Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 78

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 78
72 hann geispandi framan í Kolya, um leið og hann ávarpaði vagnstjór- ann tómlætislega: „Er langt til Konnushennaya?" „Það er næsta viðstaða.“ Herramaðurinn stóð á fætur, hristi af sér hönd Kolya og gekk blístrandi að vagndyrunum. Kolya fylgdi honum eftir að dyr- unum, tók í handlegg hans á ný og þusaði með keipalegan gremju- hreim í röddinni: „Bíðið þér við, þér sleppið ekki svona frá þessu. Þér hafið móðgað mig.“ Hinn sneri sér hvatlega við. „Jæja, hvað er um það, hvað viljið þér?“ Kolya hélt annarri hendi í hand- legg herramannsins, en með hinni fálmaði hann í barm sér eftir vesk- inu sínu. „Hérna, bíðið þér við. Ef þér eruð séntilmaður. ...“ Hann hafði náð í nafnspjald sitt og rétti það að hinum. Kolya fannst, að hin óbærilega smánar- tilfinning, er legið hafði í loftinu, hlyti nú að rjúka á brott, og hann geta talað og komið fram eins og hinn fullkomlega öruggi heims- maður. „Hvaða skrípalæti eru þetta?“ „Þetta eru engin skrípalæti, herra minn. Hér er nafnspjald mitt, og með því fylgir einvígisáskorun til yðar!“ „Ein-víg-is-á-skor-un!“ Herramaðurinn lét ekki svo lítið að lesa nafnið á spjaldinu. Hann D VÖL deplaði með löngutöng vinstri handar á spjaldið í hendi sinni, kreisti það svo í lófa sínum, kast- aði því á gólfið og mælti, háum og skýrum rómi: „Aulabárður!" Svo snaraðist hann út á tröpp- urnar. Og áður en vagninn hafði að fullu staðnæmzt, steig hann ör- ugglega niður á gangstéttina. Kolya elti hann að dyrunum, laut út um þær, og kallaði á eftir hon- um: „Þér eruð hræddur, ræfillinn! Það eruð þér einmitt. Ég hefði get- að slegið yður niður. Þér eruð rola og ómenni.“ Þrátt fyrir það, þótt Kolya virtist, að hann hafa hegðað sér eins og hverjum veraldarvönum manni sæmdi undir þessum kringumstæð- um, fannst honum þó, er hann kom þangað er Lizocka sat, að hin sár- indaríka vanmættiskennd litil- magnans sviði í brjósti sínu. Lizocka tók honum einkennilega fálega. Hún vafði að sér kápuna og mælti lágri röddu: „Setztu niður, þarna er autt sæti.“ Þau þögðu bæði. Kolya beit á vörina, kingdi nokkrum sinnum og leit í kringum sig, um leið og hann hóf máls á ný. „Hann var heppinn að sleppa svona auðveldlega. Ég hefði svei mér getað látið hann kenna á því.“ Hann brosti með yfirlætisfullum drýgindasvip. „Ég hefi einu sinni áður hitt svona náunga, ha, ha, ha, ha. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.