Réttur


Réttur - 15.03.1935, Page 17

Réttur - 15.03.1935, Page 17
unum á flotabúnaði sínum í samanburði við Banda- ríkin. Nú hefir heimsástandið tekið þeim breytingum, að Japanir þykjast þess um komnir að segja upp þessum nauðungarsamningum. Raunar eru samningarnir í gildi tvö ár frá uppsagnardegi. En þeir, sem þekkja hina japönsku utanríkispólitík síðari ára, geta gert sér í hugarlund, hvað slíkt formsatriði muni hafa að þýða. Japanjr hafa þegar þverbrotið Washington- ákvæðin í ýmsum atriðum. Og þeir munu auka flota sinn, eins og engin slík ákvæði væru í gildi. En Stóra-Bretland glottir við tönn. Bandaríkin eru þess hættulegasti keppinautur á heimshöfunum. Bret- landi er ekki fjarri skapi, að Japan geti orðið hern- aðarlegur jafnoki Bandaríkjanna. Og bak við þetta glott vakir sá framtíðardraumur, að þessi tvö ríki megi eyðileggja hvort annað í blóðugri styrjöld, en brezki hrægammurinn svífa einráður yfir valnum. Vígbúnaður Þýzkalands löggiltur. Allur heimurinn veit, að Hitlers-Þýzkaland vígbýst, eins og enginn Versailles-sáttmáli væri til. Það er víst, að Þjóðverjar geta á skömmum tíma vopnað öflugan landher, að þeir eiga þegar ógrynni brynvagna og stríðs- flugvéla, og að þeir eru byrgari af eiturgasi en flestir aðrir. Þetta eru staðreyndir, sem Vesturevrópustórveld- in urðu að taka afstöðu til. Frakkar fara nærri um, hvert þessum drápstækjum muni verða stefnt, og Bret- land myndi að minnsta kosti vilja beina þeim úr vestur- átt, og þá helzt í austur. Fyrst og fremst til að taka afstöðu til þessara mála, heimsóttu frönsku ráðherrarnir Flandin og Laval þá MacDonald, Baldwin og Simon í London um mánaða- mótin janúar—febrúar. Það, sem fram fór á þessum fundi, gefur nokkra inn- sýn í þann lævi spunna klækjavef, sem nú á dögum er uppistaðan í milliríkjapólitík auðvaldsríkjanna. Bret- 17

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.