Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Á morgun, miðvikudag, kl. 20 standa samtökin Heimili og skóli fyrir borgarafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundurinn er hluti af eineltisátaki sem samtökin standa fyrir. Borgarafundir og jafningja- fræðslufundir hafa nú verið haldnir á 10 stöðum á landinu. Um 180 nem- endur voru á tveim fundum sem haldnir voru í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla og yfir 100 nemendur úr efstu bekkjum grunnskóla sóttu fund sem haldinn var í Mennta- skólanum í Borgarnesi. Fjölmenni var á tveim borgarafundum sem haldnir voru í Hlymsdölum á Egils- stöðum og Borgarnesi. Þá voru fundir í Vestmannaeyjum og Horna- firði vel sóttir og umræður líflegar. Egilsstaðir Fundurinn um einelti var vel sóttur þar sem annars staðar á landinu. Eineltisfundur Í ár eru 100 ár síðan konur hófu þátttöku í skátastarfi. Í tilefni af því stendur Bandalag íslenskra skáta í samstarfi við St. Georgs-gildin á Ís- landi fyrir málþingi þar sem konur ræða reynslu sína af skátastarfi. Málþingið fer fram í dag, þriðjudag, kl. 20-22.30 í Háskólanum í Reykja- vík. Frummælendur rifja upp minn- ingar úr skátastarfinu og ræða þýð- ingu þess fyrir sig sem einstaklinga og virka þjóðfélagsþegna. Á þessum tímamótum er vert að varpa ljósi á hvort og þá hvernig skátastarfið jók á starfshæfni og lífsleikni viðkom- andi kvenskáta. Aðgangur er ókeypis. Æskilegt er að þátttakendur skrái sig með tölvupósti á netfangið skatar@skat- ar.is. Málþing um 100 ára starf kvenskáta Fundur verður haldinn í sal Lauga- lækjarskóla að frumkvæði hinna óformlegu hverfissamtaka Laugar- neshverfis í dag, þriðjudag kl. 16.30- 18. Þar verður hlýtt á mál fimm full- trúa ólíkra sjónarhorna. Fulltrúi múslima verður Salman Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, fulltrúi kristinna Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugar- neskirkju, fulltrúi trúlausra Bjarni Jónsson, stjórnarmaður í Siðmennt, fulltrúi grunnskólasamfélagsins Jón Páll Haraldsson, aðstoðarskólastjóri í Laugalækjarskóla, og fulltrúi leik- skólasamfélagsins Kristín Dýrfjörð, lektor við Háskólann á Akureyri. Hver framsögumaður talar í 7 mín- útur. Þegar öll erindin hafa verið flutt mun Gunnar Hersveinn rithöfundur draga saman það helsta sem sagt hefur verið. Allir eru velkomnir. Ólík sjónarhorn Fermingarbörn úr 65 sóknum á öllu landinu munu ganga í hús dagana 1.-9. nóvember og safna peningum til vatnsverk- efna Hjálpar- starfs kirkj- unnar í Malaví, Úganda og Kenía. Starfsfólk kirkj- unnar fræðir 3.000 fermingarbörn um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega skort á hreinu vatni. Í fræðslunni heyra börnin um árangur af starfi kirkjunnar við að aðstoða þá sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni. Þetta er í tólfta sinn sem söfn- unin er haldin en í fyrra söfnuðust 8,2 milljónum króna. Fermingarbörn safna fyrir Afríku STUTT BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Helgi Hjörvar, formaður Íslandsdeildar Norður- landaráðs og forseti Norðurlandaráðs, segir að norræn samvinna hafi skilað miklu, hún sé á mörgum sviðum og eigi eflaust eftir að aukast enda sé mikill stuðningur við það. 62. þing Norðurlandaráðs verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík