Réttur


Réttur - 15.03.1935, Page 12

Réttur - 15.03.1935, Page 12
meir og meir að baráttunni um völdin í hendur verka- lýðsins og framkvæmd sósíalismans á íslandi. En það er ekki nóg, að burgeisastéttin hafi steypt öllu í kalda kol og virðist standa ráðþrota á rústum skipulags síns, því gersamlega ráðþrota er hún aldrei, svo lengi, sem alþýðan lætur sér lynda yfirráð hennar. En þegar atvinnuleysingjarnir láta ekki lengur bjóða sér aukningu atvinnuleysisins og svik um atvinnuleys- istryggingarnar, — þegar togarasjómenn láta sér ekki lynda helmings minnkun á vertíð þeirra — þegar hafn- arverkamenn ekki þola lengur, að vinnuhraðinn sé tvöfaldaður og stofni þeim daglega í lífshættu, — þegar hlutaráðningarsjómennirnir neita því að vera aðeins matvinnungar meðan þeir í lífshættu draga fiskinn, en eiga svo að svelta meðan auðvaldsskipu- lagið svignar undir þunga 20000 óseldra salfisks- tonna, — þegar bændurnir afþakka að bugast leng- ur undir 30 miljón króna skuldum og sjá markað sinn eyðileggjast ár frá ári, — þegar smáútvegsmennirnir beina baráttu sinni gegn arðráni fiskhringsins, olíu- hringsins og okraranna með salt, beitu og veiðarfæri, — og öll þessi barátta er háð með samstilltri samfylk- ingu undir forustu þess eina flokks, sem leitt hefir í hagsmunabaráttunni undanfarið, og vísar nú leiðina um hvert fara skuli, Kommúnistaflokksins, — þá er stund byltingarinnar slegin, runnið upp valdatímabil værka- lýðsins, þegar hann í bandalagi við allar fátækar og kúgaðar undir- og millistéttir byltir auðmannastétt- inni, afnemur eignarétt hennar á framleiðslutækjun- um, fær þau verkalýðnum í hendur og gerir hann þar með frjálsan, en afnemur um leið hringavaldið og bankaauðvaldið, sem nú þjakar smábændur, smá- útvegsmenn og millistéttir bæjanna. Hvað flytur verklýðsbyltingin alþýðu Islands? Verklýðsbyltingin á íslandi flytur fyrst af öllu verka- mannastéttinni — 50 þúsund verkamönnum og fjöl- 12

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.