Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 18. mars 1979 11 ..EF ALDREI HEFDl VERID HRÓFLAÐ VIÐ ÍSLENSKP TÓFUNNI: koma fyrir Onundarfjöröinn. Auövitað var ég eitthvað að hugsa um tófur og ákvað nú að huga að varplöndunum þarna 1 leiðinni. Ég kom til Guömundar bónda á Veðrará, og hann sagði mér að það væri hvit tófa, sem gengi hjá sér i fjöru. Jú ég fór á stúfana og ákvað að ná tæfu, en þá tókst ekki betur til en svo hún „tók af mér lykt” vegna þess að vorgola lá út eftir dalnum og bar henni þef af mér fram til sjávar. Ég fór þá heim til bónda og sagöi honum að ég væri búinn að tapa leiknum i fyrstu lotu. Þegar ég hafði drukkiö kaffi, hélt ég á, og þegar ég var kom- inn inn fyrir bæinn Tannanes, tók ég upp sjónauka minn og fór að horfa inn yfir engjarnar. Þá sá ég hvar hvitur refur kemur, utan til við Viðismýrar. Hann heldur á út engjarnar, út svo- kallaða Bakkahlið yfir ána á brúnni og siöan beina leið inn á varplandið. Ég lónaöi nú á eftir refnum, auðvitað i allmikilli fjarlægð, en sá alltaf til hans i sjónaukanum. Klukkan sex um morguninn fór refurinn niður i fjöruna, en þá var að koma abfall. Ekki leið á löngu, þangað til ég sá hvar hvit tófa skokkaði upp yfir engjarn- ar, i átt frá sjónum. Mér þótti þetta undarlegt, hversu skamma stund rebbi hafði verið niðri f fjörunni, enda þótt abfall- ið væri að koma. Ég ákvað þvi að láta dráttarvélina hverfa, en láta gras og þúfur skýla sjálfum mér, og læðast svo að bráðinni. Þab tókst, en ekki hafði ég lengi verið að þessum undirbúningi, þegar ég sá hvar önnur hvit tófa kom neban úr fjörunni. Þar var þá komin sú sem ég hafði verib að lóna á eftir um nóttina, en hin sem fyrr fór, hefur veriö búin að vera niöri i fjöru lengi nætur. — Hér þarf ekki að lýsa smáatrið- um, en þarna skaut ég báðar tófurnar með örskömmu milli- bili á milli klukkan átta og nlu um morguninn. Þegar þessu var lokið, fór ég heim að skólanum i Holti til Guðmundar Inga skálds. Þau hjónin gáfu mér morgunkaffi, sem var mér alveg sérlega kær- komið, eftir allt næturvafstrið. Siðan fór ég út i Hjaröardal og hugðist leggja mig þar. Þegar ég var nýsofnaöur, var ég vak- inn og mér sagt, að það sé hvit tófa að skokka upp með girðing- unni á Þórustööum, en þar er varpland gott. — Jú, ég rauk á fætur, með stirur I augum, greip riffilinn og sjónaukann og litað- ist um. Siðan hélt ég á stað, I gagnstæða átt viö tófuna, og þaö held ég að sumum hafi þótt skrýtin veiöiaðferð. En ég fylgdist alltaf vel meö tófunni með hjálp sjónaukans, þvi ég þóttist vita, aö hún myndi aldrei fara mjög langt, áður en hún legðist niður, þvi aö þetta var um albjartan vordag, nær há- degi 14. mai. — Þetta fór alveg eins og ég haföi búist við. Tófan fór ekki nema fram undir miðj- an dal, þá stefndi hún beint upp fjalliö, hélt alla leiö upp undir kletta, lagöist þar fyrir og sofn- aði. Ég beið þess rólegur að hún hringaði sig niður. Þá fór ég sem leiö liggur yfir ána, upp fjallshliðina og skaut tófuna með riffli, þar sem hún svaf undir klettunum. Þetta er i fyrsta og eina skipti, sem ég hef skotið þrjár hvitar tófur á einum og sama morgnin- um. Allt voru þetta refir, og áreiöanlega allt „piparkarlar,” sem áttu sér ekki nein greni, en slik flökkudýr eru einmitt hiö mesta skaðræði I varplöndum. Ef ekki næst til að skjóta þau i tima, þarf fuglinn ekki aö vænta neinna griöa. Refur, sem sifellt gengur um varpland, gerir nefnilega marg- faldan skaða. Það er ekki nóg með að hann éti egg og drepi