Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 90

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 90
SAMRÆMD LOKAPRÓF GRUNNSKÓLA um en ekki síður á ástundun, áhuga og þeirri kennslu sem nemandinn hefur notið. Að hluta byggði þá frammistaðan á þáttum sem væru sameiginlegir báðum tegund- um kunnáttu (almennum námshæfileikum) og að hluta þáttum sem geta verið sér- hæfir fyrir hvora tegund viðfangsefna fyrir sig (ástundun, áhuga og kennslu). Þegar báðum þáttum er slengt saman í eina einkunn fá sameiginlegir þættir eðlilega aukið vægi meðan sérhæfir þættir jafnast út að verulegu leyti. Góð frammistaða á einu sviði kunnáttu gæti þannig gefið til kynna mikla ástundun, áhuga eða góða kennslu. Góð meðaltalsframmistaða á öllum sviðum kunnáttu (prófhlutum) gæfi þá fyrst og fremst til kynna góða námshæfileika, þ.e. þátt sem stuðlar að árangri á mörgum ólíkum sviðum kunnáttu. Niðurstöður Sig- ríðar Valgeirsdóttur o.fl. gæfu þá ekki til kynna eðli samræmdra prófa heldur upp- lýsti okkur um áhrif þess að gefa samræmdar einkunnir eftir námsgreinum fremur en kunnáttusviðum. Næmara próf á eiginleika samræmdra prófa væri því að athuga hversu margir þættir liggi til grundvallar einstökum prófhlutum. Ef sameiginlegur þáttur skýrir frammistöðu einstakra prófhluta í samræmdum prófum, myndi það staðfesta niðurstöður Sigríðar Valgeirsdóttur o.fl. Ef skýra mætti frammistöðu einstakra prófhluta með mörgum tiltölulega óháðum þáttum myndi það hins vegar benda til þess að samræmd próf væru að mæla kunnáttu fremur en námshæfileika og væru því fyrst og fremst háð þáttum sem tengdust ástundun, áhuga og kennslu. Sérhæfi einkunna Önnur leið til að meta eiginleika samræmdra prófa er að athuga sérhæfi (speci- ficity). Gera má ráð fyrir að frammistöðu við einstaka prófhluta megi rekja til fjög- urra þátta. I fyrsta lagi hafa almennir hæfileikaþættir, sameiginlegir öllum próf- hlutum, áhrif á frammistöðu. Þannig ræðst frammistaða t.d. í stafsetningu að hluta af almennum námshæfileikum nemenda. í öðru lagi er mögulegt að sérstakir kunn- áttuþættir séu til staðar, t.d. að almenn kunnátta í íslensku hafi áhrif á stafsetningu eða einhver áhrifaþáttur sameiginlegur fleiri en einum prófhluta svo sem kunnátta í málfræði. I þriðja lagi getur einstakur prófhluti verið að mæla sérhæfa kunnáttu sem einskorðast við þennan prófhluta. Þannig er stafsetning væntanlega að hluta háð sérhæfri kunnáttu í stafsetningu sem er óháð málfræði, kunnáttu í íslensku eða hæfileikum. í fjórða lagi verður að gera ráð fyrir að frammistaðan geti verið háð til- viljunarkenndum þáttum, svo sem aðstæðum á prófstað, því formi sem nemandinn er í þegar prófið er tekið, utanaðkomandi truflunum og þeim tilteknu atriðum sem valist hafa í prófhlutann. Talað er um áreiðanleika (reliability) sem þann hluta af frammistöðunni sem er ekki háður tilviljunarbundnum þáttum.6 Próf, sem er aðeins að litlu leyti háð tilvilj- unarbundnum þáttum, er áreiðanlegt, þ.e. nákvæmt, í þeim skilningi að það er 6 Hér er í reynd um tvær ólíkar aðferðir við mat á áreiðanleika að ræða. Annars vegar er innri samkvæmni (internal consistency) sem segir til um samkvæmni milli ólíkra atriða prófsins. Hins vegar áreiðanleiki endurtekinnar prófunar (test-retest reliability). Hið síðara krefst endurtekinnar prófunar hjá sömu þátttakendum og er því sjaldan kannað. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.