Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 31

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 31
Sunnudagur 18. mars 1979 iiliiM'IÍI 31 flokksstarfið Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 20. þ.m. kl. 20.30aðHótel Esju. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa i miðstjórn. Stjórnin Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21 sunnudaginn 18. mars og hefst hún kl. 16. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Akureyringar- nærsveitarmenn Framsóknarfélag Akureyrar heldur almennan stjórnmálafund fimmtudaginn 22. mars kl. 21. Frummælandi Steingrimur Hermannsson ráðherra. Allir vel- komnir. Stjórnin. Framsóknarfélag Garða- og Bessastaðahrepps heldur fund þriðjudaginn 20. þ.m. kl. 18 i Goöatúni. Fundarefni: Einar G. Þorsteinsson bæjarfulltrúi ræðir bæjarmál og svarar fyrirspurnum. Rangæingar 2. spilakvöld Framsóknarfélags Rangæinga verður að Hvoli föstudaginn 23. þ.m. og hefst kl. 21. Ræðumaður verður Jón Helgason alþingismaður. Akranes Framsóknarfélögin á Akranesi halda almennan félagsfund mánudaginn 19. mars kl. 20.30 Alexander Stefánsson kemur á fundinn. Félagar eru hvattir til að fjölmenna.. Viðtalstímar Einar Agústsson alþingismaður er til viðtals að Rauðarárstig 18, kl. 10-12 laugardaginn 17. 'þ.m. ______________________________J Ef aldrei O Ekki sport — heldur nauösyn Refaveiðar eru ekki sport. Grenjaskytta má aldrei láta stjórnast af drápsfýsn og þvi siður af hefndarhug til refsins, heldur verða menn að læra að þekkja og skilja sem allra best eðli og hegðun þessarar dýra- tegundar. Og veiöimenn verða lika að gera sér fulla grein fyrir þvi, aö með eyðingu refa eru þeir að vinna nauðsynjastarf. Það hefur verið reiknað út, að ef ein refahjón og afkomendur þeirra eru látin afskiptalaus, þá er skylduliðið orðið hvorki meira né minna en hundrað dýr eftir fjögur ár. Allar þjóðir sem stunda kvikfjárrækt, verða að kunna að veiða þau rándýr sem herja á bústofn bænda. Ef aldrei hefði verið hróflaö við islensku tófunni, væri ekki heldur neinn suðfjárbúskapur i landinu. -VS Dráttarvélar o vera kominn á það stig að þau geti sem slik meðhöndlað slik tæki, þess vegna þarf með öllum tiltækum ráðum að styðja við bakið á þeim, gera þeim ljósar þær hættur sem eru samfara notkun slikra véla og hvað þau eigi að hafa hugfast til að forðast slys af völdum aksturs dráttar- véla. Þetta hafa dráttarvélanám- skeiðin reynt að gera á undan- förnum árum en það þarf meira til, við verðum aðgera okkur ljóst að það er ekki endalaust hægt að ýta dráttarvélum til hliðar sem einhverju „aukaapparati”. Hún er orðin svo snar þáttur i lífi og starfi fólksins að hún á það fylli- lega skilið að hún sé sett á sama bás og önnur vélknúin ökutæki. Það þarf að setja nauðsynlegar reglur um fræðslu i ’akstri og meðferð dráttarvéla, það þarf að koma til betra eftirlit með búnaði þeirra. þannig að þær séu ekki sem slikar hættulegar og síðast en ekki sist, það þarf að setja i gang vakningumeðal allra lands- manna til að ýta eftir þessum málum. Nú er ár barnsins, þá vaknar margurtil lifsinsoggerir sér ljóst að barnið er þrátt fyrir allt lifs- verasemþarfumönnum og vernd enda fyllast nú allir hofmóði miklum og er það vel, en hvernig væri að vikka örlitið sjóndeildar- hringinn. Væri það ekki vel til fallið að strengja þess heit að á þessu ári slasist ekkert barn eða ungmenni við akstur dráttarvéla og jafnframt að búa þannig um hnútana að á ókomnum árum muni þeim fækka eða jafnvel hverfa alveg. Reykjavik 1. 