Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 26

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 26
20 DVOL konuna í þessu byggðarlagi, annálaða hús- móður og með henni efnilegustu börnin,- sem ljósmóðirin hafði tekið á móti um sína daga, — auk þess sem hjónabandið hafði verið með ágætum. Hann varð að kannast við það fyrir sjálfum sér, að þetta var alvarlegt ástand, og við svo búið mátti ekki standa. Á þessari stund fannst hon- um þó koss af vörum ástmeyjarinnar — eitt faðmlag, meira virði en samvizka allr- ar veraldarinnar. Pyrir slíkt hnossgæti myndi hann fúslega hætta sáluhjálp sinni. Ef hann aðeins vissi hugsanir hennar, þar sem hún sat, með grönnu silfurfestina um hálsinn. Vanginn, sem að honum sneri, var rjóður undir hnotubrúnum lokk. Hún var alveg ómótstæðileg. Þá var drepið á dyrnar og Kara kom inn, hrædd í augum eins og fuglsungi, sem villist inn um opnar dyr. Kom hún ekki til óþæginda? Hún ætlaði aðeins að sækja klúta inn í svefnherbergið, tvíburarnir höfðu vætt sig. Hann horfði á eftir henni og nú var það hann, sem varð feginn, þegar víða pilsið hvarf út um dyrnar. Að honum skyldi nokkru sinni hafa þótt hún Karitas lagleg. Það var næstum því synd gegn þeirri tilfinningu, er hann bar nú í brjósti. Hvílíkur munur. — Spilaðu eitthvað fyrir mig, vina mín, sagði hann til að segja eitthvað. Rómur- inn var ástúðlegur. Það hreif ekki. Hún hló og svaraði um hæl: — Spila fyrir þig? Nei, karl minn. Þegar ég spila, geri ég það fyrir mig sjálfa, — engan annan. Aftur er þögn. Það rignir látlaust, drop- arnir eru stórir og þungir, eins og tár sorgbitins manns. Þau eru alein í dag- stofunni, það koma engir gestir. Dúfa fær hann ekki til að tala við sig, hann svarar aðeins einsatkvæðisorðum og er utan við sig. Hún er oft búin að segja, að hann sé leiðinlegur. Hann er ekki leiðinlegur, hann er ástfanginn. Það rignir af norðri, grá þoka í fjöllum, dimmt til hafsins. Eldabuskan gleymir að gera grautinn til mánudagsins, hún sefur yfir sig og biður guð að varðveita sig, þegar hún vaknar og sér að tíminn hefir liðið. Hún kveikir upp eldinn. Reykinn leggur með þekjunni, hann læðist ofan túnið, eins og sneyptur rakki með lafandi skott. Þetta er 19. sunnudagurinn í sumri, afmælisdagur húsfreyjunnar, en því hafa allir gleymt. Hún verður að drekka af- mæliskaffið sitt fjarri heimili og ástvin- um. Hún hefir þó alla vikuna verið að leyfa sér að vona, að maðurinn sinn mundi muna hið allra nauðsynlegasta og gefa henni einn koss í afmælisgjöf, koss eins og þá, sem gefnir voru á hveitibrauðsdögun- um. Vonlaust! Þau eru búin að vera gift hálft annað ár, dagar ástarinnar enda fyrr en varir. Það skyggir í stofunni. Þau tvö, sem sitja þar, hugsa sitt. Dúfa hefir spilað öll fallegustu lögin sín. Nú situr hún með hönd undir kinn og horfir móti birtunni, sem er á förum. Augu hennar eru feg- urst svona alvarleg. Stór, dökk og barns- leg, Þau hafa ekkert miðdegiskaffi fengið, en hún á sælgæti í öskju og býður honum líka. Þau borða það í bróðerni. Og svo er hún það barn að setjast í legubekkinn hjá honum, veit hún ekki að eldurinn brennir? Nú skeður hið furðulegasta. Ungi mað- urinn missir valdið yfir sjálfum sér, fellur á hné og játar konunni ást sína. Að því loknu ætlar hann umsvifalaust að taka hana í faðm sér. En það er þá ekki nærri því komandi. Dúfa situr kyrr í legubekknum andar- tak. Það er í fyrstu hálf barnalegur vand- ræðasvipur á andliti hennar, eins og þetta komi henni á óvart —. Nú er gott, að hún er fljót að átta sig á hlutunum. Það er svo fram úr hófi kátlegt að sjá húsbónd- ann liggjandi á hnjám fyrir framan sig, að hún getur ekki stillt sig um að brosa að því. Þegar hann gerir svo aðra tilraun til að taka utan um hana, hlær hún glettnislega framan í hann. Guð minn góður! Er því þá virkilega þannig varið, að hún elski hann ekki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.