Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 23

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 18. mars 1979 23 PLÖTUDÓMAR_____ Mark - Almond - Other Peoples Rooms Horizon SP-730/Fálkinn „Other Peoples Rooms” meö John Mark og Johnny Almond er mjög sérstök plata og aö minu viti afbragösgóö. Rétt er þó aö taka þaö fram aö hún er öll mjög róleg og ekki eitt einasta lag getur talist fjörugt eöa svo mikiö sem nálgast þaö. Þetta er engin Travolta-plata. En þegar þessi fyrirvari hef- ur verið settur er óhætt að segja aö platan er meö þvi besta sem undirritaöur hefur hlýtt á I langan tlma. Þegar maöur má vera aö þvi aö hlusta býöur þessi plata upp á fullkomna hvild og þá gleöi sem fylgir góöri tónlist. Tónlistin er undir sterkum jassáhrifum en sérstakur still þeirra Marks og Almonds gnæfir þó yfir öllu ööru og ég reyni ekki aö skilgreina hann. Söngur Marks er fyrirtak og textar mjög góöir. KEJ The Band - Anthology E-Stsp 19/FálkiB.n The Band kvaddi á siðasta ári meö „The Last Waltz”, og þrátt fyrir margar fresitingar, hefur „Bandið” haldiö sig viö þá ákvörðun aö hætta. Og hér er komin tveggja platna albúm þar sem er „anthology” eða tónlistarsaga þeirra, samsafn af gullkornum, sem ekki er hægt annað en gefa fimm stjörnur, þó að allt sé þetta aö sjálfsögöu komið út áður. Eflaust mætti lengi um það deila hvort eitthvað af lögum vanti inn i þessa mynd og ekki fer hjá þvi að maður sakni einhvers. Tilfeilið er þó að gullkornin eru svo mörg á nær tveggja áratuga ferli bandsins að lengi er hægt að tina til eitt enn. Það er skoðun min að hér hafi vei til tekist og þaö sem helst vanti sé kveðjulagið „Siðasti valsinn” en þar er raunar um tónverk að ræða nýútkomiö á annarri snilldar- plötu, og af þeim sökum erfitt um vik aö taka þaö upp. Raunar mega þeir, sem unna góöri folk-rokk- tóniist ekki láta þá plötu vanta i safnið sitt og hinir sömu ættu aö eignast „Antohology” svo framar- lega sem þeir eiga ekki þessi lög á fyrri plötum bandsins. Tónlist bandsins og margfræg lög þeirra og marg- endurflutt sum hver eru endalaus uppspretta ánægju þegar menn leyfa sér og nenna aö hlusta á meö vakandi eftirtekt. Ég vil ekki flokka þessi lög undir slagara og ekki fremur undir venjulegt country-rokk. Þetta er alvarleg tónlist, ákveöin menningararfleifö og hún mun ekki öll þó „bandiö’ sé allt. ______ —KEJ Gruppo Sportivo - Back to 78 Ariola 26472 XOT/Fálklnn Fram aö þessu hafa tslendingar haft fremur litlar spurnir af hollenskum hljómsveitum, öörum en þeim „sykursætu”, sem veriö hafa fulltrúar Hol- lands f Eurovision keppninni. Margt bendir þó til þess aðtóntistarsmekkur tslendinga og Hollendinga sé ekki ósvipaður, a.m.k. bendir hoilenski vinsælda- listinn ótvírætt til þess aö svo sé. Sú hljómsveit sem hvaö mestra vinsælda nýtur f Hollandi f dag, heitir Gruppo Sportivo, eöa tþrótta- sveitin, eins og nafn hennar myndi útleggjast á islenska tungu. Þessi hollenska hljómsveit meö sitt itatska nafn, hefur aö undanförnu aöallega starfaö i Bretlandi viö góöar undirtektir og er henni, eins og svo mörgum öörum „nýbylgju” hijómsveitum, spáð miklum vinsældum I náinni framtfö. Hljómsveitina skipa Max „Climax” Mollinger (trommur), Eric Wehrmeyer (bassi), Peter Calich- er (hljómborð), Hans Wandenburg (söngur, gitar), Meike Touv og Jose Van Iersel (söngur og bakradd- ir). Tónlist Gruppo Sportivo er heföbundin „nýbylgju” tónlist, en þó mun fjölbreyttari en geng- ur og gerist hjá slikum hljómsveitum. A þessari nýjustu plötu hljómsveitarinnar, sem er sú önnur frá upphafi, eru 15 lög og eru þau öll af léttara taginu. Textarnir fjalla einnig allir um frekar léttvæga hluti, og svo viröist sem Wandenburg, aðaltexta- og lagasmiöur hljómsveiarinnar, sé I meira lagi gamansamur maður, en þó með fremur sérstæða kimnigáfu. Þó að lögin og textarnir séu i frekar gamansömum dúr, þá er það nú svo að öl.lu gamni fylgir nokkur alvara og ekki er laust við aö á köflum kveði við nokkuð beiskan tón hjá Wanden- burg, s.s. i laginu „Blah blah Magazines”, sem fjallar um bresku poppblöðin og afskipti þeirra af hljómsveitinni. t textanum segir m.a.: This week your NME (frb. enemý) tells you we’re like Blondie/ Next week I’m like Dury, Let’s go # . . 5ÉJ (ÚO tiÁac'm'm ★ ★ ★ + Heeheehee... Yes it’s true we steal every Tralalala we hear/ Yes you’re right we’re like the Monkeys/ We've got no Ideas of our own.... Þess má að lokum geta aö „Back to ’78” er aö mörgu leyti sérstæö og skemmtileg plata, þökk sé góöum hljóöfæraleik og þeim atriöum sem áöur eru upp talin, en ef á heildina er litið er þessi plata þaö léttvæg aö hún verður aldrei tekin alvarlega og skil- ur þar af leiöandi ekki mikiö eftir sig. —ESE Frábær ★ ★ ★ ★ ★ - Mjög góð ★ ★ ★ ★ Viðunandi ★ ★ ★ - Sæmileg ★ ★ ■ Léleg ★ Jasmín svefnsófinn er stofuprýði á dag- inn, en 2ja manna rúm að nóttu. Eigum einnig BB svefnsófann og VENUS svefnsófann ósamt fjölmörgum gerðum af einsmanns svefnsófum Verið velkomin SMIOJWGISÍMI 44544 Meó sófasettinu FLORIDA Kynnum við merka nyjung. Sófinn er jafnframt fullkomið hjónarum af beztu geró, þótt engan gruni við fyrstu syn, aó um svefnsófa se að ræóa SVEFNSOFA ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR Til sölu bújörð Jörðin Stekkjarholt i Skagafirði er til sölu og laus til ábúðar í vor. Skipti á fasteign æskileg. Eigandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar i sima 71766 Eeykjavik. Vörubifreiðaeigendur Óska eftir Volvo FB 88 eða Scania modei ’69-’72 með eða án krana. Upplýsingar i sima 83619 i dag og næstu kvöld. Jörð til sölu Jörð i vestanverðri Rangárvallasýslu til sölu. Stærð ca 200 ha. Túnstærð 24 ha. Bú- stofn getur fylgt. Nánari upplýsingar gefnar i sima 99-6601.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.