Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þetta er byggt á erlendrifyrirmynd en sniðið aðÍslendingum og er að-allega sprottið út frá þörf að mér fannst. Ég hef rekið mig á að fólk hefur miklar rang- hugmyndir varðandi skammta- stærðir og hvernig samsetningin á nákvæmlega að vera. Þú getur al- veg borðað á grænmetisstað í há- deginu en samt borðað spínatla- sagna fyrir 1.500 kaloríur. Ég hef unnið við það í 18 ár að gefa fólki ráðleggingar um mataræði, láta það hafa matseðla og halda fyr- irlestra og þetta var eiginlega það eina sem var eftir að gera. Af þeirri stuttu reynslu sem er komin hafa viðbrögðin verið góð og ég tel að þetta geti gagnast enn betur en matseðlar og ráðleggingar. Þú mátt ekki borða mikið meira en 1.500 kaloríur ef þú ert kona sem ætlar að létta þig en strákarnir þurfa á milli 1.600 og 1.800 kalorí- ur. Núna er 1⁄5 af þeim sem panta matinn karlmenn og þetta fer vel í þá allflesta en á næstu dögum ætl- um við líka að bæta við 1.800 kalo- ríu matseðli. Hann verður í raun alveg eins, skammtarnir bara að- eins stærri,“ segir Gunnar Már. Lagt upp úr smáatriðunum Gunnar Már segir slíka þjón- ustu vera orðna gríðarlega vin- sæla, sérstaklega í Bandaríkj- unum, og hann telji að þetta verði næsta stóra nýjungin í heilsugeir- anum. Það góða við slíka matseðla sé að fólk þurfi ekki að taka inn töflur eða drekka próteinhristinga heldur sé þetta allt byggt á holl- um, góðum og ferskum mat og það sé aðlaðandi fyrir alla. Tveir kokkar sjá um elda- mennskuna ásamt hjálparkokkum og liggur mikil undirbúningsvinna að baki þar sem að í hverjum pakka eru frá fimm og allt upp í sjö litlir réttir yfir daginn. Í há- degis- og kvöldmat eru ýmist kjúklinga-, kjöt- eða fiskréttir. Sem dæmi um ótal rétti á matseðl- inum má nefna rækjusalat og plokkfisk bakaðan með blaðlauk og sætum kartöflum. Millimáltíðir eru gjarnan drykkir, ýmist græn- metis- eða ávaxtasafi eða boost gert úr skyri og ferskum ávöxtum til að gefa sætu en enginn hvítur Óskamataræði án fyrirhafnar Í dagsins önn getur reynst erfitt að halda mataræðinu í lagi þar sem við grípum gjarnan það sem hendi er næst en ekki endilega alltaf hollast. Margir eru líka með ranghugmyndir um skammtastærðir. Gunnar Már Sigfússon þjálfari hefur nú fengið tvo kokka í lið með sér til að auðvelda málin. Þeir útbúa máltíðir undir heitinu Shape en þær eru með réttu kaloríuinnihaldi fyrir þá sem vilja grennast. Þjálfari Gunnar Már Sigfússon Fáar vefsíður eru jafn þrælnytsam- legar fyrir útivistarfólk og vefur Veð- urstofu Íslands. Sérstaklega á þetta við um þær síður sem geyma veð- urþáttaspár Veðurstofunnar. Á þeim má sjá gríðarlega nákvæma spár fyrir alla veðurþætti, þ.e. fyrir vind, hita og úrkomu. Þar má t.d. sjá hversu mikið rok verður á Seltjarnarnesi kl. 15.00 í dag, og hversu miklu lygnara verður austar á höfuðborgarsvæðinu, t.d. í Fossvogi. Veðurþáttaspár fyrir allt landið blasa við á forsíðu vefjarins, vedur.is. Þegar smellt er á þær er síðan hægt að fá nákvæma spá fyrir mismunandi landsvæði, s.s. höfuðborgarsvæðið, Breiðafjörð, Vestfirði o.s.frv. Alltof margir halda að þegar veður- fréttamaður í sjónvarpinu segir að von sé á roki og rigningu verði fólk að búa sig undir að rokið og rigningin ráði ríkjum allan næsta dag. Svo er yfirleitt ekki. Á Íslandi eru oftast skúrir en ekki hellirigning og vind- styrkurinn er mjög missterkur. Þá eru sum svæði, t.d. á höfuðborgarsvæð- inu, mun skjólsælli en