Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Karl Blöndal kbl@mbl.is Allt bendir til þess að repúblikanar muni vinna sigur í þingkosningunum í Bandaríkjunum í dag, endurheimta meirihluta í fulltrúadeildinni og saxa á meirihluta demókrata í öldunga- deildinni. Demókratar hafa átt undir högg að sækja vegna viðvarandi efnahags- kreppu í Bandaríkjunum og vinsæld- ir Baracks Obama forseta hafa hrap- að. Hin svokallaða teboðshreyfing hefur hleypt krafti í repúblikana, sem nú segjast ætla að vinda ofan af áætlunum Obamas um að breyta heilbrigðiskerfinu og knýja fram skattalækkanir, sem þeir segja að muni draga úr fjárlagahallanum og hrinda efnahagslífinu af stað. Kosið er um öll 435 sæti fulltrúa- deildarinnar og 37 sæti í öldunga- deildinni. Samkvæmt spám gætu repúblikanar bætt við sig allt frá 45 til 70 sætum í fulltrúadeildinni, en þeir þurfa 39 sæti til að ná meiri- hluta. Repúblikanar þurfa að vinna 10 sæti í öldungadeildinni og er ólík- legt að þeir nái því. Þar á við sú regla að 60 atkvæði þurfi til að stöðva mál- þóf. Nú eru demókratar með 59 sæti og gætu farið niður í 52 sæti eftir kosningarnar. Skella skuldinni á Obama „Við höfum reynt að fara leið Obama. Við höfum reynt að fara leið [ráðamanna í] Washington. Það hef- ur ekki virkað. Það er kominn tími til að fólkið setjist aftur við stjórnvöl- inn,“ sagði John Boehner, sem lík- legt er að verði leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, um helgina. Boehner skellir skuldinni af 9,6% atvinnuleysi og stöðnuðu efnahags- lífi á Obama. Obama segir hins vegar að George W. Bush hafi í forsetatíð sinni keyrt efnahagslífið út í skurð og heldur því fram að hann hafi komið í veg fyrir að kreppan mikla skylli á. Hann sagði á fundi í Chicago að það væri stefnu sinni að þakka að bandarískur efnahagur væri nú á batavegi. Yfirleitt má gera ráð fyrir því að flokkur sitjandi forseta tapi fylgi í þingkosningum á milli forsetakosn- inga. Samkvæmt könnun sjónvarps- stöðvarinnar CBS og dagblaðsins The New York Times eru repúblik- anar með 49% fylgi og demókratar 43% fylgi. Úrslitin í dag munu að miklu leyti velta á kjörsókn og að þessu sinni virðist áhuginn meiri hjá repúblikönum. Stefnir í sigur repúblikana  Gætu náð meirihluta í fulltrúadeild- inni og bætt við sig í öldungadeildinni Fúlgur fjár í kosningasjóðum » Frambjóðendur í þingkosn- ingunum eru með bólgna kosn- ingasjóði og virðast ætla að slá öll met miðað við kosningar milli forsetakosninga. » Viku fyrir kosningar styttist í að safnast hefðu tveir millj- arðar dollara. » Það jafngildir fjórum millj- ónum dollara á hvern fram- bjóðanda. » Frambjóðendur, sem sækj- ast eftir sæti í fulltrúadeild- inni, höfðu aflað 30% meira fjár og eytt 54% meira en frambjóðendur höfðu gert á sama tíma 2008. » Talið er að frambjóðendur til fulltrúadeildarinnar muni afla 1,4 milljarða dollara og eyða 1,4 milljörðum. 