Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 18. mars 1979 Frá Ljósmœðraskóla íslands Samkvæmt venju hefst kennsla í skólan- um hinn 1. október n.k. Inntökuskilyrði: Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, er þeir hefja nám. Undirbúningsmenntun skal vera gagnfræðapróf eða tilsvarandi skólapróf en þeir sem hafa meiri menntun ganga að öðru jöfnu fyrir. Lögð er sérstök áhersla á góða einkunn i islensku, dönsku og stærð- fræði. Krafist er góðrar andlegrar og likamlegrar heilbrigði. Heilbrigðisástand verður nánar athugað i skólanum. Eiginhandarumsókn sendist skólastjóra skólans i Fæðingardeild Landspitalans fyrir 1. júni 1979. Umsókn skal fylgja læknisvottorð um andlega og likamlega heilbrigði, aldursvottorð og löggilt eftirrit prófa. Umsækjendur eru beðnir að skrifa greinilegt heimilisfang á umsóknina og hver sé næsta simstöð við heimili þeirra. Umsóknareyðublöð fást i skólanum og verða til afhendingar á miðvikudögum kl. 10-15 og föstudögum kl. 14-16 og þá jafn- framt gefnar nánari upplýsingar um skól- ann. Fæðingardeild, 12. mars, 1979 Skólastjórinn. — Ekki núorðiö. En þegar ég var aö byrja á þessu starfi i Suöureyrarhreppi, var tilfinn- anlegt tjón hjá bændum þar af þessum sökum, enda haföi tóf- unni þá fjölgaö þar geysilega. baö er til marks um refa- mergöina aö eitt voriö veiddi ég hvorki meira né minna en f jöru- tiu og sex dýr i Suöureyrar- hreppi einum. Þar vann ég þá átta greni en auk þess höföu Það er Jón Oddsson á Gerðhömrum í Dýrafirði, sem hefur verið beðinn að spjalla við lesendur Tímans að þessu sinni. Jón er einn þeirra manna sem una vel hag sinum úti í náttúrunni, og telur ekki eftir sér sporin, þótt bratt sé og grýtt undir fæti. En þetta er ekki sport, útivera útiverunnar vegna, — heldur eiga ferðir Jóns sér aö jafnaði einhvern tilgang. Hann á erindi á þá staði, sem hann beinir för sinni til. Með veiðieðlið i blóðinu Jón hefur ekki setiö auöum höndum um dagana. Hér veröur rætt um einn þáttinn I starfserAi hans, — og jafnframt þann þátt, sem ævinlega fer fram úti í is- lenskri náttúru. En fyrst er rétt aö forvitnast ofurlitiö um mann- inn sjálfan. — Ert þú borinn og barnfædd- ur á Geröhömrum, Jón? — Nei, eg fæddist á Flateyri viö önundarfjörö en foreldrar minir fluttust aö Alfadal á Ingjaldssandi áriö 1938, — ég kom þangaö fyrsta dag júlimán- aöar þaö ár, — á afmælisdaginn minn þegar ég varö ellefu ára gamall. Sveitabúskapur var aöalatvinnuvegurinn, en þó var talsveröur stuöningur aö sjón- um. Fiskisæld var mikil, og þaö var róiö á árabátum og litlum trillum. Þaö fiskaöist mikiö á færi, og svo var lika mjög al- gengt, aö „beitt væri út” á vor- in, eins og kallaö var. En aö „beita út” var aö beita lóöir, leggja þær i sjó og siöan dró maður sig eftir lóðinni. Þaö fannst oft, þegar fiskurinn greip beituna á þeim enda lóðarinnar sem kominn var niöur. Þetta var kaldsamt starf og mikil vinna, en þaö fiskaöist oft vel, á meöan fiskurinn var aö ganga á miöin. Þetta var iöulega mjög mikil búbót fyrir bændur, enda stunduöu flestir eöa allir bænd- ur á æskustöðvum minum sjó á þennnan hátt. Jón Oddson Tlmamynd Róber — RÆTT VIÐ JÓN 0DDSS0N A GERÐHÖMRUM í DÝRAFIRÐI — Geröist þú svo bóndi I Álfa- dal þegar þú haföir aldur til? — Já, ég byrjaöi búskap minn i Alfadal, og bjó þar i rúm tutt- ugu ár. Svo fluttist ég meö fjöl- skyldu mina til Flateyrar, þar sem ég stundaöi ýmsa vinnu og haföi litils háttar fjárbúskap meöfram, til þess aö drýgja tekjurnar, og þá fór ég lika aö