Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. mars 1979 5 Norska stjórnin lýsir yfir stuðningi — við áframhaldandi rekstur Wichman verksmiðjanna Eins og kunnugt er hefur Wich- mann Motorfabrikk a/s, Rubbe- stadnes átt í fjármagnserfiöleik- um undanfariö. Norska rikis- stjórnin hefur unniö markvisst aö lausn þessa máls og liggur hún nú endanlega fyrir. Norska rikisstjórnin hefur lýsh yfir fullum stuðningi við áfram- haldandi rekstur Wichmann Motorfabrik a/s. En áöur hafði rikisstjórnin gert samþykkt þar um að veita skiptarétti búsins fjárhagslegan styrk til aö rekstur gæti haldið snurðulaust áfram, meðan á endurskipulagningu stæði. Nú er ákveðið að nýtt félag verður stofnað til að annast áframhaldandi rekstur. Að þessu nýja félagi standa eftirtaldir aðilar: A/SHortenVerft, Horten, sem er rikisrekið fyrirtæki er annast viðhald norska flotans. Kongsberg Vopenfabrikk a/s, sem er rikisrekiö fyrirtæki i fjöl- þættri framleiðslu, tölvubúnaði og fl. a/s Kværner Bruk, sem er eitt stærsta einkafyrirtæki i Noregi framleiðir mikið af land- búnaðartækjum. Bömlo Kumune, sem er sveitarfélagið þar sem Wich- mann verksmiðjurnar eru. Og að lokum fjölmargir útgerðarmenn og eigendur skipa með Wichmann vélar. A/S Horten Verft verður stærsti eigaraöilinn með 60% hlutafjár. Iðnaðarráðuneytiðer mjög ánægt með þessa lausn mála að þessir aðilar sameinist um framtiðar rekshur Wichmann. Akveðið hefur verið að stefna að þvi' aðhinir nýju eigendur taki formlega við rekshri Wichmann þann 1.5. 1979. Hins vegar er jafn- framt gert ráð fyrir þvi að þessir nýju eigendur starfi fram til þess tima i samvinnu við skiptarétt- inn. A þessu ári er gert ráð fyric umsetningu er nemur um það bil 140 milljónum norskra króna. 75% af umsetningunni er vegna sölu nýrra véla. Verulegur hluti vélaframleiðslu ársins 1979 fer til strandgæsluskipanna nýju. Tillögur þær sem Norska rikis- stjórnin hefur aðhyllst vegna Wichmann eiga að fela i sér full- nægjandi tryggingar fyrir við- skiptavini Wichmann. „Gegnum holt og hæðir” i Kópavogsbíói Tröllabörn, álfkona og skessa úr verki barnaleik r it i llerdisar Egilsdóttur „Gegnum holt og hæðir”, sem Leikfélag Kópavogs sýnir sunnudaghin 18. mars kl. þrjú i Kópavogsbiói. Það er mikið um söng og dans i þessu leikriti og eru lög og textar eftir Herdisi Egiisdóttur. Leikstjóri er Margrét Ileiga Jóhannsdóttir. A þessari mynd eru t.f.v. Sigriöur Guðmundsdóttir, Helga Ilaröar- dóttir, Konráö Þórisson, Einar Guömundsson, Kristjana Ilelga- dóttir ogGuðbrandur Valdimars- son. Seðlabankínn endumýjar 14.6 milljarða lántökuheimild Frá árinu 1975 hefur Seðla- bankinn haft samning viö nokkra erlendabankaunt lántökuheimild aö upphæö $ 45 millj., eða jafn- gildi um 14,6 milljaröa króna á núgildandi gengi, i þvi skyni aö styrkja lausafjárstööu þjóöarbús- ins út á við.Samningur þessi var endurnýjaöur á árinu 1977 og þá með hagstæðari kjöruin, enda hafði hvort tveggja gerst, að greiðslustaða n út á við hafði styrkst allverulega og aöstæður batnaö á alþjóöalánsfjármörkuö- um. Enda þótt greiðslustaðan hafi enn farið batnandi og ekki hafi þvi til þess komið, að þurft hafi að nota þessa lántökuheimild. telur bankastjórn Seðlabankans nauð- synlegt að eiga aðgang að lán- tökumöguleikum áfram ti 1 öryggis, bæði vegna mikilla gjaldeyrisskuldbindinga þjóðar- búsins og efnahagslegrar