1 2 Átakalínur í bandarísku kosningunum Öldungadeildarsæti Heimildir: Real Clear Politics, Reuters/IPSOS WV MA RI ME WA OR CA OK AK HI AL GA FL IL IN NY PA KY OH NC SC KS CO UT AZ NV ID ND IA MO AR LA SD WI NM MN TX WY TN NE MI NJ MT MS CT VT NY NY NH DE MD DC Ríkisstjórasæti OR CA OK IL KS CO UT AZ NV ID IA AR SD WI NM MN AK HI TX WY AL GA FL PA OH SC NY ME TN NE MI WV NJ WA MT ND MS LA IN KY NC MO VA DE VT NH MA DC MD CT RI Örugg Líkleg Hneigjast til Demókratar Repúblikanar Örugg Líkleg Hneigjast til Örugg Líkleg Hneigjast til Demókratar Repúblikanar Örugg Líkleg Hneigjast til *Að meðtöldum tveimur lausum sætum könnun frá 7. til 11. októberSæti og spár Könnun Reuters/Ipsos Könnun Reuters/IpsosSæti núSæti nú Öldungadeildin: Fulltrúadeildin: 100 100 435* 435 Rep. Dem. Rep. Dem. Rep. Dem. Rep. Dem. 41 59 48 52 227 208178 255 Upplýsingarnar miðast við 28. október Upplýsingarnar miðast við 28. október Brasilía. AFP. | Dilma Rousseff tekur við góðu búi er hún sver embættiseið sem forseti Brasilíu á nýársdag, fyrst kvenna. Forveri hennar, Luiz Inacio Lula da Silva, þykir hafa stýrt landinu af festu og tryggt stöðugleika á einu mesta uppgangsskeiði í síðari tíma sögu þessa voldugasta ríkis Róm- önsku-Ameríku. Það verða því gerðar miklar kröf- ur til Rousseff sem tryggði sér emb- ættið með því að bera sigurorð af José Serra, fyrrverandi ríkisstjóra í Sao Paulo-ríki, í annarri umferð for- setakosninganna með 56% atkvæða. Tók upp vopnaða baráttu Rousseff á að baki óvenjulegan stjórnmálaferil. Þannig hóf hún af- skipti af stjórnmálabaráttu með því að ganga í raðir andófsmanna sem börðust gegn herstjórninni sem fór með völdin í Brasilíu árin 1964–1985. Hún var handtekin í janúar 1970 og dæmd í fangelsi fyrir að hafa til- heyrt herskárri neðanjarðarhreyf- ingu – byltingarhreyfingu sem kenndi sig við 8. október og bar ábyrgð á morðum, mannránum og ránum. Hún sat í nærri þrjú ár á bak við lás og slá og kveðst hafa sætt pyntingum með raflosti á þeim tíma. Lærifaðir hennar, Lula, er jafn- einn stærsti framleiðandi heims á líf- eldsneyti, ásamt því að hafa nýlega gengið í hóp olíuríkja í kjölfar olíu- fundar undan ströndum landsins. Þremur árum síðar fékk Rousseff stöðuhækkun er hún var gerð að starfsmannastjóra ríkisstjórnar- innar, staða sem þykir ígildi for- sætisráðherraembættis í brasil- ískum stjórnmálum. Eins og rakið er á vef New York Times er þetta því í fyrsta sinn sem Rousseff er kosin til embættis og hafði blaðið eftir félagsfræðingnum Demétrio Magnoli að Lula hafi nálg- ast kosningabaráttu hennar eins og hún hefði snúist um endurkjör hans, en hann mátti ekki bjóða sig fram vegna reglu um að enginn sé lengur forseti en í tvö kjörtímabil. Nýtur vinsælda forverans Blaðið ræðir við 43 ára rafvirkja að nafni Denilson Quintino sem kveðst aldrei mundu hafa greitt henni atkvæði sitt ef kosningin hefði aðeins snúist um reynslu frambjóð- enda. Svo bætti hann við: „En hún var með gott lið með sér. Landið er nú mun betur statt vegna stjórnar Lulas. Hann gerði meira fyrir mig en nokkur annar forseti.