Réttur


Réttur - 15.03.1935, Side 11

Réttur - 15.03.1935, Side 11
hann krefst róttækrar, markvissrar samfylkingar í hagsmunabaráttunni. Verkalýður Akureyrar myndaði samfylkingu í tunnugerðar- og rafmagnsmálinu þrátt fyrir hindrunartilraunir Alþfl.foringjanna, verkalýð- ur Siglufjarðar, Sauðárkróks og Hafnarfjarðar sýnir sömu viðleitnina, og í höfuðvígi auðvaldsins, Reykja- vík, magnast samfylkingin í voldugustu félögunum og tekst hvað eftir annað í Dagsbrán. Á sama tíma skipu- legg'ur verkalýðurinn nýja hluta stéttarinnar, sem áð- ur voru ósamtaka, bílstjórar — einhverjir þrælkuðustu verkamennirnir — skapa félag í Reykjavík og á Akureyri og stórbætir kjör sín, vegavinnumenn rísa upp til bar- áttu, fyrsta verkfall gegn hlutaráðningu á síldveiðun- um er háð, verksmiðjufólkið myndar félagsskap — og iðnaðarverkamenn skapa sér stéttarsamband til að ■sameina baráttu sína án tillits til pólitískra skoðana. Einlægur samfylkingarvilji Kommúnistaflokksins framkvæmdur í hverju smáatriði í starfi verklýðsfélaga og bæja, gefur þúsundum verkamanna, sem sakir klofnings verklýðshreyfingarinnar höfðu tapað trúnni á kraft verkalýðsins, aftur hug til að herða baráttuna og hækka kröfurnar. — Samfylkingarandinn hefir mótað alla sókn íslenzka verkalýðsins síðasta árið og gert sundrungaröflum krataforingjanna erfiðara, þótt svo glæpsamleg tiltæki sem klofningurinn á sjómanna- félaginu í Vestmannaeyjum tækist að nokkru. Verklýðsbylting á íslandi. En nú ríður á að hefja alla þessa sókn og samfylk- ingarhreyfingu verkalýðsins upp á hærra stig og hraða henni að sama skapi. Lokun markaðanna á Ítalíu, Spáni og' Portúgal, yf- irdrottnunarstefna brezka bankaauðvaldsins, niður- skurður innflutnings — allt þetta hrun auðvaldsins á Islandi sýnir verkalýðnum og millistéttunum til sjáv- ar og sveita, að baráttan fyrir kauphækkun, betri lífs- kjörum, atvinnuleysistryggingum og atvinnu, verður 11

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.