jafnvel fugl sér til matar. Hann fælir lika fuglinn unnvörpum af hreiðrunum. Þetta vita hrafninn og veiðibjallan, þau koma i slóð refsins og bókstaflega tina upp eggin, alls staðar, þar sem ref- urinn hefur farið. Varplönd æðarfuglsins þarf að verja. — Hefur þér tekist að bægja þessari hættu frá varplöndum á þfnu „áhrifasvæði”, ef ég má komast svo að oröi? — Já þetta er komið i svo gott lág, t.d. i Onundarfiröi, að ég hef ekki þurft að fara um æöar- varplöndin þar nokkur undan- farin ár. En það á sér m.a. eina dálitiö skemmtilega skýringu: Hettumávurinn er farinn að verpa i engjunum inn af varp- löndunum, (æðarvarpinu) og refurinn liggur alveg i eggjum mávsins. Þar hef ég náð einni, tveim eða jafnvel þrem tófum á hverju vori. Og auðvitað myndi refurinn halda áfram að heim- sækja æöarvarpið, þegar hann væri búinn að gera sér gott af eggjum mávsins, ef ekkert væri að gert. — Mér hefur skilist, aö hettu- mavurinn njóti ekki sérlega mikilla vinsælda hjá mannkind- inni. Er þetta þá ekki hin æski- legasta skipan mála, aö refur- inn seöji hungur sitt á eggjum mávsins og hamli þannig gegn fjölgun hans? — Þú nefnir varplandiö I ön- undarfirði, en hvaö er aö frétta af hinu fræga varpi aö Mýrum i Dýrafiröisem likiega er stærsta æöarvarp á landinu? — Nýjustu fréttir þaöan eru þær, að sibast liðiö vor skaut ég fjögur dýr I varpinu á Mýrum Það verk kostaöi mig tiu nætur, — og satt að segja voru þær næt- ur heldur leiðinlegur timi sökum kulda og vosbúðar, sem hrjáði mig allan timann. Og Einar Jónsson, sonur Jóns Oddssonar, heldur hér á nokk- urra mánaöa gömlum tófuyrö- lingi, en þaö kom oft fyrir hér fyrr á árum, aö Jón léti yrðling lifa mestan hluta sumarsins, eöa jafnvel fram á haust, börn- unuin til skemmtunar. varpið á Mýrum varð fyrir verulegu tjóni i vor af völdum þessara fjögurra dýra, sem ég náði þó ab veiba að lokum. — hafi skotiö tófur mest aö vetrin- um og snemma vors, en ert þú nú farinn aö einskorða veiöar þinar viö grenjatimann á vorin? — Mörg undanfarin ár hafa veiöar minar verið að heita má einskorðaðar við ákveðinn tima á vorin, hinn svokallaöa grenja- tima, en á siðustu árum hefur aukist áhugi minn á þvi að skjóta einstök dýr á veturna og snemma vors, einkum og sér i lagi I varplöndunum og ná- grenni þeirra, til þess að vera laus við þá gæslu, þegar grenjavinnslan hefst. — Þótt ég sé ekki á neinn hátt að telja það eftir, þá er ekki þvi að leyna að þaö eykur mjög erfiði hverrar grenjaskyttu að þurfa lika að verja stór varplönd fyrir tófu, einmitt á sama tima og legiö er á grenjunum. — Hvenær aö vorinu byrjar aöal annatiminn hjá þér? — Ég byrja að vitja grenja og kanna hvort tófa liggur þar, upp úr 20. maf. — Nú er best aö spyrja eins og sá sem alveg ekkert veit um þessa hluti: Hversu langur timi fer i þessa vinnu hjá þér á hverju vori? — Gottimi tófunnar er tals- vert langur, miklu lengri en t.d. hjá minknum. Margar tófur geta verið gotnar um/eöa fyrir mánaöamótin april/mai, en aðal-gottiminn hefur mér virst vera frá þvi u.