Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 60

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 60
54 D VÖL „Þú ert heppinn í spili, Vulitch", sagði ég. „í fyrsta sinni á æfinni“, sagði hann og brosti nú glaðlega. „Þetta er eiginlega betra en poker eða vingt-et-un.“ „Já, en dálítið hættulegra“, bætti ég við. „En hvernig er það, ert þú byrj- aður að trúa á forlög?“ „Já, en — ég skil bara ekki hvers- vegna ég hélt, að dauðastund þín væri svo nálæg“. Vulitch þagði við. Hann, sem fyr- ir augnabliki hafði verið rólyndið sjálft, roðnaði snögglega og varð órólegur á svip. „Jæja, þetta er útkljáð mál“, sagði hann og stóð á fætur, „— og síðustu orð þín voru óþörf Hann tók húfu sína, kvaddi að hermanna sið og gekk út. í myrkrinu á heimleiðinni um kvöldið, mætti ég tveimur Kósökk- um, sem komu þjótandi út úr hlið- argötu. Annar þeirra sneri sér að mér og spurði, hvort ég hefði orðið var við drukkinn Kósakka. Ég sagði þeim að mér hefði ekki veitzt sú ánægja. „Oh, þrjóturinn sá,“ sagði hinn. „Hann slapp, og hann var viti sínu fjær. Þegar hann kemst í þann ham, þarf að afvopna hann og gæta hans. Komdu félagi,“ kallaði hann til hins. „Við verðum að finna þorp- arann!“ Þeir héldu leiðar sinnar, og hið sama gerði ég. Þegar ég kom heim stóð dóttir húseigandans úti. Birtan af ljós- kerinu féll beint á fallega litla and- litið hennar. Hún brosti til mín, en mér var engin ástleitni í hug. „Góða nótt, gæzkan“, sagði ég og gekk inn. Ég fleygði mér á sængina, en ég fékk enga hvíld. Vulitch gat ekki liðið úr huga mér. — Ég vaknaði við, að það var bar- ið í gluggann, og þó kominn væri morgunn fannst mér ég vera rétt ný sofnaður. „Farðu á fætur og komdu út“, var kallað. Ég klæddi mig hálfsofandi. Úti fyrir stóðu þrír foringjar. Þeir voru náfölir. „Vulitch hefir verið drepinn,“ sagði annar þeirra. Ég varð orðlaus. „Já, drepinn,11 hélt hann áfram. „Hann var á heimleið í gærkvöldi, þegar drukkinn Kósakki kom slangrandi á móti honum. Líklega hefði ekkert komið fyrir, ef Vulitch hefði látið hann afskiptalausan. Hann kallaði til hans: „Heyrðu fé- lagi — hægan! Ertu að leita að einhverjum?“ „Þér,“ svaraði Kósakkinn og hjó með sverði sínu til Vulitch. Tveir Kósakkar, sem höfðu verið að elta sökudólginn, komu að í sama bili og studdu hinn særða mann. „Hann hafði á réttu að standa,“ voru síðustu orðin, sem Vulitch sagði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.