Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 63

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 63
dvöl 57 fóru um landið með ránum og gripdeildum, drápum og hermdar- verkum. Dularfullur ótti blandaðist hatrinu, er þeir báru í brjósti til þessarar ókunnu og sigursælu þjóð- ar. Morissot stamaði: „Guð minn góður! Ef við mættum þeim nú?“ Sauvage svaraði með þessari glettni Parísarbúans, er jafnan bregður fyrir, hvernig sem á stend- ur: „Við bjóðum þeim steik“. En þeir hikuðu við að hætta sér lengra. Þeir voru hrelldir af þess- ari dauðaþögn. Að lokum herti Sauvage upp hug- ann: „Jæja, af stað héðan, en för- um varlega". Og þeir héldu niður vínviðarvellina, skriðu á fjórum fótum og reyndu að skýla sér bak við runnana. Augu þeirra voru kvíðafull og hlustirnar sperrtar. Enn var eftir opið svæði, áður en þeir næðu til fljótsbakkans. Þeir tóku til fótanna, og jafnskjótt og þeir komust á leiðarenda, grúfðu þeir sig niður í þurrt sefið. Morissot lagði hlustirnar við jörðu til að vita, hvort ekki heyrðist fótatak. Hann heyrði ekkert. Þeir voru aleinir. Þeim óx hugur, og þeir fóru að veiða. Andspænis þeim lá eyjan Mar- ante og huldi þá frá bakkanum á móti. Litli gildaskálinn var lokaður °g virtist löngu yfirgefinn. Sauvage veiddi fyrsta fiskinn. Morissot hremmdi þann næsta, og með stuttu millibili drógu þeir upp færi sín með spriklandi, silfurlituð kríli á króknum. Veiðin var dásam- leg. Þeir smeygðu fiskunum lipurlega niður 1 smágerðan netapoka, er lá í vætunni við fætur þeirra. Og un- aðsleg gleði fór um þá alla, gleðin, sem grípur um sig, er það vinnst, sem lengi var þráð. Sólin hellti geislaflóði sínu á bök þeirra. Þeir lögðu ekki lengur við hlustirnar. Þeir skynjuðu ekki framar umheiminn. Þeir veiddu. En skyndilega tók jörðin að skjálfa undan dimmu hljóði, sem virtist koma neðan frá. Fallbyssur byrjuðu að drynja. Morissot leit um öxl, og langt úti í fjarskanum, hinumegin ár- innar, gnæfði Valérien-fjallið og hvitur bólstur lék við brún þess — púðurreykur. Brátt steig nýr mökkur upp af toppi vígisins, og fáum augnablik- um síðar kváðu nýjar drunur við. Aðrar fylgdu eftir, og með stuttu millibili hvæsti fjallið frá sér þess- um dauðablæstri, þpssum mjólkur- hvíta gufumekki, er hóf sig upp í þögulan himininn og myndaði skýjabakka. Sauvage yppti öxlum og mælti: „Líttu á, þeir eru byrjaðir aftur“. Morissot, er horfði kvíðafullur á flána stinga sér aftur og aftur í vatnið, varð skyndilega lostinn reiði, að hætti hins friðsama manns, gegn þessum villta bar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.