Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  256. tölublað  98. árgangur  STEFNIR Í SIGUR REPÚBLIKANA Í KOSNINGUNUM SIRKUS ÍSLANDS FÓR Á KOSTUM MIKLAR FRAMFARIR Í SKVASSI FJÖLLEIKASÝNING Á AKUREYRI 32 RÓBERT FANNAR ÍÞRÓTTIRFYLGI OBAMA HRUNDI 15  Barnshafandi konum, konum með börn á brjósti og jafnvel kon- um á barneignaraldri er ráðlagt að borða ekki Þingvallaurriða vegna mikils kvikasilfursmagns í honum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Jóhannes Sturlaugsson, sem rann- sakað hefur urriðann í Þingvalla- vatni og Öxará í rúman áratug, útbjó ásamt Matís. Kvikasilfur berst með rigning- arvatni í Þingvallavatn rétt eins og í flest önnur vötn. Murtan í vatninu lifir í kvikasilfrinu og safnar því í sig en hún er aðalfæða urriðans. Þannig verður kvikasilfurmagn meira í Þingvallaurriðanum en í öðrum fisktegundum. »8 Kvikasilfur meira í Þingvallaurriðanum Kvikasilfur Urriði úr Þingvallavatni.  Víða um land eru sveitarfélög tilbúin að ráðast í gerð varn- argarða, en framkvæmdirnar stranda á Ofanflóðasjóði. Sjóðurinn á um 7 milljarða króna af hand- bæru fé, en nýrra fjárveitinga er ekki að vænta úr sjóðnum fyrr en árið 2013. Framkvæmt hefur verið fyrir minna en sem nemur vaxta- tekjum sjóðsins, og ekki útlit fyrir að breyting verði á því á næsta fjárlagaári. »4 Heimild vantar fyrir fjárveitingum  Skattahækk- anir núverandi ríkisstjórnar verða dregnar til baka að fullu á tveimur ár- um, úrræðum fyrir heimili í skuldavanda fjölgað og breytt, ráðist verður í fram- kvæmdir í Helguvík og á Bakka og þorskafli yfirstandandi fisk- veiðiárs aukinn um 35 þúsund tonn, nái hugmyndir þingflokks Sjálfstæðisflokksins fram að ganga. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kynnti í gær aðgerða- áætlun í formi þingsályktun- artillögu sem flutt verður á Al- þingi í vikulok. Yfirskrift aðgerðaáætlunarinnar er „Gefum heimilum von“. Ætlunin er að taka á skuldavanda heimilanna, efla atvinnustig í landinu og koma skikki á rekstur ríkissjóðs. Bjarni segir núverandi ríkisstjórn hafa verið á rangri braut, og því hafi efnahagsbatinn ekki gengið hraðar en raun beri vitni. »6 Vilja lækka skatta og 22 þúsund störf Bjarni Benediktsson Egill Ólafsson Helgi Bjarnason Mælingar Veðurstofunnar á hlaup- inu í Gígju benda til að hlaupið í ánni verði stærra en árið 2004. Rennsli í ánni vex hraðar nú en þá og segist Gunnar Sigurðsson, vatnamælinga- maður á Veðurstofunni, reikna með að hlaupið nái hámarki seint í kvöld eða á morgun. Nokkuð stór jarð- skjálfti (2,8 að stærð) varð í Gríms- vötnum um kl. 17 í gær, en engin merki voru samt um að eldgos væri hafið. Um miðjan dag á sunnudag mæld- ist rennslið í Gígju 140 rúmmetrar á sekúndu, en sólarhring síðar var það komið upp í 630 rúmmetra. Gunnar segist eiga von á að hlaupið fari upp fyrir 3.000 rúmmetra. Nokkrir ísjak- ar hafa komið niður ána og náði einn að brjóta mastur fyrir byggðalínu þannig að um tíma var rafmagns- laust á Kirkjubæjarklaustri. Raf- magni var komið á eftir öðrum leið- um en línan er enn óvirk. Enn sem komið er hefur allt vatn runnið meðfram Skeiðarárjökli í Gígjukvísl. Ekkert vatn rennur í Skeiðará. Gunnar segir að vel sé líka fylgst með Súlu, en engin merki séu um hlaup í henni. Páll Einarsson, prófessor í jarð- eðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að fyrr á þessu ári hafi kvikuþrýst- ingur í Grímsvötnum verið kominn upp fyrir það sem var fyrir sex árum. Grímsvötn séu því tilbúin undir gos. Íshellan við Grímsvötn virðist hafa skaddast í Gjálpargosinu 1996 og í Grímsvatnagosinu 2004 þannig að jökullinn hafi ekki náð að safna vatni í stór hlaup. Páll segir að nú hafi hins vegar safnast vatn fyrir í Grímsvötn- um í tvö ár og hlaup því verið fyr- irsjáanlegt. Reikna með stærra hlaupi en árið 2004  Rennsli í Gígjukvísl eykst hraðar en búist hafði verið við Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson Gígjukvísl Ísjaki náði að fella rafmagnsmastur sem var í miðri Gígjukvísl. MAtburðarásin »16 Álftamýrarskóli og Laugalækjarskóli fóru áfram á fyrsta undankvöldi Skrekks, hæfi- leikakeppni ÍTR fyrir grunnskólana. Hér sjást nemendur Laugalækjarskóla með atriðið „Lísa í Undralandi“ sem sló í gegn. Atriði Álftamýr- arskóla bar titilinn „Flagð undir fögru skinni“. Morgunblaðið/Ómar „Lísa í Undralandi“ flaug áfram „Við verðum sem ríkisstjórn að hlusta, og þyki mönnum ósann- gjarnt að farið, eins og þeim þykir klárlega varðandi heilbrigðisgeir- ann, þá verður að bæta úr því þann- ig að þjóðin verði sáttari við þann niðurskurð. Jafna honum betur. Og menn eru að skoða það þessa dag- ana,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, spurður um skýringar á miklu fylgistapi rík- isstjórnarinnar í nýrri skoð- anakönnun. Verður þetta ekki skilið öðruvísi en svo að dregið verði úr niður- skurði úti á landi á kostnað höf- uðborgarsvæðisins. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir útkomuna ekki óvænta í ljósi þeirra erfiðu aðgerða sem stjórnvöld hafi þurft að ráðast í að undanförnu. »2 Morgunblaðið/Ómar Dýfa Stjórnin tapar miklu fylgi. Boðar end- urskoðun á niðurskurði Sparnaði jafnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.