Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 12

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 12
6 D VÖL „Heyrðu, nú ertu aftur óhreinn á höndunum, Kalli minn. Manstu ekki, hvað hann Florestano frændi sagði við þig í gær, þegar hann sá blekklessuna á nefinu á þér? Hann sagði: „Þvoðu þér, drengur minn, annars koma þeir og taka þig.“ Þú mátt nú vita, að þetta er ekki satt, hann Florestano var bara að segja þetta að gamni sínu. Það er ekki svo nú á tímum, að þeir séu settir í fangelsi, sem eru óhreinir á hönd- unum. En þú skalt nú, hvað sem því líður, þvo þér um hendurnar, af því að þú veizt, að Florestano frænda þykir mikið varið í að sjá börn hrein. Og þú veizt það, dreng- ur minn, að hann er svo góður og honum þykir svo vænt um þig. Og þú verður líka að láta þér þykja afar vænt um hann, fjarskalega vænt, og vera honum hlýðinn, heyrirðu það! Æfinlega, til þess að honum líki vel við þig. Skilurðu þetta, Kalli minn?“ Og ég fer mörgum lofsamlegum orðum um allar gjafirnar, sem hann gefur drengnum til þess að þóknast Eufemíu. Drengtetrið fer að mínum ráðum og ber orðið mikla lotningu fyrir honum. Um daginn bauð Florestano honum með sér á göngu, og þegar þeir komu heim, sagði Florestano mér frá því hlæj- andi, að þegar þeir hefðu gengið yfir torgið í glaða sólskini, þá hefði Karl allt í einu rekið upp hljóð, numið staðar, mjög hryggur í bragði, og spurt sig: „Meiddi ég þig, Florestano frændi?“ „Nei, Kalli minn, hvernig getur þér dottið það í hug?“ Og litli drengurinn minn hafði svarað í mesta sakleysi: „Ég steig ofan á skuggann þinn, frændi.“ Nei, svona máttu ekki fara langt, elsku litli Kalli minn. Það er leyfi- legt að stíga ofan á skugga: Hann Florestano frændi og hún mamma þín eiga það eftir að stíga ofan á skuggann hans pabba þíns, og þau geta verið alveg viss um að meiða hann ekki, af því að þau gættu þess vel, meðan hann lifði, að troða honum aldrei um tær. Hvílík kurteisi, sem við kepp- umst um að sýna hvert öðru, við þrjú. Og á hinn bóginn, hvílíkt píslarvætti í fallegum sniðum! Ég er sá vesalingur til heilsunn- ar, að ég vildi feginn geta sleppt þessu taumhaldi á sjálfum mér, en ég tel mig tilneyddan að bera mig vel, til þess að íþyngja þeim ekki meir en minnst verður komizt af með, því að annars verða þau svo nærgætin við mig og sýna mér svo mikla umhyggju, að mér verður leitt og stundum beinlínis flökurt af því. Það má vera, að þetta sé rangt af mér. En ég get ekki að því gert, að mér finnast öll þessi látalæti, þessi fagurmæli, sem við vöndum hvert öðru, og látlausa siðagæzla frammi fyrir dauðans dyrum, vera sá skrípaleikur, að manni verði ó- glatt af. Mér finnast þau vera að ýta mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.