Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 18. mars 1979 Sunnudagur 18. mars 1979 Þetta er eina myndin sem til er af herskipinu Mary Rose, sem sökk viö Portsmouth 1545. SkipiO var fyrsta eiginlegaorrustuskip breska flotans. Hin háu virki aO framan og aftan gerOu þaö aö verkum aö bogskyttur gátu skotiö niöur á þiifar óvinaskipanna. MARY ROSE sótt á hafsbotn Skip Henriks VIII sökk i fvrstu ferð sinni í höfninni í Portsmouth Fornleifafræðingar og björgunarsér- fræðingar ætla um leið og byrjar að vora fyrir alvöru að ráðast í að ná upp flakinu af her- skipinu Mary Rose, sem hvolfdi og sökk á 15 metra dýpi, úti fyrir innsiglingunni að flota- höfninni i Portsmouth. Skipiö var stolt Henriks VIII. Þaö var fyrsta herskipiö sem var smíöaö fyrir breska flotann og hann haföi nefnt þaö f höfuöiö á systur sinni Mary Tudor. Þetta 50 metra langa og 700 tonna þunga farartæki var Utbú- iö þyngstu fallbyssum, sem nokkurt skip haföi boriö og um allt skipiö voru bogaskyttur. Þaö voru 700 manns um borð þennan örlagarika dag, þegar hiö glæsilega skip sigldi út frá Portsmouth til að ráðast á franskan flota sem ögnaöi borg- inni. Þaö var 300 manns fleira en undir venjulegum kringum- stæöum. Getur það verið ein af orsökunum fyrir þvi aö skipinu hvolfdi,að of margir hermenn voru I reiðanum. En skiptar skoöanir eru nú um þaö. Frakk- ar segjast hafa skoiið Mary Rose f kaf og aörir, breskir sjó- menn, sem reyndu að kalla .til skipsins til aö spyrja hvers vegna þaö hallaöi svona.segjast hafa heyrt varaflotaforingjann Sir George'Carew hrópa: „Ég get ekki stjórnað þessum óþokk- um, sem ég hef um borð”. Hen- rik konungur VIII var þá stadd- ur i Southsea kastala og fylgdist þaöan meö hinum skelfilega at- buröi. Hann og herforingjaráö hans horföu ráðþrota á þegar hiö glæsilega skip lagðist hægt og hægt á hliðina og sökk án þess aö hafa hleypt af svo mikið sem einu skoti. Það leiö yfir eiginkonu varaflotaforingjans sem stóö við hliö kóngsins og öskur og hróp drukknandi fólks- ins heyrðust greinilega i hinu kyrra og bjarta veöri.segir i sam timaheimildum. Margar tilraunir hafa veriö geröar til að bjarga Mary Rose af hafsbotni og fornleifa- fræðingar segja flakiö sem gull- námu vegna vitneskju þeirrar sem þaö hefur að geyma um skipaarkitektúr og sjóhernaöar- list Tudor-timans. Foringjar björgunarnefndar- innar, hernaðarsagnfræðingur: inn Alexander McKee og forn- leifafræðingurinn Margaret Rule sögöu að byrjað yröi á aö hifa Mary Roseupp2. april. Þaö fyrsta sem á að gera er að fjar- lægja u.þ.b. 400vagnhiössaf aur og leöju sem hafa hlaðist ofan á flakiö og hlift þvi gegn skemmd- um. Hin geysimikla fyrirætlun, sem er styrkt af sjóði undir vernd Charlesprins af Wales er mesti neöansjávaruppgröftur siöan 1961 aö Sviar náöu upp flakinuaf konungsskipinu Vasa, sem strandaöi I skerjagaröi Stokkhólms 1628. Fyrri gröftur.hefur leitt i ljós aö Mary Rose liggur á hægri hliðinni (stjórnboröa). Hluti af vinstri hliðinni (bakboröa) hefur skemmst á þessum 433 ár- um sem skipiö hefur legið á hafsbotni. En þaö er aö þakka hinni mjög svo fingerðu leðju sem svo fljótt fyllti skipiö aö næstum allt lausafé um borö innsiglaöist og hefúr geymst mjög vel óskemmt. Ef allt gengur samkvæmt áætlun mun flakiö af Mary Rose vera komið upp i ársbyrjun 1980 og þegar viðgerö er lokiö