Dvöl - 01.01.1940, Page 12

Dvöl - 01.01.1940, Page 12
6 D VÖL „Heyrðu, nú ertu aftur óhreinn á höndunum, Kalli minn. Manstu ekki, hvað hann Florestano frændi sagði við þig í gær, þegar hann sá blekklessuna á nefinu á þér? Hann sagði: „Þvoðu þér, drengur minn, annars koma þeir og taka þig.“ Þú mátt nú vita, að þetta er ekki satt, hann Florestano var bara að segja þetta að gamni sínu. Það er ekki svo nú á tímum, að þeir séu settir í fangelsi, sem eru óhreinir á hönd- unum. En þú skalt nú, hvað sem því líður, þvo þér um hendurnar, af því að þú veizt, að Florestano frænda þykir mikið varið í að sjá börn hrein. Og þú veizt það, dreng- ur minn, að hann er svo góður og honum þykir svo vænt um þig. Og þú verður líka að láta þér þykja afar vænt um hann, fjarskalega vænt, og vera honum hlýðinn, heyrirðu það! Æfinlega, til þess að honum líki vel við þig. Skilurðu þetta, Kalli minn?“ Og ég fer mörgum lofsamlegum orðum um allar gjafirnar, sem hann gefur drengnum til þess að þóknast Eufemíu. Drengtetrið fer að mínum ráðum og ber orðið mikla lotningu fyrir honum. Um daginn bauð Florestano honum með sér á göngu, og þegar þeir komu heim, sagði Florestano mér frá því hlæj- andi, að þegar þeir hefðu gengið yfir torgið í glaða sólskini, þá hefði Karl allt í einu rekið upp hljóð, numið staðar, mjög hryggur í bragði, og spurt sig: „Meiddi ég þig, Florestano frændi?“ „Nei, Kalli minn, hvernig getur þér dottið það í hug?“ Og litli drengurinn minn hafði svarað í mesta sakleysi: „Ég steig ofan á skuggann þinn, frændi.“ Nei, svona máttu ekki fara langt, elsku litli Kalli minn. Það er leyfi- legt að stíga ofan á skugga: Hann Florestano frændi og hún mamma þín eiga það eftir að stíga ofan á skuggann hans pabba þíns, og þau geta verið alveg viss um að meiða hann ekki, af því að þau gættu þess vel, meðan hann lifði, að troða honum aldrei um tær. Hvílík kurteisi, sem við kepp- umst um að sýna hvert öðru, við þrjú. Og á hinn bóginn, hvílíkt píslarvætti í fallegum sniðum! Ég er sá vesalingur til heilsunn- ar, að ég vildi feginn geta sleppt þessu taumhaldi á sjálfum mér, en ég tel mig tilneyddan að bera mig vel, til þess að íþyngja þeim ekki meir en minnst verður komizt af með, því að annars verða þau svo nærgætin við mig og sýna mér svo mikla umhyggju, að mér verður leitt og stundum beinlínis flökurt af því. Það má vera, að þetta sé rangt af mér. En ég get ekki að því gert, að mér finnast öll þessi látalæti, þessi fagurmæli, sem við vöndum hvert öðru, og látlausa siðagæzla frammi fyrir dauðans dyrum, vera sá skrípaleikur, að manni verði ó- glatt af. Mér finnast þau vera að ýta mér

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.