Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 18. mars 1979 7 ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON Kaupmáttur launa skiptir meira máli en krónutalan Frumvarp forsætisráðherra Sú varð niðurstaðan af viö- ræöum stjórnarflokkanna um efnahagsfrumvarp ólafs Jó- hannessonar forsætisráðherra, aö hann lagöi einn fram frum- varpiö á Alþingi siöastl. fimmtudag. Frumvarpiö er i þvi formi, sem samkomulag haföi náöst um i rikisstjórninni á fundi hennar laugardaginn 10. þ.m. Ráöherrar Alþýöubanda- lagsins breyttu siöar afstööu sinni eftir skyndifund, sem haldinn var i stjórn Alþýöusam- bands Islands mánudaginn 12. þ.m. Þeir neituöu þvi þegar til kom aö standa aö flutningi frumvarpsins og var þvl ekki hægt aö flytja þaö sem stjórnar- frumvarp, þótt hinir tveir stjórnarflokkarnir styddu þaö. Niöurstaöan varö þvi sú, aö for- sætisráöherra flutti þaö einn. Fyrir forsætisráöherra var ekki lengur hægt að draga þaö aö leggja frumvarpiö fyrir þingiö. Segja má aö það hafi veriö i smiöum hátt á þriöja mánuö eða siöan sérstakri ráðherranefnd var faliö aö vinna aö undirbúningi þess 19. desember slðastl. Hún lauk ekki samningi frumvarpsins, en skil- aöi allitarlegum drögum fyrir 1. febrúar. Forsætisráðherra var faliö aö vinna frumvarp upp úr þessum drögum, jafnframt þvi sem hann heföi til hliösjónar stefnuyfirlýsingu rikisstjórnar- innar og greinargerð efnahags- laganna frá 1. desember, en þar er getiö ýmissa atriöa sem rikisstjórnin var orðin sammála um. Vinnubrögö til fyrirmyndar Forsætisráöherra lagði frum- varp sitt fyrir rikisstjórnina 12. febrúar siöastl. Jafnframt var þaö sent ýmsum aöilum til um- sagnar, einkum þó stéttarsam- tökum. Þá var frumvarpið einnig afhent fjölmiölum til birtingar. Þannig var samtök- um og einstaklingum gefinn sem beztur kostur á að kynna sér efni þess og láta I ljós álit sitt áöur en þaö yröi lagt fyrir þingiö. Tvimælalaust eru þessi vinnubrögö til fyrirmyndar, þegar um slikt stórmál er aö ræða. Eftir aö umbeðnar um- sagnir lágu fyrir hófust viöræö- ur milli stjórnarflokkanna um breytingar á frumvarpinu meö hliösjón af þeim ábendingum, sem fram höföu komiö. Þessar viöræöur leiddu til fulls sam- komulags um frumvarpiö á fundi rikisstjórnarinnar 10. þ.m., eins og áöur segir. All- verulegar breytingar höföu þá veriö geröar á frumvarpinu, og þó mestar á veröbótakafla þess, þar sem óskir launþegasamtak- anna höfðu aö verulegu leyti veriö teknar til greina. Fleiri breytingar höföu einnig veriö geröar i samræmi viö óskir þeirra og munu ráöherrar Al- þýðubandalagsins hafa staðið aö samkomulaginu á stjórnar- fundinum 10. þ.m., i þeirri trú, aö búiö væri aö taka fullnægj- andi tillit til launþegasamtak- anna. Þaö mun nú reyna á það i þinginu endanlega, hvort sam- komulag næst milli stjórnar- flokkanna eöa ekki. Eftir allt það þóf, sem búiö er aö vera um þetta mál innan rikisstjórnar- innar, er vafalaust heppilegast að lokaþátturinn fari fram fyrir opnujn tjöldum. Illa undirbúinn skyndifundur breytti afstööu ráöherra Alþýöubandalagsins Illa undirbúin skyndifundur Svo getur fariö, að skyndi- fundurinn, sem haldinn var i stjórn Alþýðusambandsins 12. þ.m., og breytti afstööu ráðherra Alþýöubandalagsins, eigi eftir að reynast örlagarlk- ur. Eftir algerlega ónóga athug- un, sem oftast einkennir skyndi- fundi, var þar borin fram krafa um nýjar breytingar á kjara- bótakafla frumvarpsins, enda þótt áöur væri búiö aö gera miklar breytingar