önnur. Vilji fólk fara út að hlaupa en forðast rokið eftir megni, er kjörið að byrja á að skoða veðurþáttaspárnar og velja sér tíma og hlaupaleið eftir þeim. Vefsíðan www.vedur.is Veðurþáttaspá Þar eru nákvæmar spár fyrir veðurþætti, vind, hita og úrkomu. Borgar sig að bíða eftir logni? Nú þegar veturinn er genginn í garð og hægir á taktinum í lífi margra er um að gera að nýta dimma tímann til að öðlast innri ró og styrkja líkamann í leiðinni. Jóga hentar einkar vel til þess, þar er gjarnan mikil áhersla á teygjur og stöður sem styrkja kroppinn, og reyndar er jóga líkamlega erfiðara en margur heldur. Áherslan á slök- un og öndun er jafnan mikil í jóga og veitir ekki af í því streitufulla samfélagi sem við lifum í. Gott er að stunda markvisst eitthvað sem róar hugann. Fólk getur valið ýmsar tegundir jóga, t.d. svokallað kaðla- jóga eða hotjóga, svo eitthvað sé nefnt. Endilega … … farið í jóga Morgunblaðið/Ómar Hotjóga Hressandi og slakandi. Einn virtasti sjónþjálfari heims, dr. Leo Ang- art, er nú staddur hér á landi. Hann hefur í rúman áratug haldið námskeið í sjónþjálfun en það eru þeir Birgir Jóhannesson, Hafsteinn Hafsteinsson og Guðmundur J. Haraldsson sem standa fyrir heimsókninni. En hún er lið- ur í gerð heimildamyndar sem þeir félagar vinna nú um dr. Angart. Lífsstílstengt vandamál „Við sem háskólamenntaðir menn, og ég verkfræðingur, erum allir forvitnir um slíkar nýjungar og vorum í fyrstu mjög skeptískir. En síðan fórum við að kynna okkur málin og byrjuðum að lesa bók William Bates, sem nærri öll læknastéttin var á móti, en hún kom út árið 1918. Hann tók eftir því að fólk sem vann langa og einhæfa kyrrsetuvinnu og var vant að horfa á hluti stutt frá sér, sá mun verr en fólkið sem bjó og starfaði úti á landi. Þetta skýrði Bates með því að í kringum augað eru sex vöðvar sem toga það til í allar áttir. Þessir vöðvar geta styst bæði hjá börnum og full- orðnum sem eru undir álagi en streita getur sest í augnvöðvann. Þá geta vöðvarnir stífnað vegna einhæfs lífstíls og sjónin versnað. Bates taldi sjónskerðingu því lífsstílstengt vandamál frekar en arfgengt,“ segir Birgir Jóhannesson rekstrarverkfræðingur. Meðvitund um sjónheilsu Dr. Angart vinnur eftir kenningu Bates en með þriggja mánaða þjálfun tókst dr. Angart að gera augun mjúk á ný og náði fullri sjón frá -5,5 sjónskerðingu áður. Hann þarf ekki að nota gleraugu í dag og segir að þeir sem hafi náð að vinna sig til baka séu miklu meðvitaðri um sjónheilsu og haldi þannig fullri sjón. „Við erum ekkert að segja til um það hvort fólk eigi að nota gleraugu eða ekki, heldur frekar að sýna fram á að þetta sé annar möguleiki fyrir fólk. Við viljum líka frekar að auglæknar verði hluti af þessari lausn og erum til að mynda í samstarfi við Plusminus Optic Gleraugnaversl- un. Þá erum við boðnir og búnir til að senda fólki þær upplýsingar sem við höfum fundið og það getur prófað þetta eitt með sjálfu sér. Þó er mikilvægt að kunna æfingaplanið en dr. Angart segir að það sé mun árangursríkara að gera léttar æfingar í stuttan tíma í senn og oft yfir daginn, frekar en að gera eina langa æf- ingu,“ segir Birgir. maria@mbl.is Sjónin löguð með sjónþjálfun Sjón Auga er stórmerkilegt fyrirbæri og hægt er að þjálfa sjónina. Leiðandi Daninn dr. Leo Angart er einn virtasti sjónþjálfari heims. Kvöldsnarl Popp- korn er sett í ný- stárlegan búning og blandað saman við ýmislegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.