mun skipið veröa sett á nýtt Tudor-skipasafn i Portsmouth. Borgin hefur áður vakiö athygli heimsins hvaö skipasögu snert- ir. Þaö var þegar skip Nelsons sem hafði 100 fallbyssur, sigraði i orustunni við Trafalgar 1805. Hinu geysistóra skipi var hleypt af stokkunum 7. mai 1765 og er ennþá i fullri þjónustu. (Þýtt og endursagt GÓ> Ég hef aldrei litið á mig sem „fínan” forstjóra Frekar nokkurs konar yfirvélstjóra Nýlega hefur óttarr Möller ákveðiðað láta af starfi sem forstjóri Eimskipafé- lags Islands, en hann hefur gm áratuga skeið verið kunnur sem einn ötulasti for- göngumaður þess og áberandi í öllum þeim málum, sem lúta að íslenskum sigling- um. Tíminn fann óttarr nýlega að máli og spurði hann nokkurra spurninga, sem snerta lífsviðhorf hans og minnisstæða þætti frá löngum og farsælum starfsaldri. Fyrst spyrjum við hann um ætt og uppruna. — Ég er fæddur í Stykkishólmi 24. október árið 1918. Foreldrar mínir voru Krist- in Elísabet Sveinsdóttir og William Thomas Möller póstafgreiðslu- og símstjóri. Ættir minar voru danskar og rammíslenskar. Móðir mín var dóttir Sveins Jóns- sonssonár snikkara, sem var bróðir Björns Jónssonar ráðherra frá Djúpadal í Gufudalssveit. Amma mín, Guðrún Björnsdóttir, varættuð úr Húnavatssýslu. Föð- uraf i minn var Jóhann Georg Möller kaupmaður á Blönduósi. Hann og amma mín, Alvilda, voru af dönskum og íslenskum ættum. — Hvi réöist þú til Eimskipafé- lags tslands? — Ég réöst til Eimskipafélags tslands 1. október 1938. Ég starf- aði I aöalskrifstofu félagsins I Reykjavik til ársins 1942. Þá gerðist ég fulltrúi Jóns Guö- brandssonar i skrifstofu Eim- skips i New York. Þar var ég til ársins 1935 er ég fluttist til Islands og varö flutningastjóri Eimskipa- félagsins til ársins 1962, en þá var ég ráöinn forstjóri fé'agsins. Astæðan til þess aö ég sótti um starf hjá Eimskipafélagi Islands var sú að ég hafði oröið fyr- ir áhrifum frá æskuheimili minu, þar sem mikiö var rætt um þjóðmál og hina miklu þýöingu Eimskipafélagsins fyrir velferö þjóðarinnar. Heimilið var rómaö fyrir gestrisni og heimilisvinir voru úr öllum stjórnmálaflokk- um. t þeim hópi voru margir frammamenn þjóöfélagsins, t.d. róttækur verkalýðsforingi Guö- mundur Jónsson frá Narfeyri, bændahöfðinginn og framsóknar- maöurinn Jón Guömundsson frá Narfeyri og margir kunnir ihaldsmenn, eins og skirnarvott- ar minir, Siguröur Agústsson og Ölafur Jónsson frá Elliðaey. Þó að þessa menn greindi á um margt voru allir sammála um ágæti Eimskipafélagsins. Þannig varö Eimskipafélagiö mér frá öndverðu sameiningartákn þjóö- arinnar til sjálfstæöis og farsæld- ar. A þessum uppvaxtarárum min- um kom GULLFOSS reglulega til Stykkishólms. Sigurður Péturs- son skipstjóri kom alltaf heim til okkar, en þannig varð Eimskipa- félagið nátengt æskuheimili minu. Faöir minn var mikill aödaandi Hannesar Hafstein. Ég læröi þess vegna snemma aö meta kosti Hannesar sem stjórnmálamanns og skálds og hafa siðari ár I engu fölskvaö bernskuminningarnar um áðdáum föður mins á honum, sem áreiðanlega mat Hannes aö verðleikum. Hins vegar fékk ég fljótlega skilning á sjónarmiöum höfuðandstæðings Hannesar, Björns Jónssonar afabróður mins, en þetta hefur auðveldaö mér að meta ólik sjónarmið. Það hefursiðar orðiö mér til hjálpar i samskiptum viö fyrirsvarsmenn margvislegra skoðana- og