á honum vegna tilmæla launþegasam- takanna, eins og áöur segir. Þessi nýja krafa byggöist á þvi, aö sérfræöingar Alþýöusam- bandsins töldu sig hafa reiknaö út, aö i hinum nýja kjarabóta- kafla frumvarpsins fælist 6-7% kauplækkun.en hins vegar geröu þeir af undarlegum ástæöum það ekki jafn ljóst aö sama skapi, aö hér var um aö ræöa lækkun á krónutölu launanna, en ekki raunverulegum kaup- mætti þeirra. Væru launin hækkuö i krónutölu, sem þessari upphæö næmi, myndi veröbólg- an aukast aö sama skapi og kaupmáttaraukningin veröa lit- il eöa engin. Hér geröist þaö, sem oft áöur hefur valdiö ógæfu i islenzkum efnahagsmálum, aö verkalýös- foringjar einblina á krónutölu launanna, en hugsa minna um kaupmátt þeirra og þá skerðingu, sem veröbólgan veldur á krónunum. Af hálfu æsingamanna I Alþýöubanda- laginu, sem vilja núverandi rikisstjórn feiga, var óspart skákaö I skjóli þessa misskiln- ings á áöurnefndum skyndi- fundi. 34% eða 39% 1 viötali viö Steingrim Her- mannsson dómsmálaráöherra, sem birtist i Tlmanum 15. þ.m., var rakin afstaöa Framsóknar- flokksins til frumvarpsgeröar- innar. Viö hana lögöu Fram- sóknarmenn áherzlu á þrjá meginþætti, eöa i fyrsta lagi aö draga úr veröbólgunni, i ööru lagi aö treysta atvinnuöryggiö og i þriöja lagi aö tryggja sem mestan kaupmátt launa. Steingrimur Hermannss^n skýrði frá þvi, aö samkvæmt út- reikningum Þjóöhagsstofnunar, væri meðalverðbólga á árs- grundvelli áætluð um 34%, ef efnahagsfrumvarpiö væri sam- þykkt eins og gengið var frá þvi á stjórnarfundinum 10. þ.m. Hún heföi hins vegar ekki oröiö nema um 30%, ef upphaflegt frumvarp forsætisráöherra heföi veriö samþykkt fyrir 1. marz. Þá er það áætlun þjóö- hagsstofnunar, aö sé miöaö viö frumvarpiö eins og þaö er nú, veröi kaupmáttur launa heldur meiri á árinu 1979 en hann var 1978, eða 108.9% á móti 107.6%, ef miðaö er viö visitölu. Þá upplýsti Steingrimur Her- mannsson, að samkvæmt út- reikningum þjóöhagsstofnunar myndi verðbólgan veröa um 39% á þessu ári, ef fariö væri eftir tillögum Alþýöubandalags- ins, i staö 34% samkvæmt frum- varpinu, eins og þaö er nú. Hér munar verulega og þessi munur myndi t.d. hafa þau áhrif, aö kauphækkun, sem menn fengu i krónutölu, skilaöi sér ekki I auknum kaupmætti. Óraunhæf kauphækkun Steingrimur Hermannsson upplýsti enn fremur, aö sam- kvæmt áætlun Hagstofunnar væru veröbætur 1. júni næstk. áætlaöar 11% að öllu óbreyttu. Samkvæmt frumvarpinu, eins og það er nú, myndu þær verða um 6%, en samkvæmt tillögum Alþýöubandalagsins um 9%. Mat forstjóra Þjóðhagsstofnun- ar er þaö, aö þetta myndi reyn- ast óraunhæf kauphækkun, sem þjóöarbúiö gæti ekki staöið undir vegna versnandi viö- skiptakjara og hlyti þvi aö leiöa til meiri veröbólgu og skerðing- ar á kaupmætti fljótlega á eftir, þannig gæti hún leitt til þess, að meöalkaupmáttur yröi minni á árinu en samkvæmt frumvarpinu. Auk þess myndi hún veikja atvinnuöryggib. Þaö er ógæfa verkalýðsfor- ustunnar, aö hún hefur i kjara- baráttunni yfirleitt lagt meiri áherzlu á krónutölu launanna en kaupmátt þeirra. Ef kaup- mátturinn heföi verið lagöur til grundvallar heföi litill eöa eng- inn ágreiningur þurft aö veröa nú um þessi mál. Ef forustu- menn verkalýðshreyfingarinn- ar gæfu kaupmættinum og at- vinnuörygginu meiri gaum, myndi hún ekki risa gegn verö- bótaákvæðum frumvarpsins. Þá gætu æsingaöfl Alþýðu- bandalagsins ekki haft þau áhrif á gerðir hennar, sem raun ber hörmulegt vitni um. Mesta nýmæliö Þaö