Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 47

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 47
DVÖL 41 herra Bartholimeus, hvers vegna menn væru aö gera sér glaðan dag; og hann dró flagg við hún og hleypti úr öllum fallbyssunum sín- um, eins og hver annar sannur Englendingur. Það er dagsanna, og ein kúlan setti gat á gripahúsið hans Hopkins, en því var lítill gaumur gefinn, annað eins og þá gekk á. Það var ekki fyrr en að hátíðinni lokinni, að við urðum þess varir, að eitthvað var öðruvísi en vant var í Fögruvallaþorpi. Skósmiður- inn varð fyrstur til þess að minnast á það við mig niður í „Gyllta svíns- höfðinu“, svona alveg upp úr þurru. — Þú þekkir hann langömmu- bróður minn, sagði hann. — Þú átt við Jósúa, sagði ég. Það er mesti hæglætispiltur. — Hæglátur, hreytti skósmiður- inn út úr sér fyrirlitlega. Það er von að þú kallir hann hæglátan. Hann kemur heim um þrjúleytið nótt eftir nótt útúrdrukkinn, og vekur með hávaðanum hvert einasta mannsins barn, sem í húsinu er. — Hvað er að tarna, þetta getur ekki verið hann Jósúa, sagði ég, því ég vissi ofboð vel, að hann var ainn sá allra stilltasti af yngri draugunum í þorpinu. — Jú, það er Jósúa, og hann mun reka sig á lokaða hurðina einhverja nóttina, ef hann gætir sín ekki bet- ur. Mér þótti þetta afleitar fréttir, skal ég segja ykkur, því að mér Þykir leiðinlegt að heyra menn út- húða sínu eigin fólki, og auk þess vildi ég ekki þurfa að trúa því, að Jósúa væri farinn að drekka. En rétt í þessu kom Alvyn slátrari inn í krána, og hann var svo espur, að honum svelgdist á ölinu sínu. — Lubbinn sá, lubbinn sá arna, tautaði hann, hann ætti að skamm- ast sín. Og ég komst fljótt að því, að hann var að tala um forföður sinn, sem féll við Stafnafurðu með Haraldi konungi. Eftir þetta fór ég að kynna mér alla málavöxtu, og það var sama sagan um allt þorpið. Flestallir af yngri draugunum komu ekki heim fyrr en síðari hluta nætur, og þá blindfullir. Ég vaknaði oft við há- vaðann í þeim, er þeir slöguðu fram hjá og sungu ruddalegar vísur. Og við þetta bættist svo, að fólkið í næsta þorpi, Grænuskógum, fór að yrkja um okkur háðvísur og kenna krökkunum, og þau sungu þær há- stöfum. Við erum nú ekki sérlega hör- undssárir í Fögruvallaþorpi, en þetta var of mikið af svo góðu. Við komumst fljótlega að því, hvar þeir náðu í þennan skolla, og veitinga- maðurinn var sár við herra Bart- holimeus, að hann skyldi nota sér svona góðvild hans, en kerling veit- ingamannsins harðbannaði honum að finna að þessu við skipherrann eða vísa honum á brott, því að þá kynni hann að vilja fá gullstjörn- una sína aftur, en hún var ekki á því að sleppa henni. Svona leið tíminn, og slæmt varð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.