Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 84

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 84
78 DVÖL MÖfandarnii* Luigi Pirandello er fæddur 28. júní 1867 á Sikiley. Hann er einn af gagnmerkustu rithöfundum síðustu ára, og of kunnur til þess að stuttorð lýsing auki nokkuð á þá þekk- ingu, er menn hafa af honum. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nobels 1934, voru þá liðin rétt þrjátíu ár frá því að hin stórmerka skáldsaga hans, II fu Mattia Pascal, birtist í heimalandi hans. En aðalverk hans, önnur en fyrrgreind saga, rituð á þessu tímabili, eru fjöldi smásagna, og mörg leikrit, bæði gaman- leikrit og leikrit alvarlegs efnis. Á íslenzku hafa verið þýddar nokkrar stuttar sögur eftir Pirandello, þ. á m. nokkrar í Dvöl. Pirandello lézt árið 1936. Guy de Maupassant, þessi margumritaði, frægi og oft-þýddi franski rithöfundur var fæddur 5. ágúst 1850 og dó rúmlega fertugur á geðveikra- hæli eftir að hafa eyðilagt sig á svalli og eiturlyfjum. Einn bókmenntafræðingur enskur, kemst svo að orði um Maupassant: „Hann átti ekki til sálfræði, og þekkti eng- ar listareglur. Hann var án siðfræðilög- mála eða stéttatilfinningar. Truflandi heilaspuna þekkti hann ekki, og snauður var hann af hugmyndum. Ósnortinn af utanaðkomandi áhrifum gat skyggnigáfa hans gefið sig við eftirtekt hinna ytri hluta í fyllsta mæli, og stílgáfa hans gerði honum auðvelt að gefa efninu formið. Maupassant þóttist af því, að hann ætti ekki til hugkvæmni, og að hann segði aldrei frá öðru en því, er hann hefði heyrt eða séð. Það er því réttmætt að segja, að hinar miklu takmarkanir hans hafi einmitt gert hann að þeim óviðjafn- anlega smásögusnillingi sem hann er.“ Mikhail Lermontov var fæddur 3. október 1814 í Moskva, af skozkum ættum, og var nafnið áður fyrr Learmont. Þegar hann var orðinn liðs- foringi í lífverði keisarans, 23 ára gamall, og hið fræga skáld Rússa, Pushkin, féll í einvígi, orti Lermontov brennandi ádeilu- kvæði stílað til keisarans, er olli því, að hann var sendur í einskonar útlegð til Kákasus, en þar var hann kunnugur frá æskuárum sínum. „Útlegðin" varaði að- eins eitt ár, og er hann kom til höfuð- borgarinnar aftur, skrifaði hann skáld- söguna Heroi Násheva Vrémeni, „Hetja vorra tíma“. Það eru í raun og veru frá- sagnir um einn og sama mann, rússneskan liðsforingja og yfirstéttar-eyðslusegg, Pet- chorin, lauslega bundnar saman í heild. Er talið, að Lermontov hafi skrifað þar að miklu leyti sína eigin æfisögu. Auk þessa orti hann allmikið af sögulegum kvæðum í rómantískum stíl, er mjög urðu vinsæl, og af sumum jafnað við skáldskap Pushkins. En Lermontov kembdi ekki hær- urnar. Eins og hetju þeirra tíma sæmdi, skoraði hann einn kunningja sinn á hólm og féll í því einvígi 27 ára gamall árið 1840. Smásagan er tekin úr fyrrnefndri skáldsögu. Richard Middleton var fæddur 28. október 1882 í Englandi. Hann var snemma einrænn og þunglyndur og fór mjög sinna ferða, og þrátt fyrir góða menntun var hann ætíð ósjálfbjarga í hinu veraldlega lífi. Snemma tóku að birtast eftir hann kvæði og smásögur í merkum enskum tímaritum, undir ýmsum dulnefnum, og var hann á þeim vettvangi búinn að skapa þeim nöfnum afburðaálit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.