Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 39

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 39
dvöl 33 ur eða gull og silfur í skauti sínu? Stjórnin brá skjótt við og lét hefja vinnu í Nasafjalli. Verka- menn voru sendir þangað nauðugir viljugir og hálfheiðnir Lappar, frjálsir hirðingjar, knúðir með valdboði til að flytja málmgrýtið á hreinum sínum um vegleysur skóga og fjalla í bræðsluna. Menn gerðu sér miklar vonir um þessar námur, en eftirtekjan varð rýrari en vænzt hafði verið, og árið 1659 brenndu Norðmenn allar byggingar við Nasafjall og námureksturinn iagðist niður. Þrátt fyrir nýja silf- urfundi þar efra, rættust engir draumar um „nýtt Perú“ í Lapp- landi, og svo fór einnig um aðra stórveldisdrauma Svía. Enn voru ónotuð þau gæði, er seinna áttu svo drjúgan þátt í að skapa velmegun í Svíþjóð. Skóg- arnir torvelduðu ræktun landsins °g járnsteinninn lá óhreyfður í fjöllunum. Að vísu höfðu járnnám- ur fundizt um líkt leyti og silfrið, en ekki þótti borga sig að vinna Þser. Járnsteininn varð að bræða við viðarkol, en flutningarnir á honum niður í skógarbeltið voru íhiklum erfiðleikum bundnir. Nokk- uð var þó unnið í þessum námum á 17. og 18. öld, einkum í Gellivare, °g var járnsteinninn fluttur á sleð- Uln, sem hreinar drógu. Nú höfðu ^nenn komizt á snoðir um, hvílík kynnstur af járnsteini voru til í Lappiandi og þótti illt að geta ekki hotað sér þessi náttúrugæði. Um aldamótin 1800 réðist framtaks- samur maður, Hermelin að nafni, í stórfelldan námurekstur þar efra. Hann keypti smiðjurnar við Gelli- vare, byggði nýjar smiðjur til málmvinnslu og lagði geysimikið fé í fyrirtæki sín. En allt kom fyrir ekki. Eftir nokkra áratugi varö hann að gefast upp. Sömu örðug- leikarnir, sem komið höfðu fyrir- rennurum hans á kaldan klaka, urðu honum einnig að falli. Fjar- lægðirnar voru svo miklar, að allir flutningar reyndust torveldir og dýrir úr hófi fram. Verkamenn fengust varla, þótt gull væri í boði, en verst var þó, að í járnsteininum var svo mikið af fosfór, að blanda varð hann járni frá námahéruðun- um í Bergslagen til þess að unnt væri að framleiða nægilega góðan málm. Næstu áratugina voru fjölmörg félög stofnuð til að vinna járn í Lapplandi, en allt bar að sama brunni. Nú var farið að ræða um að leggja járnbraut frá Gellivare til strandar til að bæta úr örðug- leikunum á flutningi járnsteinsins, en þá kom í ljós, að ekki var hægt að selja svo mikið af járnsteini til útlanda, að brautin bæri sig. Aðal- orsökin var sú, að í járnsteininum var svo mikið fosfór, að illfært var að vinna úr honum gott járn með þeim aðferðum, er þá voru kunnar. Þarna voru miljónir smálesta af járnsteini, feikna verðmæti, sem enginn gat notað. Árin liðu, og sérfræðingar víða um heim unnu að lausn þessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.