hags- munahópa, sem stefndu oft að sama marki þó að þá greini á um leiðir. — Hvcr er munur á afstööu manna tii vinnu, fjármuna, skyldurækni o.fl. nú eða fyrir 40 árum? Munurinn er mikill. A þessum fjórum áratugum hefur orðið al- ger bylting. Fyrir hálfri öld var mikil fátækt og atvinnuleysi i Stykkishólmi. Þá dreymdi hina fullorðnu um aö fá örugga at- vinnu og unglinga um að eiga þess kost að fá aö mennta sig. Þess vegna reyndu verkfærir menn að rækja þau störf vel sem þeir fengu og æskumenn, sem áttu þess kost að setjast á skóla- bekk, lögðu mikið kapp á aö nota .timann vel til að afla sér hald- góðrar menntunar. Hvort tveggja leiddi þetta til aukinnar ástund- unar og skyldurækni. En þess ber einnig aö minnast aö þó aö bar- áttan um efnaleg gæöi væri hörð, þá var hún oftast háö innan þeirra takmarka sem gamlar og rót- grónar siðgæöishugmyndir höföu afmarkaö. Þess vegna voru flest- ir menn oröheldnir og áreiöanleg- ir i viðskiptum, og brot á dreng- skaparreglum i öllum samskipt- um voru fyrirlitin aö makleikum. Ef ég má dæma út frá reynslu mirmi af hinum mörgu nánustu samstarfsmönnum minum hjá Eimskipafélagi tslands — og raunar mörgu öðru góöu fólki, sem ég hef kynnst — þá er þar enginn munur á. Þetta fólk á hug- sjónir, er heiðarlegt og skyldu- rækið. — i hverju felst hlutverk for- stjóra I stórfyrirtæki? Hlutyerk forstjóra i stórfyrir- tæki er margþætt. Það erfyrst og fremst aö hafa hugann alltaf við velferð þess fyrirtækis sem hann stjórnar. Hér á ég ekki einungis við venjulegan vinnudag heldur einnig allar aðrar stundir. Hann þarf að framfylgja þeirri stefnu, „Hlutverk forstjóra I stór- fyrlrtæki er fyrst og fremst að hafa hugann alltaf viö velferð þess. Hér á ég ekki einungis viö venjulegan vinnudag, heldur einnig allar aörar stundir,” segir óttar Möller I þessu viötali. sem fyrirtækinu er mörkuö af hluthöfum og stjdrn, fylgjast meö daglegum rekstri og geta einbeint huganum aö framtiöinni. Hann þarf aö kunna að velja sér sam- starfsmenn, sem hann sýnir tiltrú og traust, og hann verður aö veita þeim frelsi til athafna og ákvarö- ana innan vissra takmarka. Þaö fylgir starfi forstjóra aö taka erfiöar ákvarðanir. Þar á ég bæöi við hiö mannlega og viö- skiptalega. Forstjóri þarf aö eignast þá tiltrú, sem er nauösyn- leg til þess aö starfsmenn hans geti rætt viö hann i fullri einlægni bæöi um persónuleg vandamál og þau, sem þeir þurfa aö leysa vegna fyrirtækisins. Ég hef aldrei litið á mig sem finan forstjóra. Stundum hef ég sagt i gamni aö ég teldi mig frek- ar til yfirvélstjóra, sem reyndi aö koma i veg fyrir bilanir, gera viö það sem úrskeiöis, fer, en fikta ekki við það sem er i góðu lagi. Auðvitað má maður i minni stööu ekki einangra sig innan fyr- irtækisins. Hann verður lika að reyna að ástunda góöa samvinnu 17 Möller Islands við alla þá után þess sem geta haft áhrif á vöxt fyrirtækisins og viögang og siöast en ekki sist aö fara eftir settum reglum og lög- um á öllum sviðum. — Hver eru helstu áhugamál þín, óttarr? — Fyrst og fremst hugsjón lýö- ræöisins, enda tel ég aö óháö, ópólitiskt flutningafyrirtæki eins og Eimskipafélagið sé máttar- stólpi lýöræöis og frjálsra viö- skipta i landinu. I rauninni má segja aö Eimskipafélagiö hafi alla tiö engu siður veriö mitt tóm- stundamál en viöfangsefni hins venjulega