Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. mars 1979 3 Leifur Breiðfjörð og Hringur Jóhannesson, vinna að uppsetningu sýningarinnar (Timamynd Róbert) Chevrolet Impala 4 dr. frá kr. 6.500.000.- Innif. 5 lítra V8 vél. by General Motors o$ Véladeild Samhandsins Armula 3 Royk/avik Simi 38900 fatlaðra Alþjóöadagur fatlaðra er f dag sunnudaginn 18. mars. Alþjóðabandalag fatlaðra hefur í mörg ár valið þriðja sunnudag i marstil þess að minna á eitthvert hagsmuna- mál fatlaðra. I ár vekur Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, athygli á réttinum til atvinnu. Allir þjóðfélags- þegnar eiga réttáað fáatvinnu við sitthæfi. Aukin fjölbreytni i atvinnu- háttum og nútimatækni gera fötluöu fólki kleift að inna af höndum margháttuð störf til Inga formaður Framfarafélags Breiðtaolts III Á aðalfundi Framfarafélags Breiðholts III sem haldinn var fyrir skömmu var Inga Magnús- dóttir kjörin formaður félagsins, þa r sem Sigurður Bjarnason, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin fjögur ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir i stjórn voru kosnir: Varaform.: Björn Bjarnason, Unufelli 19, Gjaldkeri: Jón Sveinsson, Arahólum 2, ritari: Bertha Biering, Unufelli 31, með- stjórnendur: Elias Ólafsson, Krummahólum 4, Þóroddur Skaftason, Æsufelli 4, Jóna Högnadóttir, Valshólum 2, Bjarni Hallfreðsson, Möðrufelli 11, Halldór Gunnarsson, Iðufelli 6, Karl Asgeirsson, Valshólum 2, Sigriður Gisladóttir, Krummahólum 6. 1 fréttatilkynningu sem Tim- anum hefur borist frá félaginu segir m.a.: Það er eindregin ósk nýkjör- innar stjórnar að ibúar hverfisins hafi samband við stjórnarmeð- limi og láti skoðanir sinar i ljósi um almenn málefni hverfisins. íupphafi starfsárs telur stjórn- in aö eftirfarandi atriði ættu að hafa forgang: a) útisundlaug veröi tekin i notk- un sem allra fyrst. b) Ljúka frágangi á almennum leiksvæðum i hverfinu, sérstak- lega við Þrastarhóla. Einnig ganga frá opnum svæðum. c) Lagðir verði greiðfærir gang- stigar milli Fella- og Hólahverfis. d) Lögreglu- og slökkvistöð verði reist sem allra fyrst. e) Hraðað verði byggingu iþrótta- húsa fyrir Fjölbrauta- og Hóla- brekkuskóla. f) Haldið verði áfram uppbygg- ingu Fjölbrautaskólans með full- um hraða og öldungadeild verði komið þar á fót sem fyrst. g) Byggt verði vallarhús við iþróttavöllinn þar sem Iþróttafé- lagið Leiknir og e.t.v. fleiri félög hefðu aðstöðu. h) Bygging Félags- og menn- ingarmiðstöðvar hverfisins og útibús Borgarbókasafnsins, sem risa á sameiginlega austan Austurbergs, verði hafin hið fyrsta. i) Bæta við akreinum eða endur- bæta á annan hátt innkeyrslu á Reykjanesbraut úr Breiðholti I og á Breiðholtsbraut úr Breiðholti II. Vetrarmynd Vetrarmynd nefnist sýning 7 listmálara, sem haldin verður i Norræna húsinu dagana 17.-25. mars. Þátttakendur eru Baltasar, Bragi Hannesson, Hringur Jó- hannesson, Jóhannes Geir, Leifur Breiðfiörð. Magnús Tómasson og Þorbjörg Höskuldsdóttir. 90 verk eru á sýningunni, steint gler, oliu- málverk, vatnslitamyndir, teikn- ingar, oiiupastel og fleira. Þessi sýning er önnur i röðinni undir sama nafni, þó með nokkrum öðr- um þátttakendum. Sýningin verður opin alla sýningardagana frá kl. 14-22. jafns við ófatláð fólk. En þjóð- félagið er skipulagt I samræmi viö þarfir þeirra, sem eru ófatl- aðir. I könnun, sem gerö var á sið- asta ári af félagsvisindadeild Háskóla tslands, að frumkvæði Endurhæfingarráðs rikisins, kemur fram, að niu af hverjum tiu vinnustöðum eru óaðgengi- legir fötluöu fólki. Riki, bæjarfélög og aðrir at- vinnurekendur verða að taka höndum saman og leggja fram fjármagn, til þess að gera vinnustaði aðgengilega öllum, sem vilja og geta unnið. Rann- sóknir erlendis hafa sýnt að fatlað fólk, sem fær vinnu við sitt hæfi, er góður starfskraftur. Þjóðfélagið þarf á starfsgetu fatlaðra að halda. Við, sem er- um fötluð, þurfum lika á at- vinnu að halda, þurfum að finna að við tökum þátt i starfsemi þjóðfélagsins. Fatlað fólk vill jafnrétti til vinnu. Þaö vill ekki vera metið eftir þvi, hvort þaö vantar hönd eöa er lamað á fótum, heldur þvi, hvort það getur leyst vinn- una af hendi. Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Þaó er margt sem þér líkar vel íþeim nýju amerisku Sparneytin 5 lítra 8 cyl. vél Sjálfskipting Vökvastýri Sport-gormafjöðrun að aftan og framan Transistorkveikja Læst drif Aflhemlar Fjarstýrðar rafmagnslæsingar Urval lita, innan og utan Og fleira og fleira Caprice Classic 4 dr.Sedan kr.7.400.000. Þetta er það sem þeir nýju frá General Motors snúast allir um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.