Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Árásirnar átvíbura-turnana í New York og her- málaráðuneytið í Washington fyrir tæpum áratug voru viðurstyggi- legar og fordæmdar víðast. Þann dag sem ódæðið var framið var oftast haft á orði að fátt yrði samt í heiminum eftir það. Það reyndist rétt. En hvernig horfir myndin við frá sjónarhorni hermd- arverkamannanna og þeirra sem þjálfuðu þá og sendu til árásarinnar? Sjálfsagt telja þeir að að- gerðin hafi heppnast nær full- komlega ef frá er talið að hug- rakkir farþegar einnar þotunnar náðu að koma í veg fyrir að henni væri steypt sem eldsprengju á Hvíta húsið eða Þinghúsbygginguna. Þús- undir saklausra borgara týndu lífi í aðgerðinni. Sá mikli skaði varð ekki endir heldur fremur upphaf. Hefnd- araðgerðir og „fyrirbyggjandi aðgerðir“ fylgdu í kjölfarið og þar særðist og dó margur sem átti ekki sökótt við neinn. En málinu lauk heldur ekki þar. Óttinn við hryðjuverk tók sér bólfestu í brjósti almennra borgara víða um heim og hef- ur ekki þaðan vikið. Og við- brögð yfirvaldanna hafa verið margvísleg og valdið almenn- ingi í heiminum ómældum óþægindum, ekki síst flug- farþegum og ekki þarf að spyrja um útgjaldahliðina. Auðvitað er ekki hægt að útiloka að umfangsmikil leit á farþegum og í farangri hafi bjargað mannslífum, en ekki hafa þó enn borist fréttir um að sprengjur hafi fundist við vopnaleit. Vissu- lega má vænta þess að fæling- armáttur öryggis- aðgerða skýri það að einhverju leyti. En það er óneit- anlega ekki fallið til þess að skapa traust á ör- yggisþættinum, að síðustu allmargar tilraunir til að sprengja flugvélar í loft upp hafa misheppnast vegna þess eins að sprengjubúnaðurinn virkaði ekki eins og til hafði verið stofnað. Sprengjurnar höfðu í öllum tilvikum „komist í gegn“ í skósólum, nær- buxum eða í póstfarangri far- þegaflugvéla. Jafnvel þótt faðir eins tilræðismannsins hefði gengið svo langt að vara öryggisstofnanir við syni sín- um dugði það ekki til. Sá komst um borð með búnað sinn og náði að ræsa hann að hluta. Í Bandaríkjunum einum hefur verið stofnað til nýrra leynistofnana þar sem hundr- uð þúsunda manna starfa og framleiða tugi greinargerða á dag um margvíslegar hættur sem uppi eru. Hætt er við að margt geti týnst í slíkum haug. Og einnig er líklegt að persónuleg réttindi borg- aranna minnki og öryggis- heimildir til að bregðast við hermdarverkamönnum verði misnotaðar gagnvart þeim. Þess sjást þegar merki. Dæmið sem hinn breski Brown gaf lofar ekki góðu, en hann setti Ísland á lista yfir 10 ógnvænlegustu hryðju- verkaöflin í heiminum þá stundina og þar skipaði Osama Bin Laden efsta sætið. Honum hlýtur að hafa verið skemmt. Óttinn við hryðju- verk hverfur ekki þrátt fyrir yfirþyrm- andi öryggis- aðgerðir} Götótt eftirlit Ísland hefur ítuttugu mán- uði setið uppi með ríkisstjórn sem hefur helst afrek- að það að hafa dregið máttinn úr atvinnulífinu og aukið á vanda heimilanna. Svo að segja á öllum sviðum hefur ríkisstjórninni tekist að fara í þveröfuga átt við það sem æskilegt hefði verið og afleið- ingin er verra efnahags- ástand og lakari staða heim- ilanna í landinu en ástæða var til. Við þessar aðstæður er já- kvætt að fram komi tillögur sem eru nánast alger and- hverfa stefnu ríkisstjórn- arinnar. Þingsályktun- artillagan sem sjálfstæðismenn boðuðu í gær að lögð yrði fram á Alþingi á fimmtu- dag yrði mikið framfaraspor næði hún fram að ganga. Þar er gert ráð fyrir að afnema skattahækkanir ríkisstjórn- arinnar, ýta undir atvinnu- sköpun og bæta stöðu skuld- ugra heimila. Tillögurnar eru kynntar undir yfirskriftinni „Gefum heimilum von“ og er ekki van- þörf á eftir langvarandi von- leysi núverandi