Réttur


Réttur - 15.03.1935, Side 31

Réttur - 15.03.1935, Side 31
Gallar sögunnar eru tímamótaeinkenni í þróun þjóð- félagsins og skáldsins sjálfs. Sagan sýnir, að skáldinu- hefir ekki tekizt að uppræta í sér allt það gamla, og þá ekki heldur að vaxa fullkomlega yfir til hins nýja. En það er líka ljóst af sögunni, að ekki er nema um eina leið fyrir skáldið að velja: leiðina fram á við, til fylgd- ar verklýðsstéttarinnar í byltingarsinnaðri baráttu hennar. í fylgd með henni á hann alla framtíð sína og sigurvon. Það er eina leið hans til samræmis og full- komnunar í list sinni, og jafnframt eðlisnauðsyn hans. Af sannleiksást, einurð og fyllstu einlægni hefir hann þegar kosið sér þessa leið. Hann hefir þegar skipað sér í lið með verkalýðnum og ort honum hvella byltingar- söngva og þar með gefið lífi sínu og list innihald og til- gang. Líf hans og list eru þegar tengd verklýðsstétt- inni og verða ekki frá henni slitin. Skáldið hefir sparkað fyrir borð sínum borgaralega veg, í kaldri vitneskju þess, að auðvaldið og stimamjúkir þjónar þess neituðu honum um öll efnahagsleg skilyrði til lífsins. Styrk fær hann engan, ekki af því, að hann sé minna skáld en þeir, sem launin fá, heldur af hinu, að valdhafarnir vita um hina einurðarríku fylgd hans við verkalýðinn. Skáldi hins byltingarsinnaða verkalýðs ber sama hlutskipti og honum: atvinnuleysi og sultur. Þetta er eftir af dýrkun hinnar frjálsbornu borgarastéttar á andlegum verð- mætum. BÆKVR. i. Heinz Liepmann: Fedrelandet. Fram P'orlag. Oslo 1934. Höfundur þessarar skáldsögu er þýzkur Gyðingur, sem flúði frá Þýzkalandi, eftir að honum haf ði verið misþyrmt á grimmi- legasta hátt af nazistum. Liep- mann hafði þó eigi tekið þátt í stjórnmálum. Hann var mjög þekktur rithöfundur í Þýzka- landi, þá er almennileg skáld þrifust þar, en þegar nazistar náðu völdum, var hann ofsótt- ur, eins og aðrir góðir menn. Þessa bók sína tileinkar hann þýzkum Gyðingum, sem vegna 31

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.