Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 13
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR barna á tilteknum aldri, eða eru þroskamynstrin einstaklingsbundin? Að hve miklu leyti er þróun þeirra háð almennum vitsmunaþroska? Hvers konar reynsla nýtist börnum í mótun hugtaka sem þessara? Hver er t.d. hlutur upplýsinga sem þau fá í gegnum tungumálið og samskipti við samferðamenn sína? í þessari grein verður fjallað um hluta af stærri rannsókn sem beindist að skiln- ingi íslenskra og danskra barna á föður- og ættarnafnakerfunum sem þau búa við, sem og þróun skilnings þeirra á orðum og hugtökum um fjölskylduvensl á aldrin- um 3/4-8/9 ára (Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1989; 1990). Athyglinni verður að þessu sinni beint að skilningi barna á venslunum að eiga pabba og að eiga mömmu og einnig verður venslunum að eiga bróður og að eiga systur gefinn gaumur. Leitað verð- ur svara við spurningunum hér að ofan, og jafnframt reynt að fylla í ýmsar eyður sem fyrri rannsóknir á þessu sviði hafa skilið eftir. TILGÁTUR OG TENGSL VIÐ FYRRI RANNSÓKNIR Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að enda þótt börn hafa einhverja vísa að hugtökum um fjölskylduvensl á unga aldri, líða mörg ár áður en þau eru fullmótuð. Lengi framan af eru hugtökin mjög hlutbundin og gjarnan tengd ákveðnum persónum. Það er ekki fyrr en á skólaárum sem börn virðast skilja að um afstæð venslahugtök er að ræða (Benson og Anglin 1987; Elkind 1962; Haviland og Clark 1974; Piaget 1947/1924). Flestar þessar rannsóknir byggjast á skilgreiningum barna á hugtökum. Skil- greiningar eru erfitt viðfangsefni ungum börnum, og getur beinlínis orkað tvímælis hvort þær afhjúpa þekkingu barnanna á því hugtaki sem um ræðir eða hvort svör barnanna endurspegla fyrst og fremst hæfni þeirra til að setja saman skilgreiningu (Litowitz 1977), getu til að fást við orð án þess að þau tengist einhverju hlutstæðu og skiljanlegu samhengi (Cole og Cole 1989), eða eitthvað enn annað (sjá t.d. Bryant 1990). I rannsókn minni beitti ég aðferð sem er börnum nærtækari (sjá nánar í kafla um aðferðir hér á eftir). Byrjað var á heimavelli hvers barns fyrir sig, þar sem ég átti von á að finna fyrstu vísa að hugtökum á þessu sviði, og spurt um vensl barnsins við eigin fjölskyldu. Síðan voru færðar út kvíarnar og kannað hvernig hugtökin eru yfirfærð á annað skyldfólk og loks vandalausa. Mín tilgáta var sú, að 3-4 ára börn hafi einhvern skilning á hugtökunum mamma, pabbi, bróðir og systir. Hann sé þó tak- markaður framan af, og ekki megi gera ráð fyrir að börn hafi náð fullu valdi á þeim fyrr en um 8-9 ára aldur. Ég átti einnig von á því að greina megi sameiginleg ein- kenni, eða þrep, í þróun þessara hugtaka, sem tengist aldri barnanna og víðtækari vitsmunaþroska þeirra. Flestir fræðimenn, sem fjallað hafa um frændsemishugtök barna, líta svo á að félagslegur skilningur, eins og hann birtist í getu barnsins til að setja sig í spor ann- arra, sé mikilvægur þáttur í þróun þessara hugtaka (Greenfield og Childs 1977). Enn hefur þó ekki verið kannað kerfisbundið hvort tengsl eru þarna á milli. Ég gerði ráð fyrir að þróun skilnings barna á fjölskylduvenslunum fylgi ákveðinni stefnu, sem endurspegli getu barnsins til að setja sig í spor fólks í vaxandi fjarlægð frá sjónarhóli þess sjálfs. Venslin að eiga pabba og mömmu og að eiga bróður og systur séu 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.