Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 10

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 10
4 DVÖL ur samt sem áður engin hugnun i) — að láta konuna mína vita, að ég hafi séð allt fyrir. Hugsuninni skaut upp í mér í morgun. Og ástæðan til þess var sú, að konan mín kom að mér í ganginum bak við dagstofuna, en þar stóð ég og bærði ekki á mér, en laut niður við hurðina og gægð- ist inn um skráargatið. „Hvern sjálfan ertu að gera þarna?“ kallaði hún til mín. „Þú, sem átt ekki afbrýði til? Hvað er að sjá til þín, þú hefir meira að segja tekið af þér skóna, til þess að gera ekki hávaða.“ Ég leit niður á fæturna á mér, jú, satt var það, ég var berfættur — og konan mín hló hátt. Hvað átti ég að segja? Ég muldraði fyrir munni mér einhverjar kjánalegar afsakanir, sagðist alls ekki hafa staðið á hleri, bara verið að for- vitnast og farið að gægjast inn. Ég hefði hætt að heyra í hljóðfær- inu, en þó ekki heyrt spilakennar- ann fara, og svo .... Mér er eiður sær, að ég var far- lnn úr skónum fyrir þó nokkru, og til þess lá ekki nein sérstök ástæða önnur en sú, að þeir meiddu mig. Og blessunin hún Euf emía mín, sem hafði komið þarna að mér ber- fættum, mátti vita, af hverju þeir meiddu mig, og þurfti ekki að fara að hlæja að því, að minnsta kosti ekki í mín eyru. Ég er með bjúg í fótunum, og ég geri það stundum mér til afþreyingar að þukla á þeim: ég þrýsti niður fingrinum, og síðan bíð ég og horfi á dældina taka sig aftur. En allt um það hefi ég gert ófyrirgefanlegt axar- skaft. Ég vissi það þó, ég veit það þó, að konan mín hefir ógeð á spila- kennaranum sínum! Og svo er ég viss um, alveg hand- viss um, að konan mín verður mér ekki ótrú, meðan ég lifi. Hún hefir ekki verið mér ótrú í öll þessi ár, og svo ætti hún að fara að gera þá vitleysu fyrir fáeina mánuði — segjum fimm eða sex mánuði? Nei, hún hefir biðlund, það er ég viss um, þó að svo færi, að þetta drag- ist eitt árið enn. Og auk þess þekki ég hann líka vel, manninn, (tilvon- andi) manninn konunnar minnar. Og að því er til hans kemur þori ég að hengja mig upp á, að hann gerir mér enga smán meðan ég dreg andann. Því að hann er — eins og vita má — mjög góður vinur minn, ungur ágætismaður. Það er að segja, ekki bráðungur. Eitthvað á aldur við mig, fertugur, en sá er munur okkar, að menn skyldu ætla mig tíræðan, en hann er galvaskur og stendur traustum rótum í lífinu, eins og eik í skógi. Ennfremur hefir hann til að bera alla þá kosti, sem eru uppistaðan í góðum eigin- manni. Hann er maður grandvar í öllu líferni, göfugur og dreng- lyndur að eðlisfari. Sönnun þess er umhyggja sú, sem hann ber fyrir mér. Hann kemur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.