“ Umræddur Quintino er ekki einn um þessa skoðun því í nýlegri könn- un kváðust yfir 80% Brasilíumanna ánægð með störf Lulas, hlutfall sem er líklega einsdæmi í fjölmennu lýð- ræðisríki nú þegar víða kreppir að. Brasilía hefur hins vegar farið vel út úr niðursveiflunni og er útlit fyrir 7% hagvöxt í ár. Rousseff hefur því að óbreyttu svigrúm til að efna lof- orð sitt og bæta hag fátækra og kunna olíutekjur að hjálpa þar til. aðarmaður og gekk Rousseff í flokk hans, Verkamannaflokkinn, 1986, árið eftir lok herforingjatímans. Var ígildi forsætisráðherra Hún vann sig upp innan raða flokksins og varð orkumálaráðherra á fyrra kjörtímabili Lulas eftir að hann náði kjöri til forseta 2002. Það er talsverð valdastaða enda er landið „Járnfrú“ í stól forseta  Dilma Roussseff verður forseti Brasilíu fyrst kvenna  62 ára eitilhörð amma sem þykir hafa litla útgeislun  Gekk á yngri árum í raðir vopnaðra andófsmanna Reuters Sigurstund Lula smellir kossi á Rousseff er úrslitin lágu fyrir. Hún er hag- fræðingur að mennt, tvískilin og unnir óperutónlist. Hún á eitt barnabarn. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, minnti rússneska kjós- endur rækilega á að hann hefði þrek til að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2012 er hann fór fyrir skömmu ríðandi um slóðir snjóhlébarðans í Rússlandi með riffilinn á bakinu og hermanna- hnífinn fastan við beltið. Fyrir hreina tilviljun bar ljósmyndara að, en eins og sjá má var forsetinn fyrrverandi íklæddur hermannafatnaði í felulit- um. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pút- ín lætur mynda sig við karlmannlega iðju en skemmst er að minnast ljós- mynda þar sem hann var ber að ofan við stangveiði. Uppgefin ástæða ferðarinnar var sú að Pútín væri að kynna sér vernd- unarsvæði og til marks um þann ásetning hafði hann riffilinn aðeins til öryggis – eða skrauts – og lét nægja að láta mynda sig með stórlaxa. Harðjaxl á hestbaki Vladímír Pútín Minnst 52 biðu bana þegar ísl- amskir öfgamenn í röðum al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna tóku kaþólska kirkju í Bagdad her- skildi en Íraksher sá sig til knúinn að ráðast til atlögu og yfirbuga þá. Um 100 manns voru saman- komnir við guðsþjónustu þegar mennirnir ruddust inn og reyndu prestur fólksins og aðstoðarmaður hans þá að koma helmingi safn- aðarins í skjól í herbergi við kirkju- skipið. Skipti þá engum togum að vígamennirnir skutu þá með köldu blóði að söfnuði sínum ásjáandi. Kastaði handsprengju á fólkið Hófu vígamennirnir síðan skot- hríð en samkvæmt fréttaskeytum voru þeir íklæddir sjálfsmorðs- vestum. Er einn þeirra sagður hafa sprengt sig í loft upp í kirkjunni. Mikil skelfing greip um sig og hefur AFP-fréttastofan eftir heim- ildarmanni að einn árásarmanna hafi kastað handsprengju á eftir hópi sjö manna sem reyndu að flýja. Kristnir Írakar á flótta Fréttastofan tók Bassam Yusef, einn þeirra sem komust lífs af úr ódæðinu, tali en hann var þá í miklu uppnámi. „Nú hef ég ákveðið að fara. Ég mun sækja um hæli í Bandaríkjunum eins fljótt og auðið er,“ sagði Yusef eftir harmleikinn. Samkvæmt heimildum AFP er fjöldi kristinna í Írak nú um 500.000, en var 800.000 fyrir inn- rásina í mars 2003. Reuters Ekkert heilagt Vopnaður vörður gætir kirkju kaþólska safnaðarins. Blóðbað eftir árás á kirkju  Minnst 52 liggja í valnum eftir ódæðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.