Réttur


Réttur - 15.03.1935, Qupperneq 21

Réttur - 15.03.1935, Qupperneq 21
hefir skotið fasismanum skelk í bringu. Hann sér, að ekki er seinna vænna. Ef ekki tekst að skapa hernað- arbandalag gegn Sovétríkjunum alveg á næstunni, þá mun efnalegur og siðferðislegur máttur þeirra innan skamms hafa náð því stigi, að vonlaust verður um allar árásir. Þess vegna er nú baráttan gegn stríðshættunni og fyrir vernd Sovétlýðveldanna eitt af aðal-dagskrár- málum verkalýðsins. En stríð og íasismi eru skyld hugtök, svo skyld, að baráttan gegn stríðshættunni verður ekki háð nema í nánasta sambandi við barátt- una gegn sjálfum fasismanum. B. Fr. Á lelð fil sléitlausa þjóðfélag'sins. Eftir Hauk Björnsson. Níutíu milljónir manna gengu á kjörstað. Tvö þús- und fulltrúar voru kosnir. Tvö þúsund verkamenn og samyrkjubændur, sem höfðu skapað sér álit stétta- systkina sinna, — ekki með kosningabrellum, ekki með loforðum, sem síðan átti að svíkja, heldur eftir þeim mælikvarða einum, hverjir væru hinir ötulustu og áhugasömustu úr hópi stéttarinnar við uppbygg- ingarstarf sósíalismans. Nú er þingi þeirra, 7. sovétþinginu, nýlokið. Það var þing sigurvegaranna. Eitt orð hljómaði í öllum ræðum fulltrúanna: sósíalismi. Sósíalisminn hefir sigrað! Sósíalisminn ríkir i Sovétríkjunum! 1 þessu landi, þar sem fyrir byltinguna lifðu 22 milljónir : mannar á vinnu annarra, hefir boðorð hins 21

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.