Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 20

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 20
14 DVÖL landinu.Þetta var sannarlega fagurt kvöld. Eftir að hafa staðið um stund við glugg- ann, náði ungi maðurinn í bókina á skápnum og byrjaði að lesa. Þetta var spennandi skáldsaga, eitt af listaverkum Heimilisútgáfunnar. Hann unir sér við lesturinn, þar til konan kemur með rjúk- andi kaffi og kökur á bakka. Óvænt hressing. Þau drekka kaffið og spjalla góða stund saman og því næst er farið að hátta og sofa á bænum. Næsti dagur. Bjart veður. Hvít ský yfir heiðunum í suðri, messudagur. Það kem- ur margt fólk til kirkju að hlýða guðs orði. Miðaldra menn með yfirskegg og sigg í lófum, konur með þreytulegar hend- ur og stór viðkvæm augu, sparibúin börn. Unga fólkið flest horfið á bak og burt. Að lokinni messugjörðinni býður bóndinn fólkinu kaffi. Það er þegið með þökkum. Menn ganga til stofu, konurnar leggja af sér sjöl sín og skiptast á kveðjum. Því næst er sezt að dúkuðu kaffiborðinu, van- illuilmur brauðsins minnir á reykelsi á helgum stað. Presturinn er ungur og ógift- ur. Hann situr í heiðurssætinu fyrir miðju borði, móti honum hefir verið vísað til sætis ungri bóndadóttur, kannske þeirri einu, sem komið getur til mála í þessari sveit. Hún situr þar í hnébuxum og brún- um stakk, hefir stungið alpahúfunni sinni í annan buxnavasann. Hún er hvorki rjóð né feimin, hún hefir séð eitthvað fyrir sér, þessi telpa. Hún er lagleg, augun stór og skær, andlitið nett og sólbrennt og drengjakollurinn sýnir hvítan háls og há- an vel lagaðan hnakka. Presturinn lítur oft yfir borðið, meðan hann hrærir í boll- anum sínum, og hver fær láð honum slíkti Hann hreyfir höfuðið óeðlilega mikið, eins og hann kunni illa við stífan línkragann; hann óskar sér jafnvel úr hempunni, en það var eftir að skíra þetta blessað barn, sem komið var of seint með til kirkjunnar. Foreldrarnir eru ung hjón frá fremsta bænum í dalnum. Þau afsaka sig með því, að maðurinn hafi leitað lengi að hesti konunnar; það var dimm þoka þar fremmra um morguninn. Því komu þau svo seint. Nú er bam þeirra órólegt og truflar samtal kirkjugestanna, móðir þess reynir allt, er henni getur til hugar komið, til að hugga það, en barnið grætur æ meir. Móðirin er feimin, af því svo margir horfa á hana. Peysufötin fara henni illa, hún er of mjó í þau, kannske hefir hún tekið þau i arf eftir ömmu sína. Svo kemur frú Aðal- heiður og tekur konuna og bömin með sér inn. — Við skulum vita, hvort hún kann ekki betur við sig inni, hún er hrædd við öll þessi ókunnugu andlit, segir frúin. Þær fara. Kara ber inn kaffið í silfurkönnu. Nú er hún ljósklædd, hefir kannske málað augabrúnimar ívið of dökkar, þær eru eins og svört strik yfir hlýjum augum hennar, en þetta er nú einu sinni tízka. — Aðal- heiður kemur aftur fram til gestanna og heyrir, að nú er farið að tala um stjóm- mál. Bændurnir hýrna 1 bragði og taka þátt í samræðunum af kappi, konurnar biðja þá blessaða að vera ekki að tala um þessa fjárans ekkisen pólitík, sem allt illt hljótist af. Þær eru búnar að gleyma því, að sjálfar kusu þær til Alþingis sið- ast og eru því langt frá því hlutlausar. Þarna voru menn mjög sammála um að vera á verði gegn kommúnisma, fasismi var sönnu nær, — ja, ef þetta var þá ekki sama stefnan? Það héldu sumir. Konurnar báðu guð að varðveita sig, þegar talið barst að fasismanum, þær voru viðkvæm- ar fyrir Gyðingunum af trúarlegum ástæðum. Þær höfðu nýlega lesið svo falleg eftirmæli í blöðunum, en hver vill ræða um slíkt? Ekki karlmennirnir! Frúin bauð aftur í bollana. Konurnar þáðu það feginssamlega, blessað kaffið gerði sitt til að sætta þær við tilveruna. Frúin stóð þarna björt og rjóð, á upp- hlut og ljósri treyju, og veitti á báðar hendur. Hún var á stöðugri ferð milli stofu og eldhúss til þess að sjá um að allt færi sem bezt fram. Úti í eldhúsinu hellti Ljót- unn kaupakona kaffikönnuna svo fulla,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.