Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eggert Jafnvægi Ferskt grænmeti í bland við kjöt, kjúkling og fisk er uppistaðan í Shape máltíðunum. því það vill verða einhæft og dauft. Það vill frekar geta borðað eðlileg- an mat en fengið hollari útgáfu af honum,“ segir Gunnar Már. Aðaláhugasviðið Aðspurður hvort ekki sé erfitt að finna endalaust nýjar hug- myndir segir Gunnar Már að hann og kokkarnir Snorri og Helgi hafi unnið lengi í þessum geira auk þess sem hann hóf sjálfur kokka- nám á sínum tíma. Þetta sé því hans áhugasvið og hann leggi mikla áherslu á mataræðið í sínu starfi þar sem þeir sem léttist séu þeir sem taka mataræðið föstum tökum, þótt allir komist vissulega í betra form og styrkist af því að hreyfa sig. Hann hefur lengi gefið fólki uppskriftir og segist því eiga ýmislegt í handraðanum. Þeir fé- lagar séu líka nýjungagjarnir og sífellt að prófa sig áfram. Nú ligg- ur t.d. fyrir að bæta hráköku með dökku súkkulaði við kvöldsnarlið til móts við poppið. sykur er notaður. Seinnipartinn er líka ýmiskonar góðgæti á matseðl- inum eins og t.d. speltvöfflur með bláberjum. Þá fylgir með nýstár- legt kvöldsnarl en það er algjör- lega fitulaust popp sem kryddað er á nýstárlegan hátt t.d. með kakói, piparrót, sítrónu- og rauð- rófusafa. Eðlilegur matur „Það er mikið lagt upp úr smáatriðunum og að gera hluti sem fólk myndi líklegast aldrei nenna að gera sjálft. Ég orðaði þetta einu sinni þannig að þetta væri mitt óska- mataræði ef maður væri með einkakokk. Mað- ur fær á tilfinn- inguna að fólk vilji ekkert endi- lega borða heilsufæði DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 n o a t u n . i s ÓDÝRT 100% HREINN SA FI Fljótlegt og gott í Nóatúni ÝSUFLÖK ROÐ- OG BEINLAUS KR./KG 1390 LÍF SAFAR 2 TEG., 1 L 129 KR./STK. HAUST HAFRAKEX 229 KR./PK. ALLRA SAMLOKUBRAUÐ KR./PK. 149 Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI FERSKIR Í FISKI KJÚKLINGALEGGIR MEÐ ENGIFERI, HVÍTLAUKI OG KORÍANDER KR./KG 849 Reykjavíkurborg hefur samþykkt að byrja vinnu við deiliskipulag á eiðinu út í Geldinganes en þar hefur Kajak- klúbburinn áhuga á að reisa hús fyrir sína starfsemi. Klúbburinn er nú þeg- ar með nokkra gáma á svæðinu sem notaðir eru sem kaffistofa, búnings- aðstaða og geymsla fyrir um 140 sjókajaka. Þorsteinn Guðmundsson, formaður húsnæðisnefndar klúbbs- ins, segir að Kajakklúbburinn hafi mikinn áhuga á að reisa húsið í sam- vinnu við aðra siglingaklúbba og bendir á að engin slík starfsemi sé nú í boði fyrir börn og unglinga í Grafarvogi. Svæðið sem um ræðir sé fjölbreytt og fallegt róðrasvæði sem sé þar að auki skjólgott, og það auðveldi mönnum að róa allan árs- ins hring. Miðað er við að húsið verði að hluta til á tveimur hæðum. Flatarmálið verði um 300-400 m², með möguleika á stækkun upp í 600 m². Byrja á deiliskipulagi fyrir Kajakklúbbinn Skipuleggja Kajakklúbburinn vill gjarnan fá aðra klúbba til samstarfs. Vilja varanlega aðstöðu á eiðinu Margur hjólreiðakappinn rann til í óvæntri hálkunni sem kom um dag- inn. Það getur verið verulega vara- samt að hjóla í hálku og dæmi um að fólk beinbrotni illa við að detta á mik- illi ferð á hjólum sínum. Raunin er líka sú að það er oftast miklu meiri hálka á hjólreiðastígum og gang- brautum heldur en á götunum þar sem bílarnir aka, einfaldlega vegna þess að þar er ekki borið salt í hálku. En það er engin ástæða til að leggja hjólinu og hætta að hjóla yfir vetrar- mánuðina, því rétt eins og með bíl- ana þá er hægt að kaupa nagladekk undir reiðhjólin. Þau fást í reið- hjólaverslunum. Örninn, GÁP, Markið og Everest selja nagladekk og þau er hægt að fá ýmist lítið negld eða mik- ið negld. Þau sem eru negld einvörð- ungu í köntunum kosta 6-7.000 krón- ur en þau sem eru mikið negld kosta um 10.000 kr stykkið. Sumir láta jafnvel duga að kaupa aðeins nagla- dekk að framan, en öruggast er auð- vitað að hafa bæði dekkin negld. Veturinn kallar á annan dekkjabúnað Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjólreiðar Nauðsynlegt er að fara varlega þegar hálkan kemur. Nagladekk á reiðhjól í hálkunni Fyrirkomulagið er þannig að fólk pantar sér máltíð næsta dags fyrir hádegi daginn áður. Pantað er á vefsíðunni www.shape.is en dæmi um matseðla má sjá á samnefndri Facebooksíðu. Mat- urinn er sóttur á hádegi og þá fær fólk í einum pakka hádegismat, millibita, kvöldmat og kvöldsnarl svo og morgunmat og milli- bita fram að hádegi næsta dag. Ýmist er hægt að panta einn dag í einu eða fleiri eftir því sem hentar fólki best. Allt í einum pakka HVERNIG VIRKAR SHAPE Þeir sem stunda mikla hreyfingu ut- andyra allan ársins hring þurfa að huga að ýmsu þegar kuldaboli byrj- ar að bíta með vetrarkomunni. Hvort sem fólk skokkar daglega, hjólar mikið, gengur á fjöll eða stundar aðra hreyfingu úti, þá er ekki nóg að klæða sig betur við breyttar aðstæður, heldur þarf líka að huga að húðinni. Frost fer illa með húðina og margir fá slæma þurrkbletti yfir veturinn. Því er nauðsynlegt að verja húðina með tilheyrandi kremum, og bera á and- litið nokkru áður en haldið er út og leyfa kreminu að ganga inn í húð- ina, því ekki er heppilegt að fara beint út með blautt krem. Hver og einn þarf að finna sér vetrarkrem við sitt hæfi og gott er að leita ráða hjá fagaðilum, í apótekum eða snyrtivörubúðum. Verndið húðina í frosti Frost fer illa með húðina Morgunblaðið/Ómar Hressandi Gaman að hlaupa í kulda. Hreyfing og útivist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.