þ.b. 10-mai og þangab til i byrjun júni. Það eru fullar þrjár vikur, en svo eru á þessu ýmsar undantekningar. Ég minnist þess t.d. einu sinni að ég var staddur noröur i Sléttuhreppi á Ströndum 26. júni. Þá fann ég þar nýgotna læðu, meö sex yrðlinga, alveg blinda, og fráleitt eldri en fjög- urra tilfimm daga gamla. Þetta er auövitaö fágætt, en þó hreint Tófuyrölingur aöleika sér viö heimilishundinn Vask. Þegar Vaskur var ungur, lék hann sér oft viö tófu- yrðlingana, en hér er hann orðinn gamall og ráösettur og fæst ekki um, þótt ungviði sé aö prila eftir bak- inu á honum. — Þaö má kalla þaö nokkurt jafnvægi, eöa tilraun til jafn- vægis, þvi aö flestir munu telja skaðlaust, þótt hamlað sé gegn skefjalausri fjölgun hettumávs- ins. Þetta voru þrir refir og ein læöa, og læöan var ógotin, svo þar tókst aö stemma stigu við óæskiiegri fjölgun. — Þú sagöir fyrr I þessu spjalli okkar aö þú heföir i upp- ekki einsdæmi. Og þaö sýnir, að gottimi tófunnar er býsna lang- ur, eða getur að minnsta kosti verið þaö, þótt flestar gjóti þær áreiöanlega siöari hluta mái- mánaðar. //Nú reynir á þekkingu og hæfni veiðimannsins...." — Þaö væri nú fróölegt aö heyra lýsingu þina á þvi, hvern- ig þaö fer fram, þegar þú vinnur greni. Hvernig hagar þú aö- geröum þinum? — Þá er best að byrja að segja frá þvi, að ég vil ævinlega leggja svo snemma á stað, ab ég sé kominn á grenið upp úr miöj- um degi, helst ekki seinna en kl. fjögurtilfimm. Ég vil hvila mig vel, áður en ég fer að vinna grenið, þvi nær undantekn- ingarlaust er ég búinn að ganga langa leiö meö farangur minn á bakinu, — og mjög oft er um brött fjöll að fara. — Ef götur liggja að grenjum, ef örlitill slóði sést eins og strik i mosan- um, þá gæti ég þess vandlega ab ganga aídrei slikar slóöir. Ég kalla þetta tófugötur og stekk yfir þær til þess að dýrin finni ekki lykt mina i slóðinni. Yfir- leitt hef ég ekki neitt byrgi á greninu eða I nánd við það eins og margir veiðimenn gera, heldur ligg ég eftir þvi hvernig vindstaðan er, — og eftir þvi hvernig þetta eöa hitt verkefniö leggst i mig — en furöuoft finn ég á mér, hvernig mér muni ganga i það og það skiptiö. Hafi ég grun um að refahjónin séu ekki heima og yrðlingarnir orönir dálitið stálpaðir, fer ég heim á grenið og reyni að lokka hvolpana út meö dekurhljóði. Þannig tekst mé'r oft að fækka hópnum verulega, áður en aö þvi kemur ab finna fullorbnu dýrin. — Hefur þér tekist aö llkja svo eftir hljóöum tófunnar, aö börn hennar villist á rómi þinum og foreldra sinna? — Já það lærist á löngum tima. Þab er lika hægt að læra ab þekkja I sundur raddir kynj- anna, þvi að refur og læða hafa ekki sama róm, — þaö heyrist, ef nógu vendlega er hlustaö. Enn fremur er nauðsynlegt að taka vel eftir þvi hvernig tófa hagar sér, þegar hún kemur heim á greni með fæbu. En þeg- ar að þvi kemur að vinna full- orönu dýrin, þá er mest hættan að dýrin finni sporin manns, og að þau komist siðan svo á snið við goluna, að þau „taki lykt af manninum”. Gerist það eru þau ekki lengi að forða sér, og þá er maöurinn búinn að tapa fyrsta leiknum. Nú reynir á þekkingu og hæfni veiðimannsins. Hann verður að þekkja háttu refsins. Sannleik- urinn er nefnilega sá, að undir þessum kringumstæöum fer tófa sjaldan mjög langt frá greni sinu. Hún laumast að sjálfsögðu i burtu eftir skorn- ingum og dældum, en áður en langt um liður hefur hún komiö sér fyrir á einhverri góöri út- sýnishæö, hjalla eöa klettabelti, þar sem hún sér vel heim að greni sinu. Það er meira að segja mjög algengt að „heim- ilisfaðirinn,” refurinn, eigi sér tvö til þrjú slik bæli, þar sem gott útsýni er yfir grenið og ná- grenni þess. Þetta allt, og ótal- margt fleira þarf veiöimaðurinn aö þekkja, og hann þarf að kunna að haga sér samkvæmt þvi. Framhald á bls. 31 VÆRI EKKI HELDUR NEINN SAUÐ- 0 > riAD DTTCUAl DT D | I AM tiiimit 99 f Jrili DUOIixil ruiv 1 JLiiii UlliUi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.