Réttur


Réttur - 15.03.1935, Page 30

Réttur - 15.03.1935, Page 30
sömu ástæðum eru aðrir misbrestir sögunnar. Hinn rómantiski skaphiti er það fyrst og fremst, sem gefur máli og stíl höfundarins sinn sterka blæ með stóryrðum og sáryrðum. Af móðgun fyrir fegurðina, sem hann elsk- aði, varpar hann með kaldranalegum gusti fram særandi smekkleysum um hluti, sem hann rís móti, en er ekki hættur að elska. Hann er ennþá svo háður þeim veru- leika, er hann hefir gert uppreisn móti, hann stendur ennþá svo mitt í eldinum, að hann vantar yfirlit um það efni, er hann vill móta. Þó að uppreisn hans sé vakin,, heit og æst, þá er þróun hans til félagslegs skilnings ekki orðin svo raunhæf, að skáldið eigi skýra sjón um samhengi og félagsleg rök. Þess vegna hlaut einnig að bregðast, að sagan yrði iistræn heild. Það er af engum skilningi sprottið, heldur pólitiskri illkvittni, er menn vilja kenna kommúnistiskum skoðunum höfundarins um smekkleysur og galla sögunnar. Slíkt eru tímamóta-ein- kenni og bera einmitt vitni þess, að skáldið hefir ekki unnið sig fram til kommúnistisks öryggis. Fullgildur kommúnisti lætur ekki orð sín litast svo af tilfinning- um. Hjá honum er hiti tilfinninganna runninn saman við köld rök skynseminnar. Og sízt bregst honum sjón á samhengi og heildarmyndum lífs og veruleika. Sökum sinna raunhæfu sjónarmiða eru það kommúnistarnir einir, sem lýst geta veruleikanum á sannan og hlutlaus- an hátt. Aðrir verða að dylja eða ganga duldir sannleik- ans um hlutina. Því er það kommúnistanna, að skapa listaverkin, sem fela sannleikann í sér. Eg get ekki rökstutt þetta frekar hér, heldur aðeins varpað þessu fram til þeirra, sem alls staðar eru að belgja sig upp með það, að skáldin þurfi að vera ,,frjáls“ og ,,óháð“ og „hlutlaus“, og því um fram allt ekki kommúnistar. Misbrestirnir á sögu Jóhannesar stafa síður en svo af kommúnistiskum skoðunum, heldur af annmörkum hins gamla tíma, sem svo djúpt voru greyptir í vitund skálds- ins, að þeir vörnuðu því þess að hafa tileinkað sér sjón- armið kommúnismans í nógu ríkum mæli. 30

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.