Hlín - 01.01.1954, Side 151

Hlín - 01.01.1954, Side 151
Hlin 149 Ekkert er að segja í frjettum. Við erum vel hress, gömlu hjónin, og yfirleitt allir eyjarbúar. Jeg vona að línur þessar hitti þig hressa og glaði. — Vertu blessuð og sæl, líði þjer sem best, þess óskar þín María Jónasdóttir, Krosshúsum, Flatey á Skjálfanda. Islensk kona, búsett erlendis, skrifar vorið 1954: Jeg er að út- búa einn af sonum okkar, sem er að fara til íslands. — Jeg átti þellopa að heiman, þetta spann jeg á rokkinn hennar ömmu sál- ugu, og sonur minn prjónaði sokka handa sjer á prjónavjelina okkar. — Á eftir sótti hann „Hlín“ þína og fór að prjóna trefil handa sjer með útprjóni, eins og þar var lýst, og svo annan handa ömmu sinni, sem verður 90 ára í næstu viku. — Báðir ljómandi fallegir. — Svo þú sjer að „Hlín“ þín er stöðugt not- uð. — Ef jeg þarf að liggja í rúminu, þá tek jeg altaf til „Hlínar“ mjer til fróðleiks og hressingar og umhugsunar. Úr Ámessýslu er skrifað veturinn 1954: Af sjálfri mjer er ekki neitt að frjetta. Jeg er sólarmegin, því jeg er búin að fá rafmagnið og allar þær helstu vjelar, sem ljetta störfin. — Ef jeg væri ung, þá fyndist mjer lítið að gera. — Það er líka mikið framleitt af fáu fólki. — Hjer líður öllum vel, jeg sje ekki að fólkið vanti neitt. Frjettir úr Norðurárdal í Au.-Hún. lun nýár 1954: Tíðin hef- ur verið mjög góð það sem af er vetrinum, og lítið farið að gefa fje nema lömbum. — Á nýársdagskvöld var keyrt með okkur hjónin á bíl ofan Norðurárdal undir stjörnubjörtum himni. — Við vorum að fara á jólatrjesskemtun, sem við kvenfjelagskon- ur höldum í fjelagi við Ungmennafjelagið, og mega allir koma sem vilja á fjelagssvæðinu, þó þeir sjeu ekki í fjelögunum. — Þarna voru samankomnir aldursflokkarnir frá ársgömlum til 73 ára. — Þetta var ágæt skemtun, og allir fóru heim með glað- ar og góðar endurminningar, sem hressa mann upp í fámenninu. — Um nóttina var ekið heim aftur í sunnanþey og þíðviðri. Gamall bóndi úr Strandasýslu skrifar: Nú er svo komið hög- um okkar hjóna: Bæði farin að klifa á áttunda tuginn. — Kona mín má heita blind. Jeg hef enn þá sjón að geta lesið viðstöðu- lítið, sje raunar ver úti. — Konan sívinnandi, spinnur og prjón- ar. — Sje jeg nú, að betur hefði farið, að jeg hefði lært að „taka lykkjuna“ í æsku minni. — Hefði mjer þá verið ljettara um að aðstoða konuna. — Óhægt er um vik hjá henni, þegar lykkja fellur niður og upp þarf að taka. — Samt verðum við nú bæði að notast við þá sjón, sem jeg held enn, að því leyti að jeg les
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.