krónutöluna og áður heldur er og farinn að ræða nokkuð um kaup- máttinn sem er að sjálfsögðu aðalatriðið. Þetta hefur haft þau áhrif að á forsiðu blaðsins á föstu- daginn telur það kjaraskerðinguna, sem á að hljótast af verðbótaákvæðunum 4% i stað þess að hafa haldið þvi fram i stórri fyrirsögn i forsiðu á miðvikudaginn, að hún yrði 6-7%. Þetta er spor i áttina, en þó ekki nógu gott. í þetta skipti vitnar Þjóðviljinn til áætlunar Þjóðhagsstofnunar um kaupmátt launa á fyrra helmingi þessa árs, ef miðað er við árið 1977 og kaupmáttinn þá merktan með tölunni 100. Niður- staða Þjóðhagsstofnunar, er sú, að i janúar hafi kaupmátturinn verið 111,8 stig, i febrúar 109,3 stig, i marz verði hann 113.0 stig, i april 110.5 stig, i mai 106.1 stig og i júni 108.6 stig. Þjóðviljinn tekur siðan marztöluna og ber hana saman við júnitöl- una og fær þannig út 3.9% kaupmáttarrýrnun. Hefði hann hins vegar gert samanburð við febrú- artöluna hefði rýrnunin ekki orðið nema 0.7 stig. Framangreindur samanburður Þjóðviljans er villandi vegna þess, að alltaf eru nokkrar breytingar á kaupmættinum milli mánaða og valda þvi breytingar á verðlagi og greiðslutilhög- un kjarabóta. Þess vegna er undantekningalitið gerður samanburður á lengri tima, þegar verið er að meta kaupmáttinn og þó oftast miðað við heilt ár. Slikan samanburð hefur Þjóðhagsstofnun gert og borið saman kaupmátt launa á árinu 1978 og lik- legan kaupmátt launa á árinu 1979, ef fylgt væri þeirri stefnu, sem mótuð er i frumvarpi forsætis- ráðherra. Niðurstaða Þjóðhagsstofnunar er sú að kaupmátturinn verði heldur meiri á árinu 1979 en hann var á árinu 1978 eða 108.9 stig árið 1979 á móti 107.6 stigum á árinu 1978 miðað við grundvöll árs- ins 1977. Það er þetta, sem er meginatriði málsins. Kaup- mátturinn mun ekki aðeins verða svipaður 1979 og hann var 1978 heldur öllu meiri ef fylgt verður verðbótakaflanum i frumvarpi forsætisráðherra. Þetta er vissulega umtalsverður árangur þegar miðað er við, að viðskiptakjör eru metin lakari á árinu 1979 en þau voru 1978. Það er mikilvægt að launastéttimar geri sér þessar staðreyndir ljósar. Það er mikilvægt að óbreyttir liðsmenn Alþýðubandalagsins átti sig á þessu en i forustusveit þess er nú öfl sem beita er alls kyns áróðursklækjum til að ófrægja frumvarp forsætisráðherra og rangtúlka það á alla vegu. Þessi öfl stefna að þvi að fella stjórnina. Með þvi gæti það lika orðið úr sögunni að tryggður yrði svipaður kaupmáttur launa á þessu ári og á siðasta ári en það er hámark þess, sem launa- stéttirnar geta náð að óbreyttum kringumstæðum. Þ.Þ. UM SKEIÐ urðu sósialdemó- kratar i Vestur-Þýskalandi fýrir hverju stóráfallinu öðru meira af völdum njósnamála. Austur-þýskum stjórnarvöldum virtist hafa heppnazt að koma upp njósnaliði, sem hafði tekizt að komast inn i stjórnarkerfið. þar sem yfirstjórnin var i hönd- um sósi'aldemókrata. Mesta áfall sósialdemókrata var það, þegar Willy Brandt varð að haetta sem kanslari 1974 sökum þess að austur-þýskur njósnari, Gunter Guillaume, hafði um skeið verið einn nánasti sam- verkamaður hans. Næstar stór- áfall hjá sósialdemókrötum varð á siðastl. ári, þegar Georg Leber varð að láta af störfum varnarmálaráðherra er skrif- stofustlulka i ráðuneyti hans, Renate Lutze, varð uppvis að þvi' að hafa njósnað fyrir Austur-Þjóðverja. Njósnamál þessi sýndu, að austur-þýsk stjórnarvöld höfðu skipulagt vel njósnastarfsemi sina i Vestur-Þýskalandi. En vestur-þýsk stjórnarvöld hafa ekki heldur verið iðjulaus. Þau hafa ekki siður skipulagt við- tækar njósnir i Austur-Þýska- landi og komið sér fyrir a æðstu