Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 38

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 38
32 D VÖL fjöllunum höfðust Lappar við með hreindýr sín. Búskaparháttum svipaði mjög til þess, sem er á ís- landi. Heyja var aflað á útengjum, en ræktað land lítið. Annað korn en bygg þekktist ekki. Á síðari ár- um hafa orðið stórfelldar breyting- ar á búskaparháttum í Norrlandi. Nýræktin hefir aukizt stórum og nýjar og betri korntegundir fengizt fyrir atbeina tilraunastöðvarinnar 1 Svalöf, sem fræg er orðin fyrir jurtakynbætur. Samgöngur voru mjög slæmar fram að aldamótum síðustu. Myrkviðir og stórár tor- velduðu mönnum ferðalög, svo að byggðirnar voru einangraðar og höfðu lítið samband við umheim- inn. Flestir Svíar þekktu lítt til þessa fátæka en víðlenda lands- hluta, enda bárust engin verðmæti þaðan önnur en grávara. Sagt var, að þrennt væri það í Svíþjóð, sem ekki þrifist fyrir norðan Dalelfi: aðalsmenn, eikur og hveiti. Má nærri geta, að íbúar hinna frjó- sömu landa sunnan Dalelfar hafi látið sig litlu skipta þetta furðu- land þar nyrðra, þar sem heiðnir og göldróttir Lappar höfðust við á fjöllum uppi, birnir og úlfar í skóg- um og bændur áttu ójafnan leik við vetrarhörkur og kuldasumur. Nú er öldin önnur. Nú eru Svíar hreyknir af Norrlandi, og þangað ferðast fjöldi manna á hverju sumri til skemmtunar og fróðleiks. Fegurð fjallanna er við brugðið, og sænska ferðamannafélagið hefir látið byggja þar fjölda sælu- og gistihúsa, er sumarlangt eru full af innlendum og erlendum ferðalöng- um. Einna frægast er gistihúsið í Abisko. Þar er landslag hrikalegt og fagurt. Rafknúnar járnbrautar- lestir þjóta um fjöllin með farþega og járnstein til Luleá eða Narvik. Heilar borgir hafa risið upp, þar sem áður var þögul eyðimörk. Það eru auðæfi landsins, járnið í fjöll- unum og skógarnir, sem valdið hafa þessari furðulegu breytingu, sem ævintýri er líkust. Saga járnnámsins í Norrlandi á sér langan aðdraganda. Þremur ár- um eftir dauða Gústafs II. Adólfs gaus upp sá kvittur, að fundizt hefðu auðugar silfurnámur lengst norður í fjöllum, nánar tiltekið í Nasafjalli við Arjeplog. Þessi fregn barst eins og eldur í sinu um þvert og endilangt landið og þótti mjög að vonum. Um þessar mundir var þjóðin ölvuð af sigursæld sænskra vopna og hinni nýunnu stórveldis- stöðu landsins, sem reyndar var öðrum og óglæsilegri málmi að þakka en silfri, þar sem járnið var frá Bergslagen. Sænskir lærdóms- og stjórnmálamenn töldust nú jafnokar spekinganna í Vín, Róm og París, og sænskir aðalsmenn voru ef til vill ögn rembilátari og jafnvel meiri sundurgerðarmenn í klæðaburði en glæsilegir riddarar Spánar og Frakklands, þótt feður þeirra hefðu gengið í vaðmálsföt- um og sofið á hálmdýnum. Því skyldi ekki hið fátæka og hrjóstr- uga land geyma gimsteina og perl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.