má hiklaust fullyröa, aö verði frumvarp forsætis- ráðherra samþykkt á Alþingi i óbreyttu formi, sé stigiö veru- legt spor til aö draga úr verö- bólgu og treysta atvinnuöryggi. Frumvarpiö er i stórum dráttum i samræmi viö þær efnahagstillögur, sem sam- þykktar voru á sameiginlegum fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Framsóknar- flokksins i janúarmánuði siöastl., en þær voru byggðar á ályktun flokksþings Fram- sóknarmanna, sem haldiö var siöastliöinn vetur. Mesta nýmæli frumvarpsins felst tvimælalaust i þeim kafla þess, er fjallar um verðtrygg- menn og málefni ingu sparifjár og lánsfjár. Þar er i samræmi viö stefiiu Fram- sóknarflokksins farinn meöal- vegur milli hávaxtastefnu og lágvaxtastefnu. Vextir á innlán- um verða lækkaöir en höfuö- stóllinn verður verðtryggöur. Otlán munu hækka á sama hátt. Meö þessu er stefiit aöþvt.að hætt veri aö ræna sparifjáreig- endur, jafnhliöa þvi, sem dregiö er úr eftirspurn eftir lánsfé i von um verðbólgugróða. Þaö dylst engum, sem eitt- hvaö ihugar þessi mál, aö at- vinnuöryggi landsmanna stafar nú ekki hætta af ööru meira en veröbólgunni og stöðugum vixl- hækkunum verölags og kaup- gjalds. Þaö er ekki til lengdar hægt aö leika þann leik, sem nokkrir verkalýösleiðtogar léku á siöastl. hausti, þegar þeir hót- uöu að hætta að starfa I verö- lagsnefndinni, nema rikis- stjórnin féllist á tiltekna verö- hækkun gosdrykkja og sælgætis. Þeir sögöu, aö ella myndi fram- leiösla þessara vara stöövast og margt manna myndi þá missa atvinnu. Til lengdar er ekki hægt aö tryggja atvinnuöryggiö á þehnan hátt. Sundraður og stefnulaus Það getur ekki fariö hjá þvi, aö margir brosi, þegar forkólf- ar Sjálfstæðisflokksins eru aö hneykslast yfir ósamkomulagi milli stjórnarflokkanna. For- ingjar Sjálfstæöisflokksins eru eiginlega þeir einu, sem ekki geta gert þaö. Svo mikil er persónuleg sundrungin innan Sjálfstæöis- flokksins, aö varla kemur fyrir aö þingflokkurinn geti kosið fulltrúa i nefnd, án þess aö þaö taki marga fundi og langvinnt samningaþóf utan þeirra. Klik- ur i flokknum leggja vissa leiö- toga hans i einelti og er þar skemmst að minna á, aö Albert Guömundsson var útilokaöur frá þátttöku i þeim þingnefnd- um, þar sem hann taldi þekk- ingu sina koma að mestum not- um. Af svipuöum ástæöum dróst kosning á formanni þing- flokksins dögum saman, þvi aö viss öfl innan Sjálfstæöisflokks- ins vilja hvorki heyra hann né sjá. En þótt persónulegi ágreiningurinn i flokknum sé mikill, er hinn málefnalegi ágreiningur þó enn meiri. Litiö dæmi um þetta er það, að Sjálf- stæöismenn i Vinnuveitenda- sambandi tslands leggja áherzlu á aö dregiö sé úr verö- lagshöftum og hvers konar frjálsræöi aukiö sem mest. I stjórn Alþýöusambands tslands skrifa fulltrúar Sjálfstæöis- flokksins hins vegar undir plagg meö Alþýðubandalagsmönnum, þar sem þvi er mótmælt aö lögin um verðlag og samkeppnis- hömlur, sem samþykkt voru á siöasta þingi, veröi látin koma til framkvæmda. Þrátt fyrir þá eymd, sem ein- kennir nú Sjálfstæöisflokkinn og hér hefur litillega verið rakin, reyna sumir forustumenn hans aö bera sig borginmanniega og heimta nýjar kosningar. Svo getur fariö, aö til þeirra komi. En kjósendur myndu þá gera sér ljóst af vinnubrögðum Sjálf- stæöisflokksins aö undanförnu, sundrungu hans og stefnuleysi, aö það væri aö fara i geitarhús aö leita ullar, aö vænta ein- hverrar nýtilegrar forustu af honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.