Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 52

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 52
46 DVÖL upp úr honum. Hann rausaði um hauslausa menn og blóð, sem hefði runnið í lækjum, og svo sagði hann, að sumir hefðu verið kjöldregnir og öðrum varpað fyrir borð, —r en þessháttar hluti þekkir enginn heiðarlegur sjómaður nú til dags, og eftir því að dæma hefir Barthó- limeus okkar ekki verið annað eins prúðmenni og hann virtist vera, ef átt hefði að taka mark á þessari vitleysu, sem auðvitað var ekki hægt. Nei, það var nú að fara í geitarhús að leita sér ullar, að ætla að verða nokkurs vísari af vitleys- unni í honum. En það var ein smá- saga, sem hann kom að aftur og aftur, og frá henni varð honum ekki hvikað. Maður hefði getað haldið, að ekkert annað hefði komið fyrir hann á lífsleiðinni. — Við lágum fyrir akkeri, sagði hann, við eyju, sem hét Blómakarfan. Sjómennirnir höfðu náð í voðamarga páfagauka, og þeir sátu með þá uppi í rám og reiða og voru að kenna þeim að tala, og það var eintómt blót og ragn. Þá sáum við allt í einu, að Spánverjarnir voru að koma og stefndu beint á okkur, svo að sjó- mennirnir hentu páfagaukunum ofan úr rá og ofan úr reiða, og út á sjó. Það var ógurlegt ragn og blót í páfagaukunum, en við fórum að berjast við Spánverjana. En þó að við spyrðum hann, hvernig bardaginn hefði gengið, þá fengum við aldrei orð upp úr honum um það. Hann byrjaði bara á að tala um páfagaukana á ný, — og á þessu fekkst engin lagfær- ing, því að nokkrum dögum seinna hvarf hann og hann hefir ekki síðan sézt. Þá er nú sagan búin. Ykkur finnst hún máske ótrúleg, en ég get fullvissað ykkur um það, herr- ar mínir, að eitthvað þessu likt er alltaf að ske hér hjá okkur. Skipið hefir aldrei komið aftur, en það er svo skrítið með það, að eftir því sem við eldumst að árum og reynslu, dettur okkur gamla fólk- - ■'v'. inu það í hug, að einhverja hvass- viðrisnóttina muni skipið koma siglandi hérna inn yfir hæðirnar með alla týndu draugana okkar um borð. Og hvað sem um það er, þá er skútan alltaf velkomin, og þeir, sem á henni eru, — það er víst og áreiðanlegt. Það er ein unglingsvofa, sem ætíð hefir beðið eftir piltinum sínum. Þið getið séð hana í ljósaskiptunum á hverju kvöldi undir stóra beykitrénu þarna yfir á flötinni. Hún stendur þar og rýnir út í rökkrið, ef vera kynni að hún sæi toppsigluljósin á skipinu meðal stjarnanna, sem eru að byrja að lýsa. Sér er nú hver tryggðin, munið þið segja, og mér er nær að halda, að þið hafið rétt fyrir ykkur. Ekki hafði akur veitingamanns- ins okkar skemmzt hætis hót, þó að skútan lægi þar, en mér er sagt, að síðan sé alltaf rommbragð af rófunum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.