Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 18. mars 1979 Byggður á grind með 65 ha. tvígengisvél (Gamla Saab-vélin) Gormar á öllum hjólum og bíllinn þvi dúnmjúkur i holum og eiginleikar bílsins í lausamöl eru frábærir. Komið, skoðið og kynnist þessum eftirsóttasta bil austantjalds. Svo kemur það ótrúlega Verðið: Station kr. 2.150.000.- Sedan kr. 1.950.000.- Dragið ekki að panta bíl Til afgreiðslu strax Hafið samband við sölumenn okkar TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonarlandi v/Sogaveg Símar 84510 84511 Fimmtán hundruð metra yfir evrópska láglendinu er hressingar- og skíðastaðurinn Davos í Sviss. Þangað safnaðist fína fólkið í Evrópu áöur fyrr til að njóta hreinleika háloftanna og þægilegra skiðaferða um óviðjafnanlegar brekkur Alpanna. Þarna voru lika fræg hressingarhæli fyrir berklaveikt fólk. Skömmu eftir áramótin síðustu söfnuðust þar saman 650 manns, fulltrúar 0.2 af hundraði íbúanna í iðnríkjunum, en þessi 0.2 af hundraði hafa meiri völd og stjórna meiri auöi en hinir 99.8, sem ekki áttu neina fulltrúa í Davos. Þarna voru leiðandi menn í iðnaði, verslun, menntamenn, sérfræðingar iöllum möguleg- um greinum. Stjórnunarstofnun Evrópu stóð að þess- um fundi. Viðfangsefnið var, hvernig iðnjöfrar og fjármálasnillingar iðnrikjanna ættu að snúast við efnahags- og samfélagsskipan næsta áratugs. Þetta úrvalsfólk gerði meira en ræða málin. Það sýndi öllum heimi hvernig það lítur út, hvernig það hugsar, hvað heldur fyrir þvi vöku. Ekki vantaði að hin „miklu" vandamál væru á dagskránni: Kína og þróunarlöndin, Evrópa og Bandaríkin, tækninýjungar og olíukreppa. En hvernig eru þeir sjálfir, þessir leiötogar iönrikjanna? Hvaö er þaö sem þeir vilja, og til hverra ráöa ætla þeir aö gripa i baráttunni viö tiöarand- ann, mengaöan atburöunum 1968. Þýski hagfræöiprófessorinn Herbert Giersch sagöi, aö þær skoöanir, sem berjast skyldi gegn væru eftirfarandi: Engan frekari hagvöxt. Ekki framfarir, heldur breyt- ingar i marxlskum anda. Ekki trú á framtiöina, heldur ótti viö framtiöina. Giersch lýsti þvi hvernig sá ætti aö vera af Guöi geröur, sem færi út I baráttuna viö þessar villukenningar: Hann skal vera forvitinn eins og barn, snjall eins og skák- maöur, sem alltaf veitum næsta leik andstæöingsins, kænn eins og hrossaprangari, tilfinninga- næmur, en meö sandpappir á fingrunum, og þar eö samfé- lagiö er gegnsýrt af stjórnmála- starfsemi þá leitast hann viö aö reikna meö öllum hugsanlegum stjórnmálalegum sviptingum og áætlunum. Þetta er sjálfsmynd þeirra, sem söfnuöust saman i Davos tií aö samræma skoöanir sinar á öllum þeim, sem brjóta vilja at- vinnulifiö niöur. Og þeir, sem brjóta vilja niöur: stjórnmála- mennirnir spámennirnir, em- bættismennirnir, menntamenn- irnir, umhverfisverndarmenn, vistfræöingarnir og neytenda- samtökin. Allt þetta sameinast gegn atvinnulifinu og fram- kvæmdamönnum og fjármála- mönnunum, sem einir geta bjargaö vestrænum iönrikjum úr þeirri kreppu, sem heldur áfram aö naga rætur evrópskrar menningar. Allt þetta var sagt I ræöustól- um og i einkaviöræöum, og viö miödegisveröarboröin, þar sem sisólbrenndir viöskiptajöfrar sátu viö hliö velsnyrtra kvenna sinna. Þeir sögöu lika: Fjármagnskerfiö (kapitalisminn) hefur reynst vel. Þaö hefur framleitt bæöi smjör og fallbyssur eftir þörf- um. Þaö, sem aflaga hefur fariö er stjórnmálamönnum aö kenna. Væri aöeins unnt aö lækka launin, minnka skattana Halldór Kristjánsson: Á að mæta olíuhækkun með erlendri skuldasöfnun? A aö mæta oliuhækkun meö er- lendri skuldasöfnun? t sambandi viö væntanlegt efnahagsmálafrumvarp sem mest er nú talaö um hafa ýms stéttarfélög gert ályktanir þar sem þau lýsa sig andvig þeirri tekjuskeröingarstefnu sem þar komi fram. Þessi tekjuskeröing er ekkert annaö en þaö ákvæöi að viö- skiptaárferöi hafi áhrif á kaup- gjaldsvisitölu til hækkunar eöa ar eftir atvikum. Krafa stéttarfélaganna er sú aö kaup- máttur launa haldist óbreyttur hvort sem þjóöartekjur leyfa sömu lifskjör eöa ekki. Þaö hlýtur aö vera stefna og krafa þessara félaga aö halda kaup- mættinum uppi meö lántökum erlendis ef þjóöarframleiðslan endist ekki til þess. Kannski á aldrei aö gera ráö fyrir þvi að afkoma geti versn- aö. Þó þykjast nú allir sjá fram á hækkandi oliuverð. Hvernig á aö mæta þvi? Mér skilst aö stéttarfélög þau sem hér er vitnaö til vilji mæta oliuhækk- uninni meö erlendum lántökum. Nú er að visu talaö um aö spara oliu, Þaö er auðvitaö á- gætt svo langt sem þaö nær. Ég man ekki til aö nýlega hafi veriö talaö um aö spara annaö en vatn og rafmagn i vissum til- fellum. Þrátt fyrir allt munu reynast næsta kröpp takmörk fyrir þvi sem tiltækt þykir aö ná meö oliusparnaöi fyrst I staö. Við vonum aö hægt sé aö ná betri árangri i atvinnumálum, minnka tilkostnað og framleiöa betriog verðmætari vöru. En þó vonir séu ómissandi — og ó- metanlegar — gerum viö okkur ekki peninga úr þeim fyrr en þær eru orönar aö vissu. Þaö er enginn kaupmáttur I voninni. 1 besta falli getum viö fengiö lán út á hana. Þaö má auðvitað segja aö þaö sé stefna út af fyrir sig aö mæta erfiðu viðskiptaárferöi meö skuldasöfnun. Nú er eölilegt aö spyrja stjórn Alþýöusambands Islands.: Er þaö glæpur að láta sér detta I hug aö viöskipta-árferöi kunni aö geta versnaö? Megi hugsa um þann mögu- leika er næsta spurning: Hvernig er hægt aö halda ó- breyttum lifskjörum i versnandi árferði þar sem engir varasjóö- ir liggja á lausu ööru visi en meö erlendum lántökum? Sé ekki hægt aö venda á aöra leið hlýtur þaö aö vera stefna A.S.l. að fleyta sér meö skulda- söfnun meöan hægt er heldur en að sætta sig viö nokkra kjara- rýrnun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.