dagana 2. til 4. nóvember og verður sett klukkan 14.30 í dag. Fulltrúar á þinginu verða forsætisráðherrar og aðrir ráð- herrar og þingmenn frá öllum norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðunum. Helgi segir að gert sé ráð fyrir milli 600 og 700 erlendum gestum. Margir í stofnunum og ráðum Í Norðurlandaráði eru 87 fulltrúar og þar af sjö íslenskir – Helgi Hjörvar, Álfheiður Ingadótt- ir, Ásmundur Einar Daðason, Bjarni Benedikts- son, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigríður Ingi- björg Ingadóttir og Siv Friðleifsdóttir. Ísland á auk þess fulltrúa í öllum 10 fagráðherranefndum Norrænu ráðherranefndarinnar og í hópi sam- starfsráðherranna. Þá á Ísland fulltrúa í nokkrum stjórnum norrænna stofnana sem heyra undir ráðherranefndina. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þingmanna sem er ráðgefandi fyrir norrænu ríkisstjórnirnar og vinnur að sameiginlegum niðurstöðum á ýmsum sviðum. Norræna ráðherranefndin er vettvangur ríkissstjórnasamstarfsins. Þar er lögð áhersla á rannsóknir og nýsköpun, loftslagsmál og um- hverfisvernd, og menningar- og velferðarmál. Halldór Ásgrímsson var á dögunum endurráðinn framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndar- innar til tveggja ára. Kreppan og grænn hagvöxtur Að lokinni þingsetningu í dag hefst norrænn leiðtogafundur undir yfirskriftinni Grænn hag- vöxtur – leiðin út úr kreppunni. Helgi segir að fjallað verði um tvöfalda kreppu og sameiginlegar lausnir. Annarsvegar um fjármála- og efnahags- kreppuna og hvernig koma megi fótum undir at- vinnulífið á ný. Hinsvegar um umhverfiskreppuna og áhrif loftslagsbreytinga á umhverfið. Eftir leiðtogafundinn kynnir forsætisráð- herra Finnlands formennskuáætlun Finnlands í Norrænu ráðherranefndinni 2011. Í fyrramálið verða almennar umræður. Þá verður m.a. rætt um skýrslu ríkisstjórnar Danmerkur um brottvísun norrænna ríkisborgara. Helgi bendir á að mikil- vægt sé að norrænir þegnar njóti sömu réttinda í löndunum en afstaða Dana hafi m.a. bitnað á Ís- lendingum. Styrkur Bókin Sambandsríkið Norðurlönd (För- bundsstaten Norden) eftir Gunnar Wetterberg er ársrit Norrænu ráðherranefndarinnar og Norður- landaráðs 2010. Wetterberg segir að það geti tek- ið 15 til 20 ár að mynda norrænt sambandsríki og hann færir rök fyrir hugmyndinni í bókinni. Í mars 2009 samþykktu norrænu samstarfs- ráðherrarnir að styrkja Íslendinga með 18 millj- ónum danskra króna, rúmlega 370 milljónum ís- lenskra króna, á tveggja ára tímabili, til þess að gera Íslendingum kleift að sinna norræna sam- starfinu af fullum krafti. Kostnaður Íslands vegna þingsins er um 40 milljónir króna, að sögn Helga. Í tengslum við Norðurlandaráðsþingið verða afhent verðlaun Norðurlandaráðs á sviði bók- mennta, tónlistar, kvikmynda og umhverfis. At- höfnin verður í Íslensku óperunni og hefst kl. 18.30 á morgun. Mikill stuðningur við aukið norrænt samstarf  Milli 600 og 700 erlendir gestir sækja Norðurlandaráðsþing í Reykjavík Morgunblaðið/RAX Fundur Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir kynna þing Norðurlandaráðs. Ár- legt framlag Íslendinga til norræns samstarfs er um 230 milljónir íslenskra króna. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hlýtt var í nýliðnum október og hiti á landinu einu til tveimur stigum yf- ir meðallagi áranna 1961-1990. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Hlýindin voru óvenjuleg framan af mán- uðinum, en síðan kólnaði og var hiti síðari hlutann nærri meðallagi og suma daga undir því. Því varð þetta enginn metmánuður eins og stefndi í á tímabili. Úrkoma var víðast hvar minni en í meðalári nema sums stað- ar á Norðaustur- og Austurlandi. Meðalhitinn í Reykjavík var 6,3 stig, 1,9 stigum ofan meðallags. Á Akureyri var meðalhitinn 4,3 stig en það er 1,3 stigum ofan með- allags. Í Reykjavík var mánuðurinn sá hlýjasti frá 1985, en ámóta hlýtt var í október 2001. Á Akureyri var hlýrra í október 2007 en nú. Hæsti hiti á landinu mældist á Sauðárkróksflugvelli 2. október, 17,4 stig. Á mönnuðu stöðvunum varð hiti hæstur á Reykjum í Hrúta- firði hinn 2. og í Stafholtsey í Borg- arfirði hinn 3., 15,4 stig. Lægsti hiti í mánuðinum mældist á nýrri veðurstöð í Gæsafjöllum norður af Mývatni, -18,5 stig, hinn 25. Í byggð varð hiti lægstur í Svartárkoti sama dag, -16,3 stig. Lægstur hiti á mannaðri veðurstöð mældist sama dag á Staðarhóli, -15,0 stig. Þurrt var um landið vestanvert. Í Reykjavík mældist úrkoman 41,3 millimetrar og er það tæpur helm- ingur meðalúrkomu. Úrkoma var síðast svona lítil í Reykjavík í októ- ber 2003. Á Akureyri mældist úr- koman 58,3 mm og er það í með- allagi. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 146,5 mm og er það í tæpu meðallagi. Óvenjulítil úrkoma mældist á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum, 61,4 mm. Ámóta lítil úrkoma mældist þar í október 1981, en úr- koma hefur aðeins einu sinni mælst minni í október, það var 1966 þegar hún mældist 50,6 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 104 og er það 21 stund um- fram meðallag. Á Akureyri mæld- ust sólskinsstundirnar 44 og er það sjö stundum undir meðallagi. Mánuðurinn var hægviðrasamur og hefur meðalvindhraði í október ekki verið jafnlágur síðan 2003. Loftþrýstingur var lítillega yfir meðallagi. Í Reykjavík eru fyrstu 10 mán- uðir ársins jafnhlýir og sama tíma- bil hefur orðið hlýjast áður en það var á árinu 2003. Munur á þessum árum tveimur og fyrstu 10 mán- uðum ársins árið 1939 er ekki marktækur. Árið á enn möguleika á að verða það hlýjasta í Reykjavík frá upphafi mælinga, segir Trausti. Októbermánuður sló engin met Morgunblaðið/Ernir Stillur Fuglarnir og húsin speglast í hálffrosinni Tjörninni.  Hitinn í mánuðinum var þó vel yfir meðallagi víða um land  Árið á ennþá möguleika á að verða það hlýjasta í Reykjavík frá upphafi mælinga Íslandsdeild Norðurlandaráðs leggur til að Norðurlandaráð mæli með því við Norrænu ráðherranefndina að nefnd sérfróðra vísinda- manna og lækna verði falið að safna upplýs- ingum og skila skýrslu með yfirliti yfir nor- rænar og aðrar rannsóknir og meðferðir við mænuskaða. Nefndin geri jafnframt tillögur um úrbætur um rannsóknir og meðferðir á mænuskaða. Í skýringum með tillögunni kemur meðal annars fram að framfarir í bráðalækningum þýði að stöðugt fleiri lifa af slys og samfara því lifa æ fleiri af með mænuskaða. Standa verði vörð um lífsgæði þeirra sem hljóta mænuskaða og möguleika á samfélagsþátt- töku. Þingmannatillaga MÆNUSKAÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.