Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 57

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 57
BÖRKUR HANSEN mun. Sá þáttur sem stóð upp úr og skýrði best muninn milli skólanna var hin félags- lega innri gerð sérhvers skóla - þ.e. viðhorf og fræðilegar áherslur kennara, einurð þeirra við kennslu og hvernig þeir umgengust og umbunuðu nemendum fyrir unn- in störf. Ef þessi atriði spiluðu saman og mynduðu „ethos," sem er einskonar yfir- bragð eða bragur í starfi hverrar skólastofnunar, töluðu Rutter og samstarfsmenn hans um það sem ákveðinn stofnanabrag eða gildisvenjur (Rutter o.fl. 1979:177- 179). Það voru því ekki einstakir þættir eins og menntun kennara, vinnuaðstaða eða félagsleg staða nemenda sem skiptu mestu máli um skilvirkni skóla. Með öðrum orðum má segja að þessar niðurstöður undirstriki að metnaðarfull og „fagleg" vinnubrögð hafi einkennt þá stofnanamenningu sem leiddi til mestrar skilvirkni í skólastarfinu. Ætla má að helsta skýringin á því hvers vegna Rutter og félagar not- uðu í þessari rannsókn orðið „ethos" eða gildisvenjur en ekki „culture" eða menn- ingu sé fyrst og fremst sú að á þessum tíma var hugtakið stofnanamenning tiltölu- lega nýtt af nálinni. Það var einmitt í byrjun áttunda áratugarins sem hugtakið var að festast í sessi í umfjöllun um menntastofnanir (Owens 1987). Á svipuðum tíma og Rutter og félagar luku við rannsókn sína var mikil gróska í rannsóknum á skilvirkni fyrirtækja. Ein þeirra var rannsókn bandaríska Japanans Williams Ouchi (1981) sem beindi einkum sjónum að stjórnun í japönskum fyrir- tækjum en eins og allir vita hafði Japan orðið að stórveldi í iðnaði og viðskiptum á stuttum tíma. „Japanska draslið" á sjötta áratugnum, hafði þróast í gæðavarning sem var á hraðri leið með að hasla sér völl á mörkuðum um allan heim. Hvað var það sem Japanir gerðu í stjórnun og rekstri fyirirtækja sinna sem var svona frá- brugðið því sem almennt gerðist á Vesturlöndum? Til að leita svara við þeirri spurningu rannsakaði Ouchi bæði japönsk og bandarísk stórfyrirtæki og gerði grein fyrir niðurstöðum sínum í bókinni Theory Z eða Kenning Z sem kom út árið 1981. Þessi nafngift, „Kenning Z", kann að hljóma sérkennilega en eins og flest annað á hún sér sína skýringu. Ein af hinum sígildu kenningum um stjórnun, sem banda- ríski stjórnunarfræðingurinn McGregor kom fram með á sjötta áratugnum, skiptist í andstæðurnar „kenningu X" og „kenningu Y". McGregor dró upp mismunandi myndir af afstöðu fólks til uppbyggingar og stjórnunar stofnana og fyrirtækja með þessum nafngiftum. Hina hefðbundnu mynd kallar hann „kenningu X" en hana ber hann síðan saman við nýja mynd sem hann kallar „kenningu Y" (sjá t.d. Campell o.fl. 1987:105-106). í stuttu máli felur „kenning X" í sér formlega stjórnun sem hefur það megin- hlutverk að stilla saman fjármagni, atgervi, hráefni og ákveðinni tækni og vinnulagi svo að hámarks afköstum verði náð. Grundvallarafstaðan til starfsmanna er sú að þeir séu í eðli sínu lítt virkir, jafnvel latir, og að markviss formleg stjórnun sé nauð- synleg til að afköst þeirra fari saman við þarfir fyrirtækisins eða stofnunarinnar. „Kenning Y" er aftur á móti andhverfa þessa sjónarmiðs. Þar er grunnafstaðan til starfsfólksins sú að það sé í eðli sínu áhugasamt og virkt og öll stjórnun eigi að bein- ast að því að virkja áhuga þess í þágu markmiða stofnunarinnar eða fyrirtækisins. Valddreifing og þátttaka starfsmanna í ákvörðunum sé því hin skilvirka leið við 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.