Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 © IL V A Ís la n d 20 10 KONUKVÖLD MIÐVIKUDAGINN 3. NÓVEMBER Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er verra en hundsbit, víst er það, en kemur ekki alls kostar á óvart. Ríkisstjórnin er nýbúin að leggja fram erfiðustu efnahagsað- gerðir sem ég man eftir, sem ein- kennast af umdeildum skattahækk- unum og erfiðum niðurskurði. Nákvæmlega á sama tímapunkti eru kjósendur afar ósáttir við það að úr- ræði sem varða húsnæðisskuldir skuli hafa dregist á langinn, en þau eru sem betur fer að komast í loka- vinnslu. Við þessar aðstæður er það ekki undrunarefni að fylgið hverfi frá ríkisstjórninni, og enn síður að forystuflokkur hennar, Samfylking- in í þessu tilviki, tapi mestu,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra, aðspurður um nýja könnun þar sem stuðningur við ríkisstjórn- ina mælist 30%. Horfist í augu við mistök „Hitt er jafnljóst, að auðvitað verður ríkisstjórn að bæta úr ef henni hafa orðið á mistök. Þjóðin hefur rækilega sýnt fram á að henni þykir ríkisstjórninni hafa orðið á mistök í aðgerðum varðandi niður- skurð í heilbrigðismálum. Þá verðum við sem í henni sitjum að skoða ræki- lega hvernig hægt er úr að bæta.“ – Verður dregið í land? „Við verðum sem ríkisstjórn að hlusta, og þyki mönnum ósanngjarnt að farið, eins og þeim þykir klárlega varðandi heilbrigðisgeirann, þá verður að bæta úr því þannig að þjóðin verði sáttari við þann niður- skurð. Jafna hann betur. Og menn eru að skoða það þessa dagana.“ Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra telur fylgisdýfuna skiljanlega í ljósi þeirra erfiðu ákvarðana sem stjórnvöld hafi tekið. „Ég get nú ekki sagt að það komi mikið á óvart þótt stuðningur við stjórnina taki dýfu. Þetta er búinn að vera umbrotamánuður. Við lögðum fram mjög erfitt fjárlagafrumvarp í byrjun mánaðarins og umræðan hef- ur dálítið markast af þeim erfiðleik- um sem við erum að glíma við.“ Skipta ekki mestu máli – Nú mælist fylgi Sjálfstæðis- flokksins 36% en stjórnarinnar 30%. Er þetta ykkur í Vinstri grænum ekki mikið áhyggjuefni? „Að sjálfsögðu vildi maður alltaf fá betri útkomu í könnunum en þær eru ekki það sem skiptir mestu máli. Og ég sé nú ekki að stjórnarandstaðan komist neitt vel út úr þessu.“ – Nú var efnt til fjölmennra mót- mæla í Reykjavík í byrjun síðasta mánaðar og í kjölfarið boðaði ríkis- stjórnin til samráðsfunda með hags- munaaðilum. Bendir þessi könnun ekki til að stjórninni hafi mistekist að leiða þjóðina saman? „Nei. Það gerir það alls ekki enda er það samstarf enn í fullum gangi og við erum að vonast til að draga fari að niðurstöðum í því. Þannig að það á ekki að dæma það fyrirfram þótt mönnum liggi mikið á og hafi áhuga á að bera fram mikið af jákvæðum spurningum. Látum það njóta vaf- ans þangað til niðurstöður liggja fyr- ir í því. Ég held að það hafi verið mjög gagnlegt að fá alla að borðinu, bankastofnanir, lífeyrissjóði, hags- munasamtök og stjórnvöld. Það þarf að gera meira af því vegna þess að við Íslendingar höfum okkur ekkert í gegnum þetta sem þjóð nema allir leggist á árarnar. Þa[ þurfa allir að vera sér meðvitandi um ábyrgð sína í því sambandi og þar á meðal fjöl- miðlar.