Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2002, Side 132

Andvari - 01.01.2002, Side 132
130 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI jafn „lauslát“ og gleðikona - eða öllu heldur getur hvorug talist lauslát. Síð- an bætir organistinn við: „Það er ekki til önnur kynferðisleg öfughneigð en einlífi“ (27). Vísar hann síðan til kirkjufeðra, þar á meðal heilags Benedikts sem hafi kastað sér nöktum í netlurunna til að svala kynferðishvötinni. Enn snúast róttækar skoðanir organistans á kynlífi upp í ádeilu á kirkjuna, hinn opinbera siðgæðisvörð seinustu alda. Organistinn talar alltaf um kynlíf á almennum nótum en er nálægt sögu- lokum sagður „hann sem var í raun réttri manna fjærstur konum, og þó sá einn manna þar sem kvenmaður á athvarf að leikslokum" (219). Peter Hall- berg hefur bent á að í fyrsta uppkasti að sögunni er organistinn sagður „kyn- villíngur“ en það er nú horfið af yfirborði sögunnar. Tengir Hallberg þá þró- un við þá ákvörðun Halldórs Laxness að tengja organistann Erlendi í Unu- húsi.11 Organistinn er eftir sem áður hálfgerður öfuguggi en sú öfughneigð er fyrst og fremst hugmyndaleg. Organistinn hefur ekki einvörðungu róttækar skoðanir á kynlífi heldur fjölskyldunni yfirleitt, eins og sést á eftirfarandi fullyrðingu: Sumir halda að það fari illa fyrir börnum ef þau missa móður sína, en það er mis- skilníngur. Jafnvel þó þau missi föður sinn gerir þeim það ekkert til. Hér er kaffi. (25) Þessi fullyrðing gengur aftur í upphafi Brekkukotsannáls og er þar þó orðin enn ýktari.12 Útgáfa organistans er býsna róttæk samt. Ef böm þurfa ekki á foreldrum sínum að halda - sem er nú kannski ekki beinlínis það sem organ- istinn er að segja - merkir það að fjölskyldan sé óþörf, eða kannski að fleiri fjölskylduform séu nauðsynleg. Síðar í sögunni kemur á daginn að organist- inn er sonur einstæðrar barnungrar móður og sér ekkert athugavert við það (122-23). í samfélaginu sem lýst er í Atómstöðinni er deilt um vöggustofu fyrir börn vinnandi mæðra og margt annað sem núna myndi seint teljast sið- laust. Frú Árland kallar vöggustofuna bæði kommúnisma og stuðning við „ólifnað“ (97). Organistinn er þó í raun mun róttækari en kommúnistarnir sem eru að berjast fyrir vöggustofu. Hann hefur efasemdir um mikilvægi fjölskyldunnar sem haldast í hendur við hugmyndir hans um lauslæti og ádeilu hans á lútersku kirkjuna, siðgæðisvörð samfélagsins. í fyrsta sinn sem organistinn birtist í sögunni setur hann þannig fram fjöl- margar róttækar fullyrðingar um lúterstrú, lauslæti, veikindi og fjölskyldulíf. Hugmyndir hans koma Uglu í opna skjöldu enda virðast þær alveg á skjön við hefðbundið siðferði. Þó að organistinn sé kyrrsetumaður er orðræða hans hvöss og ágeng. Þannig er organistinn í raun alls ekki passífur, þó að hann hreyfi sig nánast aldrei úr húsi í Atómstöðinni. Hann er ekki heldur sá heil- agi, hreinlífi og góðviljaði maður sem ýmsir lesendur sögunnar hafa fallið svo flatir fyrir að þeir taka varla eftir því hversu stórhættulegur hann er.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.