Réttur


Réttur - 15.03.1935, Page 6

Réttur - 15.03.1935, Page 6
lindir hverrar þjóðar til þroskunar allra annarra. ís- lenzka burgeisastéttin tók þátt í þessari sköpun, og ísland varð allra landa mest upp á heimsmarkaðinn komið. — Nú hrynur heimsmarkaðurinn í rústir, og fyrir íslandi liggur að færast 2 aldir aftur í tímann, — ef auðvaldsskipulagið fær að haldast. Undir stjórn burgeisastéttarinnar hélt stóriðnaður- inn innreið sína 1 fiskiveiðar íslands með togurunum. Það var hennar atvinnulega hlutverk að bylta með þeim fiskiveiðunum. — Nú ryðga þeir og eyðileggjast og engir nýir koma í staðinn. Það var sögulegt hlutverk burgeisastéttarinnar að skapa stjórnarfarslegt sjálfstæði landsins. Og þó það aldrei yrði nema hálfkarað verk, eins og fyrr er frá skýrt, — þá er hún nú þó sjálf að rífa þetta litla sjálfstæði til grunna, þegar Englandsbanki er kom- inn í þá afstöðu, sem ríkisráð Dana áður hafði, þó dult fari. Og því er burgeisastéttin dauðadæmd stétt, sem nú brennir allt, sem hún áður hefir ,,tilbeðið“ og eyðir í logum kreppu sinnar öllu því, sem hún áður lét al- þýðuna upp byggja. Og haldist henni á völdunum á- fram, dregur hún alla þjóðina með sér í þann dauða, — eins og „ráð“ hennar nú þegar benda til. Fjörráð við alþýðuna — landráð við þjóðina. Inn á við sýnir nú burgeisastéttin alþýðu landsins álíka ást og bræðralag eins og svartidauði og móðu- harðindi áður hafa gert. Þegar atvinnuleysið er orðið hin geigvænlegasta plága, eykur auðvaldið á það, með því að leggja nið- ur atvinnubótavinnuna í Reykjavík. Þegar kaupið við smáútveginn vart nægir fyrir mat, og söluhorfur á fiskinum síversnandi, heldur auðvaldið hið fastasta við hlutaráðningu — og hlýtur til þess aðstoð og bless- un Alþýðuflokksforingjanna, — til þess að svifta með þessu sjómennina síðustu von um nokkurt kaup. Þeg- 6

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.