Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 130

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 130
BREYTILEG SJÓNARMIÐ OG AÐFERÐIR VIÐ SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU SKÓLA í 30 ÁR Á því tímabili sem um hefur verið rætt voru ný sjónarmið og áherslubreytingar að gera vart við sig. Einnig varð töluverð breyting á starfseminni hér á landi, eink- um í þá átt að tengsl við skólana jukust, viðvera var þar meiri, sálfræðingurinn kom inn í kennslustundir til að kynnast af eigin raun einstökum nemendum og sam- skiptum í bekknum. Skólaþroskaprófanir og afskipti af byrjendum sem ekki virtust skólaþroska færðu starfið líka meira inn í skólana, sömuleiðis uppbygging sér- kennslunnar sem sálfræðingar áttu mikinn þátt í, með afskiptum sínum og umræð- um um hlutina, auk athugana á nemendum sem þarna komu við sögu. Við höfðum reynt að fylgjast allvel með því sem var að gerast á sviði sálfræði- þjónustu í nágrannalöndum okkar, einkum Noregi og Danmörku, með því að sækja ráðstefnur og fara í kynnisferðir. Þær breytingar sem þar urðu voru okkur því vel kunnar, en svigrúm til að breyta og taka upp fjölbreyttari starfshætti hér var mjög lítið vegna mannfæðar. Eftir að deildirnar í Reykjavík urðu þrjár, fjölgaði starfsfólki og ungir menn komu með nýjar hugmyndir og vildu byggja upp betri þjónustu. Ný viðhorf urðu því töluvert áberandi um miðjan áttunda áratuginn. Mér virðist þetta megi greina í fimm þætti. í fyrsta lagi var lögð áhersla á meiri viðveru í skólum og tengsl við starfslið þar, sálfræðingarnir áttu ekki aðeins að sitja á skrifstofu sinni, greina sjúkleika barna og vandkvæði, og gefa hinum stritandi kennurum holl ráð sem e.t.v. var lítill kostur á að framkvæma. En oft var því haldið fram að sérfræðingana skorti kunnugleika á hinum eiginlega vettvangi námsins í skólanum í öðru lagi var meiri áhugi á nýtingu félagssálfræðilegra aðferða, t.d. með því að kanna tengsl nemenda í bekknum og afstöðu þeirra til skóla og sjálfra sín, með- höndla nemendur í hópum eða jafnvel heila bekki. í þriðja lagi var notkun sálfræðilegra prófa gagnrýnd og sumir gengu svo langt að telja þau vera til ills eins með því að þau settu stimpil eða merkimiða á nemanda um hvað að honum væri. Slíkt gæti orðið honum fjötur um fót en yrði ekki að neinu liði við það að leysa vanda hans. Þess vegna notuðu sumir alls ekki slík próf og held ég að mikið hafi dregið úr notkun prófa um þessar mundir. Þetta skýrir e.t.v. að ekkert var gert á komandi árum í þá átt að endurstaðla próf á íslandi, þar sem svo margir sálfræðingar voru þeim mótfallnir. Þetta var bylgja sem gekk yfir í mörgum löndum, en hér á landi höfðu próf efalaust verið minna notuð en víða annars staðar. f fjórða lagi, og tengt því síðastnefnda, var leitast við að hefja aðgerðir strax til að bæta úr eða leysa vanda nemandans í stað þess að eyða tíma í forkannanir og greiningu. Með auknu starfsliði var að miklu leyti hægt að komast hjá biðlistum og var því meira svigrúm til að hefja stuðningsaðgerðir strax. Þetta skyldi gert með nánari samvinnu sérfræðings og kennara. Þegar sérfræðingur var í skólanum og kynntist nemendum á staðnum, en ekki við rannsókn á skrifstofu sinni, gat hann strax verið samverkamaður kennarans í að breyta kennsluháttum, finna nemandan- um námsefni við hæfi og stuðla að úrbótum á samskiptaerfiðleikum í skólanum svo að dæmi séu nefnd. Þetta hafði að vísu alltaf verið gert að einhverju leyti, en var nú gert að aðalatriði. Liður í þessum breytingum var samskipan, það að hafa ólíka 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.