3. ’79 Sigurbergur Þórariusson Auglýsiö í Tímanum v__________________;____J Ottarr Möller %íþ leysa þau vandamál, siðan að sækja á erlend miö að fordæmi Norðmanna, þó með mikilli varúð og gætni. 1 sambandi við siglingar fyrir okkur sjálfa vil ég vara við of mikilli dreifingu krafta til þess að forðast sömu vandamál og þau, sem nú eru augljós i offram- leiðslu landbúnaðarafuröa og vegna of margra fiskiskipa, sem sækja á takmörkuð mið. — Forvitnilegt væri ef þú segðir okkur eitthvað frá yngri dögum, og rifjaðir upp æskuminningar t.d. tengdar siglingum eða öðru. — Það væri eflaust of langt mál að svara þessari spurningu svo að viðhlitandi væri. Ég vil þó nefna þrennt: Æskuárin i Stykkishólmi, sem var þá áreiðanlega einn fremsti menningarbær á Islandi. Þau hafa alltaf orðið mér gott veganesti. Þegar ég var sjö ára gamall dó móðir min. Okkur systkinunum var komið fyrir uppi i sveit á mjög góðum heimilum. Ég fór að Narfeyri á Skógarströnd, en þar bjuggu þá merkishjónin Guðrún Jakobsdóttir og Jón Guðmunds- son ásamt mannvænlegum börn- um. Oftast var farið á árabátum milli Narfeyrar og Stykkishólms. A leiðinni var einn af mörgum straumum Breiðaf jarðar sem var nefndur „Mannabani”. Þar var þröngt um siglingu og sker i miðju sundi. Sæta þurfti lagi. Straumurinn var eigi siður hættu- legur i meðstraumi en mót- straumi. Þetta hefur kennt mér að þegar allt virðist leika i lyndi er eigi siður ástæða til að vera varkár en þegar róið er móti straumi. Mannabaninn er alltaf á sinum stað. Þegar ég var nýkominn að Narfeyri, þá sjö ára gamall, var mér falið að sækja kýrnar. Þann- ig hagar til að bærinn stendur við fjallshlið og eru þar mörg dal- verpi. Ungur piltur á bænum, vel gefinn en dálitið striðinn, taldi það gagslaust að senda kaup- staðarstrákinn. En ég var óðfús að fara. Svo gekk ég lengi frá einu dalverpi til annars. Að lokum gafst ég upp og fór skæiandi heim. Ungi pilturinn fór og sótti kýrnar. Þá kom i ljós, aö ef ég hefði farið einu dalverpinu lengra i stað þess að gefast upp, þá hefði ég ekki farið fýluför. Huldumaðurinn © tækið Propellor, sem er nýstofnað og i eigu Pete Towns- end gitarleikara The Who, en hvað sem þvi liður þá er ekki von á yfirlýsingu hjá hljóm- sveitinni um málið fyrr en i fyrsta lagi eftir næstu mánaða- mót. Enn hafa heldur engir hljóm- leikar verið ákveðnir h já hljóm- sveitinni en eins og greint var frá í Nútimanum s.l. sunnudag eru uppi áform um að endur- vekja Woodstock popphátiðina nú á 10 ára afmæli hennar 21. ágúst n.k. og i þvi sambandi stóðu jafnvel vonir til að The Who kæmi þá i fyrsta sinn fram opinberlega i Bandarikjunum, eftir þær miklu breytingar sem fylgdu i kjölfar dauöa Keith Moon trommuleikara hljóm- sveitarinnar. — Hvað hefðir þú heist óskað að sjá þróast i aðrar áttir á tslandi, en raun er á? — Ég vonast til þess aö Islend- ingar nái samstöðu um velferöar- mál þjóðarinnar. I dag er mikil upplausn i þjóöfélaginu og jaðrar við Sturlungaöld. Viö megum enn minnast orða skáldsins: „Litla þjóð, sem átt i vök að verjast. Vertu ei viö sjálfa þig aö berjast”. — Ég hef óbilandi trú á hinum þögla meirihluta i okkar landi og vona aö hann eigi eftir aö risa upp til athafna. Ég held að öllum sé hollt ab átta sig á þvi aö nauösyniegt er aö gjalda varhug við öllum þeim kröfum, sem fram eru settar af hinum ýmsu hávaöasömu forvigismönnum þrýstihópanna. Stundum eru það menn sem æpa um frelsi og lýðræði en vilja höft og einræði og nota fyigi almennings til þess að draga plóg eigin hagsmuna. Við erum fyrst og fremst ein stór fjölskylda, sem engu getur skipt umfram það sem aflað er og öllum er fyrir bestu að það sé gert réttlátlega. Ég hef alltaf verið bjartsýnis- maöur og trúi á