óvissu. Bankastjórninni hefur þvi þótt rétt, með tilliti til bættra að- stæðna i lánsfjármörkuðum, að semja að nýjuum þessa lántöku- heimild, en meö verulega hag- stæðari kjörum en áður, að þvi er varðar lántökukostnað, vexti og lánstima. Eins og áður hefur Citi- corp International Bank Limited haft á hendi forustu hinnaerlendu banka, sem að lánssamningnum standa. ini'i'lili Mats sýnir i Hverageröi 1 dag kl. 14 opnar Mals Wibc en henni lýkur kl. 22.00 i kvöld. Þorlákshöfn, Hveragerði, Sel- Lund sýningu á litloftmyndum i Myndirnar sem til sýnis eru á fossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hveragerði sem hann hefiir tekið sýningunni, sem er sölusýning Þykkvabæ, Hellu, Hvolsvelli, af þéttbýlisstöðum á Suðurlandi eru allar teknar á ágústmánuði Fljótshlið og Vik i Mýrdal. og Suðurnesjum. s.l. Það skal tekið fram að sýningin stendur aðeins yfir þennan eina Eins ogáðursagði hefstsýning- Þær eru frá eftirtöldum stöð- dag og er ölium þeim sem áhuga in, sem er sölusýning, kl. 14 i fé- um: Vogum, Njarðvik, Keflavik, hafa á að sjá sýninguna veittur lagsheimilinu „Bergþóru” i dag Gerðum, Sandgerði, Grindavik, ókeypis aðgangur. Austurrískur bakst- ur á Loftleiðum Á föstudaginn hófst á Hótel Loftleiðum sérstök Austurrikisvika og maður frá Ferðamálaráði Austurrikis, Mr. Kroiher er kominn hingað til lands ásamt austurriskum skemmtikröftum, Duo Ross- mann, sem leika austurriska tónlist allan timann sem þessi Austurrikiskynning stendur, en henni lýkur sunnudaginn 25. mars. Meðan á þessari kynningu stendur verður austurriskur matur á boðstólum i Blómasal og hefúr sérstakur matseðill verið prentaður i tilefni þessa. Mat- seðillinn gildir einnig sem happ- drættismiði og á hverju kvöldi verður dregið um stóra köku sein bökuöer i Austurriki, svokallaða Sachertorte. Það má kannski kalla þetta þjóðarköku Austur- rikismanna, þvi hún er bökuð þar i landi en seld viða um heim. Sið- asta kvöldiö sem Austurrikis- kynningin varir i Hótel Loftleið- um verður svo dregið úr öllum númerum matseðla, sem látnir hafa verið gestum i té, og I þvi happdrætti eru verðlaunin far fýrir tvo til Austurrikis. Blóma- salur opnar kl. 19.00 alla daga sem Austurrikisvikan stendur. Jafnhliða þvi sem aðofan getur fara fram kvikmyndasýningar i Ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Þar verður sýnd kvikmynd sem Flugleiðir létu gera um skiðaslóð- ir i Austurriki. Einnig kvik- myndir sem Mr. Krioher kom með hingað til lands. Þá verða upplýsingabæklingar um dvalar- staði og fleira sem viðkemur Austurrikisferðum til reiðu fyrir þá sem koma á Austurrikis- kynningum Hér lyfta þeir giasi I tilefni af austurrisku vikunni, Ásbjörn Magnússon, sölustjóri Flugleiöa, Hermann Krioher, Sveinn Sæmundsson, blaöafull- trúi og Þórarinn Guölaugsson, yfirmatsveinn. Timamynd Tryggvi. Enn aukin þjónusta Höfum opnaó Smurstöð í GarÖabæ Við hliðina á SHELL bensínstöðinni við Vífilsstaðaveg Þar bjóðum við bifreiðaeigendum fjölbreytta þjónustu, meðal annars: • alhliðasmurningsvinnu • ioft-og olíusíuskipti • endurnýjun rafgeyma og tilheyrandi hluta • viftureimaskipti, rafgeymahleðsla, ofl. ofl. Verið velkomin og reynið þjónustuna hjá liprum og vönum mönnum. Olíufélagið Skeljungur hf. Smurstöð Garðabæjar Þorsteinn Ingi Kragh Sími: 42074

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.