“ Verður að vera uppbyggilegt – Hvað áttu við með því? „Það er að sjálfsögðu rétt og skylt að vera með gagnrýna umfjöllun og veita stjórnvöldum aðhald. Það eiga góðir fjölmiðlar að gera. En það þarf að vera uppbyggilegt um leið og það má ekki tala okkur algerlega niður úr gólfinu. Við þurfum auðvitað að varðveita trú okkar á það að við kom- umst út úr þessu sem þjóð. Við eig- um að hjálpast einhvern veginn að því að hlúa að trúnni á framtíðina.“ Útkoma könnunar „verri en hundsbit“  Össur boðar endurskoðun á niðurskurði í heilbrigðismálum  Steingrímur átelur fjölmiðla  Tali þjóðina niður úr gólfinu Össur Skarphéðinsson Steingrímur J. Sigfússon Hreyfing á fylgi » Samkvæmt nýjum þjóð- arpúlsi Capacent Gallup nýtur ríkisstjórnin stuðnings 30% aðspurðra, en naut stuðnings 40% í síðasta mánuði. » Fylgi hvors stjórnarflokksins mælist 18%, 36% styðja Sjálf- stæðisflokkinn, 12% Framsókn og 8% Hreyfinguna. Þótt veðrið hafi verið hráslagalegt að undan- förnu og skammdegið færst í aukana hafa sólar- geislarnir stundum náð að brjóta sér leið í gegn- um skýjahuluna. Spáð er norðan 15-23 m/s á vestanverðu landinu í dag, annars hægari. Þurrt verður syðra, annars víða snjókoma eða slydda. Skammdegið færir sig upp á skaftið Morgunblaðið/RAX Ákveðið hefur verið að fresta þjálfun flugmanna björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar vegna hugs- anlegs eldgoss í Grímsvötnum, en þeir áttu að fara út til Skotlands í dag. Þetta er í þriðja sinn sem þjálfuninni er frestað; alltaf vegna eldgosa. Hrafnhildur Brynja Stef- ánsdóttir, upplýsingafulltrúi Land- helgisgæslunnar, segir að sam- kvæmt reglum þurfi flugmenn Gæslunnar að fara reglulega í þjálfun. Þeir fara í flughermi þar sem líkt er eftir aðstæðum þegar óvænt atvik koma upp. Upphaflega var ákveðið að þeir færu í vor, en því var frestað þeg- ar fór að gjósa á Fimmvörðuhálsi. Um mánuði síðar var búið að ákveða aðra dagsetningu en þá fór að gjósa í Eyjafjallajökli. Þá var aftur tekin ákvörðun um að fresta því að senda flugmennina út í þjálfun. Flugmennirnir áttu að fara út í dag, en í gær var ákveðið að fresta ferðinni vegna þess að talsverðar líkur eru taldar á að eldgos hefjist í Grímsvötnum. egol@mbl.is Fresta í þriðja sinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgunaræfing Æfingarnar í Aberdeen eru erfiðar. 73% Íslendinga eru hlynnt mót- mælum almenn- ings. Þetta kem- ur fram í þjóðarpúlsi Gall- up og var sagt frá því í fréttum RÚV. 13% sögð- ust vera andvíg mótmælunum og 14% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Háskólamenntaðir og þeir sem hafa meiri tekjur eru almennt and- vígari mótmælum en þeir sem hafa minni tekjur og menntun. Fólk á fertugs- og fimmtugsaldri er hlynntast mótmælunum. Fjórir af hverjum tíu kjósendum Samfylkingarinnar voru hlynntir mótmælum, 63% kjósenda vinstri grænna, 75% sjálfstæðismanna og rúmlega 95% kjósenda Hreyfing- arinnar styðja mótmælin. 73% styðja mótmælin Mótmæli Margir styðja mótmælin. Bifreið fór út af veginum og valt niður í gil í hálku á Fróðárheiði austan við Ólafsvík í gær. Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík voru þrír í bílnum, tveir karlar og ein kona. Þau voru flutt til skoðunar til Ólafsvíkur en að sögn lögreglu er ekki vitað til þess að þau hafi slas- ast alvarlega. Bíll valt niður í gil á Fróðárheiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.