Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 99

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 99
GUÐMUNDUR B. ARNKELSSON sérhæfi prófsins alls og var áreiðanleiki þess metinn á grundvelli fylgni milli ein- stakra prófhluta en sérhæfi kannað gagnvart einstökum prófhlutum stærðfræði- prófsins. Sérhæfi stærðfræðiprófsins í heild var metið á svipaðan hátt, það er áreið- anleiki á grundvelli niðurstöðutalna einstakra blaðsíðna og sérhæfi gagnvart próf- hlutum íslenskuprófsins. Notuð var aðfallsgreining (regression analysis) til að meta það hlutfall af dreifingu prófhluta sem var sameiginlegt öðrum prófhlutum. Eins og áður var daglegt líf ekki tekið með í þessa úrvinnslu, nema þegar meta átti sérhæfi þess. Tafla 6 gefur til kynna niðurstöður aðfallsgreininganna og áætlað sérhæfi prófhlutanna. Sérhæfi einstakra prófhluta í stærðfræði var mjög lítið, þrátt fyrir viðunandi eða mikinn áreiðanleika prófhlutanna. Kjarni 2 skar sig þó úr með nánast ekkert sérhæfi. Sérhæfi heildareinkunna í stærðfræði og íslensku var heldur meira en sérhæfi einstakra prófhluta í stærðfræði, en þó tæpast viðunandi. UMRÆÐA Tveir þættir liggja til grundvallar samræmdum einkunnum og skólaeinkunnum. Annars vegar er tungumálaþáttur sem felur í sér einkunnir í íslensku og erlendum tungumálum og hins vegar stærðfræðiþáttur sem felur í sér stærðfræðieinkunnir. Sömu þættir koma fram hjá börnum fæddum 1969 og þeim sem tóku samræmd próf vorið 1991. í fyrra gagnasafninu tengjast samræmdar íslenskueinkunnir stærð- fræðiþættinum tiltölulega náið, en þó eru tengslin meiri við tungumálaþáttinn. Skólaeinkunn í íslensku tengist jafnt báðum þáttum. Vorið 1991 skipa íslenskuein- kunnir sér hins vegar tryggilega í flokk tungumálaeinkunna og tengjast lítið við stærðfræðiþáttinn. Vorið 1991 voru engin samræmd próf haldin í ensku og dönsku, en engu að síður breyttist afstaða skólaeinkunna í þessum greinum ekkert gagnvart öðrum einkunnum frá því sem var hjá 1969-árganginum. I báðum gagnasöfnum voru mikil tengsl milli þáttanna tveggja og u.þ.b. helm- ingur dreifingarinnar sameiginlegur. Þessi tengsl þáttanna gefa til kynna að einn yfirþáttur sé þáttunum sameiginlegur og liggi þannig til grundvallar einkunnum í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku við lok grunnskóla. Þættirnir tveir eru þann- ig annars vegar sérhæfur tungumálaþáttur og hins vegar sérhæfur stærðfræðiþátt- ur sem tengjast innbyrðis vegna tilvistar yfirþáttarins. Tengsl einkunna við þessa tvo sérhæfu þætti eru svipuð frá einum tíma til aimars að íslenskueinkunnum undan- teknum. Þáttabygging samræmdra einkunna er í samræmi við niðurstöður Sigríðar Val- geirsdóttur o.fl. (1988). Hér er aðferðafræðin önnur og byggt á fjölbreyttari upplýs- ingum um einkunnir við lok grunnskóla. Heildarniðurstaðan er þó sú sama: Sam- ræmdar einkunnir mæla að mestu leyti mjög almenna námsfærni af því tagi sem mælist á greindarprófum, sem skiptist í tvo náskylda sérhæfa þætti eins og fyrr greindi. Niðurstöðurnar eru ekki fyllilega sambærilegar við niðurstöður Gerðar G. Ósk- arsdóttir (1992). Hún gerði ráð fyrir tveimur óháðum þáttum, en niðurstöður þess- arar athugunar gefa til kynna tvo tengda (háða) þætti og einn sameiginlegan yfir- þátt sem liggi að baki öllum samræmdum einkunnum. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.