Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 27

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 27
____________________________________________ HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR Hins vegar studdu niðurstöður þessarar rannsóknar ekki tilgátu mína um áhrifamátt tungumálsins í hugtakamótun. Þótt dönsk börn noti og heyri í daglegu máli orð, sem á gegnsæjan hátt veita upplýsingar um mikilvæg fjölskylduvensl, átta þau sig ekki nærri strax á merkingu þeirra. Svo virðist sem börnum nýtist ekki upplýsingar um fjölskylduvensl sem þeim eru tiltækar í móðurmálinu, a.m.k. ekki fyrr en um eða eftir sex til sjö ára aldur. Sama kom raunar í ljós þegar athuguð var notkun íslensku barnanna á munnlegum upplýsingum um hugtökin dóttir og sonur sem fólgnar eru í föðurnafnakerfi okkar og spurningum sem tengjast því (sjá Hrafn- hildur R. 1989,1990). Ég hlýt því að draga þá ályktun af niðurstöðum þessarar rann- sóknar að tungumálið eitt og sér sé ekki veigamikill áhrifavaldur í þróun hugtaka um fjölskylduvensl. Þessar niðurstöður eru allar mjög í samræmi við kenningar Piagets og vitrænu samvirknistefnunnar um tengsl máls og hugsunar, stefnu vitsmunaþroska og þró- un rökhugsunar. En þar með er ekki alveg öll sagan sögð, því jafnvel þótt vitsmuna- þroskinn sé greinilega mikilvægt hreyfiafl hugtakaþróunar á þessu sviði, getur hann ekki verið hér einn að verki. Ef svo væri, ættu íslensku börnin að standa jafn- fætis dönsku börnunum, en eins og fram hefur komið höfðu þau forskot í öllum svörum varðandi vensl í eigin fjölskyldu. í leit að skýringum á þessum óvæntu niðurstöðum er ómaksins vert að fara í smiðju til þeirra sem fetað hafa í fótspor Vygotskys og þróað samvirknistefnuna inn á nýjar brautir á seinni árum. Eins og kunnugt er lagði Piaget áherslu á það í kenn- ingum sínum að einstaklingurinn byggi upp þekkingu sína og skilning í víxlverk- andi samskiptum við bæði efnislegt og félagslegt umhverfi sitt. Rannsóknir hans sjálfs og skýringar snerust þó að langmestu leyti um þær breytingar sem verða innra með barninu fyrir áhrif frá efnislegu umhverfi þess, og á stundum virðist hann í raun ætla félagslegum samskiptum barnsins og áhrifum frá öðru fólki lítið rúm. A undanförnum áratugum hafa þróunarsálfræðingar hins vegar beint rannsóknum sínum kerfisbundið að því félagslega og menningarlega samhengi sem börn vaxa upp í og hvernig það mótar og hefur áhrif á þroska þeirra. í niðurstöðum mínum eru ýmis teikn um það að aðstæður barnanna og reynsla, í víðtækum skilningi, hafi áhrif á próun frændsemishugtaka, þó að þær upplýsingar sem börnin fá beinlínis í gegnum tungu- málið skipti ekki sköpum. íslensk börn alast upp í litlu og einlitu samfélagi þar sem mikil áhersla er lögð á fjölskylduvensl, og umræður um þau svífa alls staðar yfir vötnunum. Raunar má styðja það tölulegum upplýsingum úr þessari rannsókn að íslensk börn séu í tíðari tengslum við stórfjölskyldu sína en danskir jafnaldrar þeirra. Samkvæmt upplýsingum foreldra barnanna í úrtakinu hitta íslensk börn afa sína og ömmur, sem og föður- og móðursystkini oftar en dönsk börn. Munurinn er raunar svo mikill að hann mælist tölfræðilega marktækur.15 íslenska föðurnafna- kerfið gerir það líka að verkum að sífellt er verið að rekja ættir og staðsetja unga sem aldna í ættartrjám. Þessi sérstaða gerir þetta hugtakasvið sjálfsagt nærtækara ís- 15 Á eyðublaðinu sem foreldrar barnanna í úrtakinu fylltu út (sjá einnig neðanmálsgreinar nr. 1 og 2 ) voru þeir m.a. beðnir um að meta hversu oft barnið hitti hvern ættingja um sig með því að krossa við einn fjögurra val- kosta. Börnunum voru síðan gefin stig eftir tíðni samskiptanna. Meðalstigafjöldi íslensku barnanna (4, 6 og 8 ára) var 8,94 stig, meðalfjöldi dönsku barnanna 6,84 stig. T=-5,39, DF:117; p < 0,005. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.