leggja stund á refaveiöar á sumrin, þangaö til svo var kom- iö, aö ég sá alveg um eyðingu refa i fimm hreppum, svo þaö var þegar oröiö heilmikiö starf. — Þú hlýtur ,aö hafa veriö þjálfaöur veiöimaöur fyrir fyrst þú gast tekiö aö þér svo um- fangsmikiö starf viö eyöingu refa? — Ég held, aö ég sé fæddur meö veiöieöliö i blóöinu, en þótt þaö kunni aö þykja mótsagna- kennt, þá vil ég ekki kalla þaö drápsfýsn. Þaö er eitthvaö ann- að sem knýr veiöimaninn áfram. Veiöimenn eru margir I minni ætt, og ég haföi snemma mikið yndi af þvi aö fara meö byssu. Ég byrjaði snemma aö skjóta tófur á veturna og snemma á vorin, fyrir grenja- timann, og svo varö þetta eins og mörg önnur störf, aö þau vaxa I höndum manna. Fyrr en varir var farið aö biðja mig aö liggja á grenjum. I einum hreppi vantaði alveg mann til slikra hluta i öðrum hreppi hafði maöur stundað þessi störf lengi, en var nú tekinn aö reskj- ast og hætti af þeim sökum. Þannig var þetta ekki neitt sport af minni hálfu, heldur kom i minn hlut aö leysa ákveöiö vandamál. Annast eyðingu refa í fimm hreppum — Þú tókst svo til oröa áöan, aö þú heföir séö um eyöingu refa i fimm hreppum. Hefur þú þaö allt á hendi enn? — Já, ég sé um refaveiðar i fimm hreppum, einn þeirra er Sléttuhreppur á Ströndum, sem er alveg i eyöi. Siöan áe' ég um bæjarlandiö á Isafiröi, Suöur- eyrarhrepp i Súgandafiröi, Mosvallahrepp i önundarfirði og Mýrahrepp i Dýrafirði. I Sléttuhreppi nýt ég aöstoðar annars manns, enda ógerningur einum manni aö stunda grenja- vinnslu i sveit, sem er algerlega auö og mannlaus. Og viö Valdi- mar Kristinsson á Núpi i Dýra- firöi unnum saman að refaveiö- um i mörg ár. En siöast liöiö vor voru liöin þrjátiu ár siöan ég Veiöimaöurinn með byssu sina og poka. Myndin er af Jóni Oddssyni við greni upp af Galt- arvita. byrjaði að liggja á grenjum aö staöaldri. — Veröa bændur fyrir miklum búsifjum af völduip tófu á þessu svæöi? fariö þar framhjá mér tvö greni sökum ókunnugleika mins og þar hafði tófan gengiö fram. Eftir þessu komst ég seinna. — Nú er mikið varp vlöa um Vestfiröi. Gerir refurinn ekki usla I varplöndunum ef hann fær að vera I friöi? — Jú, þaö varömikiö tjón viöa i þessum varplöndum til dæmis i önundarfiröinum, og þar geröi refurinn sig heimakominn á meðan mikiö var af honum. Það er hluti af starfi minu að ná þeim dýrum, sem halda sig i kringum varplöndin. Ég hagaði þvi þannig, aö ég fór um varp- löndin nokkuö snemma á vorin, fyrir varptimann, og kynnti mér vel, hvort refaslóöir væru i sandi og seilum, þar sem ég vissi aö refurinn yrði að fara, ef hann væri þar á ferö á annað borö. Enn fremur talaöi ég viö bændur og spuröi þá gaumgæfi- lega, hvort þeir heföu oröið var- ir við tófur, — séö þær eöa heyrt til þeirra. Þeim degi mun ég seint gleyma — Eru þér ekki minnisstæöir einhverjir sérstakir atburöir, sem oröiö hafa á þessum ferö- um þinum? — Auðvitab kemur margt upp i hugann, þegar fariö er að tala um þetta, en satt að segja eru þessar ferðir minar oftast ákaf- lega erfiöar og þreytandi. Svæðiö, þar sem ég hef tekiö aö mér að sjá um eyðingu refa, er nær allt bratt fjalllendi, þar sem ekki er um neitt annað að ræða en að ganga og bera föggur sin- ar, þvi aö hvergi er hægt að koma hesti viö. En svo ég svari spurningu þinni beint, þá er mér i minni ferö sem ég fór að vor- lagi — það mun hafa verið vorið 1958 eða ’59. Ég haföi keypt Ferguson-dráttarvél fór i kaup- staðinn að sækja hana og var aö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.