Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 71

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 71
JÓN TORFI JÓNASSON deildir grunnskóla. Að auki eru sýndar meðaleinkunnir hvers hóps úr samræmd- um prófum grunnskóla. Innan skólanna er svo notuð ofangreind skipting á brautir eftir því sem við verður komið. Undirstrikuð eru þau brautskráningarhlutföll sem vænta má að séu hæst miðað við eðli skólans. Síðasti dálkurinn sýnir einnig hve erfitt er að bera saman árangur hópanna eða námsferil í skólunum vegna þess hve kunnátta nemenda (eða náms- geta) í þessum hópum er ólík þegar þeir koma inn í skólana. Samt sem áður er athyglisvert að sjá hve ólík þessi hlutföll eru, en þó einkum hve lág þau eru, nema ef vera skyldi hjá þeim sem innrita sig í menntaskólana. En þar er líka hópurinn sem á auðveldast með bóknám samkvæmt niðurstöðum samræmdu prófanna. UM FLUTNING Talið er að nemandi hafi flutt sig af einni braut á aðra ef hann hefur verið skráður á þær báðar. Flutningur í háskóla eða skóla á mörkum háskólastigsins (sem krefjast tiltekins náms úr framhaldsskóla) er ekki talinn hér með. Margs konar skilgreiningavandamál skjóta upp kollinum þegar setja þarf mæli- kvarða á flutning. Það er þess vegna svolítið erfitt að meta flutning í skólakerfinu, eða öllu heldur að skilgreina hvað á að telja þar með. í sumum skólum flyst fólk á milli brauta án þess að vera að færa sig til í kerfinu.9 Sumir þurfa að skipta um skóla þótt þeir færi sig ekki til í kerfinu.10 Oftast er hægt að álykta sem svo að þeir nem- endur, sem hafi einhverjar einingar metnar, hafi flutt sig en það er ekki alltaf svo, meðal annars ekki í síðara dæminu sem að ofan er nefnt. Auk þess er hægt að flytja sig á milli ólíkra brauta án þess að haft sé fyrir því að meta einingar formlega ef það er gert innan sama skóla. Af þeim, sem skráðir eru í framhaldsskóla, hafa um 17% flutt sig á milli brautar- flokka samkvæmt þeirri flokkun sem hér er notuð.'1 Þetta virðist ekki há tala þegar haft er í huga að brautakerfið átti að auðvelda flutninga og stórir hópar hverfa frá námi án þess að ljúka því á eðlilegum tíma, hugsanlega vegna þess að þeir hafi ekki fundið nám við hæfi (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992:43, Tafla 4.1). Þegar leitað er að mynstri í flutningum má athuga hvort nemendur flytji sig á einhverjum ákveðnum tíma, t.d. snemma í námi eða seint í námi. Um 90% nemenda skrá sig á svipuðum tíma í framhaldsskóla (haustin 1985 og 1986), en ekki er að sjá að um einhverja „fardaga" sé að ræða.12 Flutningarnir dreifast nokkuð jafnt á þau ár sem upplýsingar voru til um. En það er forvitnilegt, í Ijósi þess sem rætt var í upphafi þessarar greinar, að athuga hve mörgum einingum fólk hefur að jafnaði 9 í sumum bóknámsskólum skipta brautir um nafn á milli ára, t.d. í Menntaskólanum í Reykjavík, og stundum geta tveir nemendur, sem fara nákvæmlega sömu leið í gegnum framhaldsskóla, verið skráðir á ólíkar brautir í upphafi án þess að það merkist á námsvali þeirra. 10 Nemendur í iðnnámi þurfa stundum að færa sig á milli skóla til þess að geta haldið áfram námi í tiltekinni iðn- grein, einkum vegna þess að framhaldsdeildir eru ekki til í öllum skólum. 11 Af þeim 3397, sem skráðu sig í framhaldsskóla (sjá Töflu 1), hafa 582 (17,1%) verið skráðir á meira en einn flokk brauta, en 2815 (82,9%) aðeins á einn flokk. 12 Árið 1987 flytja 3,5% sig, næsta ár 3,0%, þá 3,3% og 1990 3,8%. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.