Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 123

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 123
ÞORSTEINN HJARTARSON sumra héraða þvílík að margar milljónir barna komast ekki í skóla. Auk þess er heil- brigðisþjónusta nánast engin í þeim héruðum. Þótt nemendur systurskólans Bed- kuvador séu aðeins 265 lýsir hluti kínverskrar dæmisögu þeirri hugsun sem er grunnur systurskólaverkefnis okkar auk margra annarra. Margir litlir hlutir, gerðir á mörgum litlum stöðum ' af mörgu litlu fólki, munu breyta ásýnd heimsins. (Sandin o.fl. 1988:35 - þýðing greinarhöfundar) KOSTIR SYSTURSKÓLASTARFS Kostir systurskólastarfs eru ótvíræðir. Ef verkefnið er vel afmarkað er peningunum vel varið og tryggt er að hver króna renni til systurskólans. Það er t.a.m. nauðsyn- legt að indverski systurskólinn velji og skilgreini verkefnið. Systurskólaverkefni er einnig jákvætt fyrir starfsandann í skólanum okkar. Það kallar oft á uppbyggilegar samræður nemenda og kennara og vinnur gegn fordómum í garð þeirra sem búa í þróunarlöndum, þar sem nemendur eru komnir í persónulegt samband við börn þar. Verkefnið gefur tilefni til að nemendur verða stoltir af eigin verkum. Skólinn er allt í einu farinn að hafa áhrif á gang mála í framandi landi. Þannig stuðlar skóla- starfið sjálfkrafa að meiri fræðslu um þróunarlönd og andstæður auðs og fátæktar á jörðinni verða nánast áþreifanlegar. Loks er systurskólaverkefni skemmtilegt fyrir nemendur og kennara, m.a. vegna þess að upplýsingar um árangur verkefnisins berast til okkar. ALÞJÓÐLEG ÁBYRGÐ KENNARA OG NEMENDA Á tímum sívaxandi fjölmiðlunar, alþjóðlegra samskipta og viðskipta verður hlut- verk kennara og annarra uppalenda enn mikilvægara. Það þarf að leggja meiri áherslu á umfjöllun um íslenska menningu án þess að það leiði til hleypidóma gagnvart öðrum þjóðum. Það getur verið vandasamt því jafnframt þarf að efla alþjóðlegan hugsunarhátt nemenda. Skólafólk má ekki falla í þá gryfju að vera hlut- lausir áhorfendur. Við höfum frekar þörf fyrir virka gerendur í alþjóðlegu sam- starfi. Við skiljum betur en áður að allt er öðru háð. Sérhver maður er háður náttúr- unni og þjóðir heims eru hver annarri háðar. Þetta ættu nemendur Brautarholts- skóla að þekkja vel í dag vegna samskiptanna við systurskólann á Indlandi. Það er ánægjulegt að nemendur í grunnskóla á íslandi geti aðstoðað fátækan skóla í þró- unarlandi við að bæta vatnsból sitt, en skortur á hreinu vatni er talin vera bein orsök 80% allra sjúkdómstilfella í þróunarlöndum. Loks getur samstarf við framandi þjóðir stuðlað að friðvænlegri veröld. Ef mannkynið ætlar ekki að falla á skynsemis- prófinu þarf að rækta með börnum aukna ábyrgðartilfinningu gagnvart ýmsum sammannlegum þáttum, s.s. friði og samstöðu fólks, kynþátta, kynja og þjóða. 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.