vinnudags. Auk þessa hef ég mikinn áhuga á útivist, hestamannsku og góö- um bókum, sem ég hef — þvi mið- ur — orðiö aö vanrækja. Ég hef yndi aö hljómlist, bæði sigildri og þeirri, sem léttari er. Móðir min var mjög músikölsk og þess vegna er tónlist mér i blóð borin. Ég hef sótt minar bestu hvild- arstundir upp i sveit. Þar á ég bæöi viö hina stórbrotnu náttúru lands okkar og dýrin, sem þar eru, og ekki hvað sist viö fólkið, sem þar býr, enda virðist mér aö það gefi sér meiri tima til aö hugsa en viö sem búum i ringul- reið fjölbýlisins. Ég er alinn upp i litlu þorpi og i sveit, þar sem ég var mörg sumur. Sannast nú ef til vill það, sem áður var sagt: Römm er sú taug.. — Hver hefur verið eftirminni- iegasti timi á ævi þinni? — Ekkert sérstakt tfmabil ævi minnar. Minir æskudraumar hafa allir oröið aö veruleika. Ég hef fengið að starfa viö þaö, sem ég vissi ungur að mér myndi þykja eftirsóknarvert. Ég á ágæta eiginkonu, sem hef- ur stutt mig i starfi, fjórar dætur, sem allar eru vel af guöi gerðar, þrjá mannvænlega tengdasyni og sex indæl barnabörn. — Hefur E.t. þróast I þá átt sem fyrstu forgöngumenn þess geröu ráö fyrir? — Allir stjórnarmeðlimir Eim- skipafélagsins, ég og tveir fyrr- verandi forstjórar, hafa kapp- kostað að halda við hiö upphaf- lega stefnumark forgöngumanna félagsins. Hvernig það hefur lukkast veröa aðrir um aö dæma. Eins og ávallt eru nú ýmsar blik- ur á lofti. Þær geta boðað stefnu- breytingu t.d. ef það á eftir aö aukast aö innflytjendur og út- flytjendur flytji eigin varning meö eigin skipum. Ég tel þá þró- un hættulega fyrir frjálsa verslun I landinu. Þó tel ég uggvænlegast af öllu ef þaö á aö aukast aö erlendir að- ilar gerist að hluta eigendur Is- ienskra farskipa. Þá er nauðsyn- legt að minnast sögunnar og árs- ins 1262 og oröa Einars Bene- diktssonar skálds um aö hyggja aö fortiöinni vegna framtiöarinn- ar. — Hvert verður hlutverk sigl- inga i framtiðinni fyrir islendinga — eykst það eða minnkar? — Þetta fer mjög eftir stefnu- mörkun stjórnvalda. Þaö eru enn mörg óleyst verkefni I sambandi við siglingar milli tslands og ann- arra landa og innanlands. Má þar nefna endurnýjun kaupskipaflot- ans, hafnaraöstööu, vörugeymsl- ur og tæki. Ég tel að fyrst eigi aö Framhald á bls. 31 Austurrísk vika i~ttiií i I á Loftleióum Hótel Loftleiðir býður nú til Austurríkis-kynningar og skemmtikuölda \ Blómasalnum dagana 16.—25. mars nk. Þekktir og uinsælir austurrískir þjóðlaga- sönguarar, Duo Rossmann koma fram og leika og syngja þjóðlög. Þá uerðurefnt til happdrættis á huerju kuöldi, en auk þess býður Hótel Loftleiðir aðaluinning sem dregið uerður um í lok kynningarinnar, flugfar til Austurríkis fyrír tuo. A austurrísku uikunni fá gestirsmjörþefinn afTýróla- stemmningunni sem ríkir í skíðaparadís þeirri er hundruðíslendinga hafa kynnst afeigin raun ískíða- ferðum Flugleiða til Austurríkis. Matreitt uerður að austurrískum hætti. Matseðill: WIENER KRAFTSUPPE Vínarkjötseyði eða TIROLER EGGSPEISE TýrólarEgg og SCHWEINEKOTELETT AUF SAUER KRAUT Grísakótiletta með súrkáli eða WIENER SCHNITZEL Vinarsneið og SACHERTORTE Sacherterta eða APFELSTRUDEL Eplakaka Mataruerð er kr. 4.500.00. Matur framreiddur frá klukkan 19. Borðpantanir í símum 22321 og22322. Verið velkomin, HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.