lýðræði og dómgreind Islendinga. Þess vegna vona ég að upp birti um siöir. — Hvað um ýmsa gagnrýni á „einokunar” aðstöðu E.i., sem skemmst er að minnast? — Gagnrýni á Eimskipafélagið hef ég nýlega svarað i Fréttabréfi okkar og hef þar litlu við að bæta. Eimskipafélagiðhefur alla tið bú- ið vð harða samkeppni, fyrst erlendra skipafélaga og siðar innlendra. Það hefur engin sér- leyfi, á engin framleiðslu- eða verslunarfyrirtæki, er ekki og hefur aldrei veriö i neinni einok- unaraðstöðu. Aróður gegn félag- inu hefur ekki verið haföur uppi af almenningi i landinu, hvorki i dreifbýli né þéttbýli. Hann hefur ekki komið frá starfsmönnum þess eöa 13 þúsund hluthöfum. Hann á upptök sin hjá sumum keppinautum þess, sem litið meta almannahag og almennt siðgæbi, en hafa eingöngu aö leiöarljósi eigin hagsmuni, og auknar vonir um frama og völd. — Hvers vegna hefur þú ákveð- ið að hætta störfum? — Það er sameiginlegt með mér og mörgum iþróttamönnum að vilja hætta þegar þróttur er tekinn að dvina, og svo að ég viki aftur að músikinni þá á þetta lika við um marga góða söngvara. Sumpart má rekja þetta til nokkurrar eigingirni eða vilja til að rækja þær skyldur við fjölskylduna, sem alltof oft hafa veriö vanræktar. Ég tel mig einn- ig meö ákvörðun minni vera að rækja skyldur við stjórn félags- ins, ágæta samstarfsmenn, hluthafa og aðra velunnara Eimskipafélagsins. Þeir eiga ekki annað skilið en að forstjóri félagsins eigi yfir að ráða hestaheilsu og fullum starfskröft- um. Eftir að ég tók mina ákvöröun um að hætta sem forstjóri Eimskipafélagsins rúmlega sextugur hefur stjórn félagsins ráðiö i minn stað ungan mann með góða menntun og starfs- reynslu. Ég bind miklar vonir við hann, óska honum alls velfarnað- ar og Eimskipafélaginu gæfu og gengis um alla framtiö. C Verzlun & Þjónusta ) y/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/^ I Eikarparkett f/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/j^ \ TRJÁKLIPPINGAR \ Tek að mér að kiippa tré og runna. ^ Vegg- og loftplötur ^ Guðlaugur Hermannsson, ^ garOyrkjumaöur, slmi 7187i. ^ ^/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/ 4 HUSTRE%\ ÁRMÚLA 38 — REYKJAVlK ý SlMI 8 18 18 ^ ^r/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/jz^ f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆSÆ/Æ/Æ/Æ/Æ//^ \ S f/ / x i Kiddicraft ^/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j* ANTIK RUGGUSTÓLL? /j NvsmiOaOir Antik stólar oiti lljótir aó aúka vcrógiUli sitt. þcir cru cltirsóttir * Di! þ\ i cóó \crí»trygging. ^ \v Iramlciósla á gcrscmum iramla tímans^ Klassiskm IH. aklai stóll. (ióóur gripur oc prýói á hvcrju hcimili. JP Ncrslunin /k VIRKA \ 4 Hraunhæ 102 H Simi 75707 4 %r/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j//j j, \ ÞR OSKALEIKFÖNG Í /j V 'í allan heim ^'-'■~'~/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/jj J BÆNDUR VESTURLANDI J jí Umboðssala á notuðum bilum og búvél-^ Ý um. örugg þjónusta. 'ý Ú Opið kl. 13-22 virka daga og einnig um ú ^ helgar. ^ ^ Bílasala Vesturlands, ^ f l.iiróltsRolu 7. iHúsi BorgarpUsts h.f.) f /á Horgarnesi, Sfmi 93-7577. já \r/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/j/J/*/Já 0^/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/J/JZJ/J/^ rtö4av'- Klassiskar körfuvörui í Þekkt um \ v j Körfur-Borð-Stolar Sófasett-Hillur Koffort-Loftljós Skápar-llengibakkar Ostabakkar-Töskur Mottur o.fl. Vcrslunin Póstsendum. VIRKA fraunbæ 102 B - Sími 75707 fraunbæ 102 B - Sími 75707^1 %r/ÆsÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Jþ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.