stöðvum. Hinn 19. janúar siðastl. barst sú frétt út að hátt- settur maður i leyniþjónustu Austur-Þjóðverja heföi flúið til Vestur-Þýskalands. Þetta vakti ekki sérstaka athygli á þeim tima, en nú er upplýst, að hann hefur látið vestur-þýskum st jórnarvöldum mikilvægar upplýsingar i té. Talið er, að siöanhafi ekki færri en 46 njósn- arar verið afhjúpaðir i Vestur-Þýskalandi og bæki- stöðvum Atlantshafsbandalags- ins, en fleiri hafi þó sloppið til Austur-Þýskalands áður en tókst að handsama þá. Meöal þeirra eru tveir einkaritarar helstu leiðtoga kristilegra demókrata. Talið er.aðþað geti haft viðtæk pólitisk áhrif i Vestur-Þýskalandi. M.a. muni það mjög draga úr þeim áhrif- um þess áróðurs kristilegara demókrata, að sósialdemó- kratar séu aögæsluminni en þeir i þessum efnum. FLOTTI austur-þýskra njósnara frá Vestur-Þýskalandi og stöðvum Atlantshafsbanda- lagsins, komst fyrst i blöðin i fyrri viku, þegar Ursulu Loren- zen, ritari i aðalstöðvum Nato i Brussel, skaut upp i Austur-Berlin og óskaöi eftir dvalarleyfi þar. Sagt er, aö hún hafi haftaðgangað mikilvægum leyndarskjölum, og hefur hún lika látið austur-þýsk blöð hafa þaðeftir sér. Siðastliðinn mánu- Guillaume og Brandt dag skýrðu austur-þýsk stjórnarvöld svo frá þvi, að Inge Goliath, einkaritari Werners Marx þingmanns, værikomin til Austur-Berlinar og óskaði eftir dvalarleyfi þar. Werner Marx er einn helzti sérfræöingur kristilegra demókrata á þingi á sviði utanrikismála og hefur stundum verið nefndur sem lík legur utanríkisráðherra þeirra, ef þeir kæmust til valda. Inge Goliath var búin aö vera einka- ritarihans í tólf ár. Um likt leyti og hún flúði með manni sinum til Austur-Berlinar lét lögreglan handtaka Ursulu Höfs, sem starfaði á flokksskrifstofu kristilegra demókrata. Sumar fregnir herma, að henni hafi tekizt að flýja, ásamt manni sinum, Erwin Höfs, sem i reynd hafi verið austur-þýski njósnar- inn Sigfried Gabler. Raunum kristilegra demó- krata var hins vegar ekki lokið með þessu. Fyrra föstudag mætti Christel Broszey, einka- ritari Kurts Biedenkopt, ekki til vinnu og heldur ekki á mánu- daginn, án þess aö hafa gert grein fyrir fjarvist sinni. Það var svo tilkynnt, að hún væri komin til Austur-Þýskalands, ásamt Konrad Kipping, sem hafði haft náinn kunningsskap við hana um skeið. ÞÓTT flótti Ursulu Lorenzen vekti mikla athygli sökum starfe hennar hjá Nato, hefur flótti Christels Broszey vakið miklumeira umtal og umræður. Astæðanersú, aðBiedenkopt er varaformaður i' flokki kristi- legra demókrata og hefur undanfarið keppt við Helmut Kohl um flokksforustuna. Aður voru þeir góðir kunningjar og var Biedenkopt ráðinn fram- kvæmdastjóri flokksins að frumkvæði Kohls, en hannhefur nú látið af þvi samkvæmt eigin ósk. Þegar gagnrýni hófst á Kohl sem formann flokksins, varö Biedenkopt fljótur til að taka undir hana og kom fram með þá tillögu, að Kohl yrði áfram formaður flokksins, en annar maður yrði formaður þingflokksins, en sá maður hefði orðið kanslaraefni flokksins. Það starf mun Biedenkopt hafa ætlaðsér. Af þessu varð þó ekki. En Biedenkopt var þá ekki af baki dottinn, enda nýtur hann stuðnings margra flokksbræðra sinna, sem telja hann liklegan til að verða skeleggari foringja en Kohl. Flótti einkaritarans getur hins vegar veikt stöðu hans. Það vekur athygli, hve margir einkaritarar og skrif- stofustúlkur hafa dregist inn i þessi mál. Sú ályktun er dregin af þvi,að Austur-Þjóðverjar láti unga og álitlega menn sækjast eftir kunningsskap við slikar konur og afli sér upplýsinga á þann hátt Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.