ríkisstjórnar. Heimili landsins geta ekki lengur búið við óbreytta stjórnarstefnu. Þau eiga skil- ið að öðlast nýja von. Hugmyndirnar hafa þann kost að vera andhverfa stefnu ríkisstjórnarinnar} Tillögur að stefnubreytingu Á dögunum lét Mohamed El-Erian, framkvæmdastjóri stærsta skulda- bréfasjóðs heims, þau orð falla á ráðstefnu í New York að gjaldþrot gríska ríkisins væri óumflýjanlegt. Skuldir gríska ríkisins nema nú um 120% af landsframleiðslu og miðað við efnahagsáætlun stjórnvalda í tengslum við neyðarlán ESB og AGS verður hlutfallið komið í 150% innan þriggja ára. El-Erian benti á að efnahagsáætlunin sner- ist fyrst og fremst um niðurskurð og hann einn og sér leysir ekki sjálfan skuldavandann. Til þess þarf hagvöxt og fátt bendir til þess að hann verði mikill í Grikklandi á næstu árum. Ekki síst í ljósi þess að þarlendir stjórnmálamenn héldu þannig á málum að aðildin að evrusvæðinu hefur grafið verulega undan samkeppnishæfni hagkerfisins. Sem betur fer datt engum ráðstefnugesti í hug að spyrja El-Erian hvernig hann mæti stöðu mála hér á landi. Ástæðan fyrir því er einföld: Skuldir hins opinbera nema um 100% af landsframleiðslu í fyrra séu lífeyr- isskuldbindingar taldar með. Þetta hlutfall mun fara hækkandi á næstu árum þar sem áætlað er að ríkissjóður verði áfram rekinn með halla á næstu árum þó svo að mik- ill niðurskurður sé ráðgerður. Útlit er fyrir að hagvöxtur verði neikvæður í ár og verði jafnframt enginn á næsta ári. Þetta þýðir einfaldlega að skuldastaðan versnar enn frekar. Með öðrum orðum: Skuldastaða ríkisins getur vart tal- ist sjálfbær og þær efnahagsáætlanir sem byggjast á því að skuldahlutfallið verði komið í 60% af landsframleiðslu innan fárra ára eru byggðar á mikilli bjartsýni, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Þó svo að samkeppnisstaða íslenskra út- flutningsfyrirtækja hagnist á lágu raungengi krónunnar hafa helstu drifkraftar hagvaxtar – fjárfesting og einkaneysla – fjarað út. Lítill áhugi virðist vera meðal ráðamanna og þeirra sem véla með peningamálastefnuna að magna upp þessa krafta. Allt tal um rísandi land undir slíkum kring- umstæðum er fyrst og fremst til marks um undarlega kímnigáfu. Nær lagi er að líta aftur til sögunnar til þess að fá innsýn í þann vanda sem við er að etja. Í fljótu bragði virðist ástandið á Íslandi líkjast þeim efnahagsvanda sem kom upp í sumum ríkjum Rómönsku-Ameríku við upphaf níunda áratugarins. Gríðarlegur skuldavandi í kjölfar mikils innflæðis á fjármagni sem átti rætur sínar að rekja til breytinga í alþjóðahagkerfinu. Eftir að fjár- magnið hætti að flæða stóðu þessi ríki uppi afar skuldsett og hagkerfi þeirra voru illa búin til þess að laga sig að breyttu jafnvægi. Við tók áratugur skuldakreppu, at- vinnuleysis og stöðnunar og á endanum þurfti að koma til víðtækra skuldbreytinga í samstarfi við alþjóðastofnanir og bandarísk stjórnvöld. Því miður virðumst við að vera feta sama veg, hvort sem okkur líkar betur eða verr. ornarnar@mbl.is Örn Arnarson Pistill Ástandið er vont og fer versnandi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þ róunin í Grímsvötnum að undanförnu er mjög lík því og var í aðdraganda eldgossins 2004. Ef hlaupið kemur eldgosi af stað nú, á sama tíma í ferlinu og fyrir sex árum, gæti það hafist síðdegis í dag. „Atburðarásin núna er furðu- lega lík atburðunum 2004. Því er lík- legt að ef til goss kemur verði það svipað og þá,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísindamenn gátu séð á jarð- skjálftamælum 28. október 2004 að hlaup væri byrjað að grafa um sig í Grímsvötnum. Hlaupið niður Skeiðará hófst síðan fyrir alvöru að- faranótt 30. október. Það kom af stað eldgosi sem