Dvöl - 01.01.1940, Page 78

Dvöl - 01.01.1940, Page 78
72 hann geispandi framan í Kolya, um leið og hann ávarpaði vagnstjór- ann tómlætislega: „Er langt til Konnushennaya?" „Það er næsta viðstaða.“ Herramaðurinn stóð á fætur, hristi af sér hönd Kolya og gekk blístrandi að vagndyrunum. Kolya fylgdi honum eftir að dyr- unum, tók í handlegg hans á ný og þusaði með keipalegan gremju- hreim í röddinni: „Bíðið þér við, þér sleppið ekki svona frá þessu. Þér hafið móðgað mig.“ Hinn sneri sér hvatlega við. „Jæja, hvað er um það, hvað viljið þér?“ Kolya hélt annarri hendi í hand- legg herramannsins, en með hinni fálmaði hann í barm sér eftir vesk- inu sínu. „Hérna, bíðið þér við. Ef þér eruð séntilmaður. ...“ Hann hafði náð í nafnspjald sitt og rétti það að hinum. Kolya fannst, að hin óbærilega smánar- tilfinning, er legið hafði í loftinu, hlyti nú að rjúka á brott, og hann geta talað og komið fram eins og hinn fullkomlega öruggi heims- maður. „Hvaða skrípalæti eru þetta?“ „Þetta eru engin skrípalæti, herra minn. Hér er nafnspjald mitt, og með því fylgir einvígisáskorun til yðar!“ „Ein-víg-is-á-skor-un!“ Herramaðurinn lét ekki svo lítið að lesa nafnið á spjaldinu. Hann D VÖL deplaði með löngutöng vinstri handar á spjaldið í hendi sinni, kreisti það svo í lófa sínum, kast- aði því á gólfið og mælti, háum og skýrum rómi: „Aulabárður!" Svo snaraðist hann út á tröpp- urnar. Og áður en vagninn hafði að fullu staðnæmzt, steig hann ör- ugglega niður á gangstéttina. Kolya elti hann að dyrunum, laut út um þær, og kallaði á eftir hon- um: „Þér eruð hræddur, ræfillinn! Það eruð þér einmitt. Ég hefði get- að slegið yður niður. Þér eruð rola og ómenni.“ Þrátt fyrir það, þótt Kolya virtist, að hann hafa hegðað sér eins og hverjum veraldarvönum manni sæmdi undir þessum kringumstæð- um, fannst honum þó, er hann kom þangað er Lizocka sat, að hin sár- indaríka vanmættiskennd litil- magnans sviði í brjósti sínu. Lizocka tók honum einkennilega fálega. Hún vafði að sér kápuna og mælti lágri röddu: „Setztu niður, þarna er autt sæti.“ Þau þögðu bæði. Kolya beit á vörina, kingdi nokkrum sinnum og leit í kringum sig, um leið og hann hóf máls á ný. „Hann var heppinn að sleppa svona auðveldlega. Ég hefði svei mér getað látið hann kenna á því.“ Hann brosti með yfirlætisfullum drýgindasvip. „Ég hefi einu sinni áður hitt svona náunga, ha, ha, ha, ha. Það

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.