hófst að kvöldi 1. nóv- ember. Við hlaup úr vötnunum lækk- aði vatnsborð Grímsvatna og þar með fargið ofan á kvikuhólfinu og þegar kvikuhólfið er nálægt brotmörkum getur vatnsborðslækkun dugað til þess að hólfið bresti, kvika leitt til yf- irborðs og gos hafist. Á vef Jarð- fræðistofnunar er minnt á að talið sé að þetta hafi gerst 1922 og 1934 og margoft á 19. öld. Við eldgosið 2004 var í fyrsta skipti hægt að staðfesta þessa kenningu Sigurðar Þórarins- sonar jarðfræðings. Kvikusöfnun í sex ár Páll Einarsson segir að eldstöðin hafi safnað kviku frá því eftir eldgosið 2004. Fyrr á þessu ári hafi kviku- þrýstingur verið kominn upp fyrir það sem var fyrir sex árum. Því hafi vísindamenn síðustu mánuði talið að eldstöðin væri tilbúin að gjósa við næsta hlaup, öfugt því sem var við lít- ið hlaup sem varð fyrir tveimur árum. Íshellan virðist hafa skaddast í Gjálpargosinu 1996 og Grímsvatna- gosinu 2004 þannig að jökullinn hefur sjaldan náð að safna vatni í stór hlaup. „Nú hefur safnast þarna upp vatn í tvö ár þannig að hlaup var fyrirsjáanlegt. Það er bara spurning hvort hlaupið myndi virka eins og gikkur á eldstöðina, eins og 2004,“ segir Páll. Talið er að hlaupið í Gríms- vötnum hafi byrjað síðdegis á fimmtudag en það var staðfest á föstudag. Hlaup í Gígjukvísl hófst síðan fyrir alvöru í fyrradag, 31. október. Hlaupið hefst því á sama mánaðardegi eða degi seinna en fyrir sex árum. Það er væntanlega til- viljun. Mælingar Veðurstofunnar benda til að hlaupið vaxi hraðar nú en 2004 og það nái hámarki á 3-4 sólar- hringum. Þá kemur jökulvatnið nú niður Gígjukvísl í stað Skeiðarár vegna breytinga sem orðið hafa á jökulsporðinum. Óvanalega snöggt gos Ef þróunin heldur áfram í sama takti og 2004 má búast við að eldgos hefjist í Grímsvötnum í dag. Þegar þetta er skrifað er eldstöðin þó ekki farin að senda nein merki um það. Páll segir að ef til goss kemur megi búast við að það verði mest fyrstu tvo sólarhringana en svo dragi smám saman úr og vísar til reynsl- unnar frá 2004. Talið er að gosinu hafi lokið að kvöldi 5. nóvember eða snemma að morgni 6. nóvember 2004. Var þetta óvanalega snöggt gos því Grímsvatnagos hafa oft staðið yfir frá einni til þremur vikum. Vegagerðin telur að brýrnar á Gígjukvísl ráði við jökulflóðið, ef það verði svipað og áður. Öskustrókurinn getur hins vegar truflað flugumferð, eins og gerðist 2004. Atburðarásin lík að- draganda gossins 2004 Hlaup getur komið af stað gosi Grímsvötn Sk ei ða rá rj ök ul l Hábunga Þórðarhyrna Grænalón Öræfa- jökull Skaftafell Hlaup í Gígjukvísl G íg ju kv ís l Sk ei ða rá 1 Gos hefst undir jökli 2 Gosið brýst upp úr jöklinum 3 Eldvarp nær upp úr vatnsborði Berggrunnur Gosrás,hraunkvika Sigketill Jökull Bræðslu- vatn Bólstraberg Vatn brýst undan jökli í jökulhlaupi og minnkar þrýsting á gosrásina Berggrunnur Gjóska Berggrunnur Gjóska breytist síðar í móberg Hraun getur farið að renna Vitað er um að minnsta kosti 60 gos í eldstöðvakerfi Gríms- vatna síðustu 800 ár og hafa flest þeirra orðið innan Gríms- vatnaöskjunnar. Er þetta því virkasta eldstöðin á Íslandi. Eldvirkni var í lágmarki á árunum 1938 til 1996. Aðeins er staðfest að smágos varð 1983 en það er talið upphafið að nýju óróatímabili. Mikið eldgos varð á árinu 1996 í Gjálp, 10 km norðan Grímsvatna, ásamt miklum flóðum sem lokuðu Hring- veginum. Síðan urðu gos í Grímsvötnum í desember 1998 og nóvember 2004. Hefðbundin Gríms- vatnagos eru sjaldnast stór en geta verið öflug skamma hríð í upp- hafi. Gosmökkurinn getur truflað flug- umferð. Virkasta eld- stöð landsins YFIR 60 GOS Í ELD- STÖÐVAKERFI GRÍMSVATNA Páll Einarsson prófessor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.