Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Fyrrverandi framkvæmdastjóraAlþýðubandalagsins og vara- formannsefni í Samfylkingu hefur verið mikið niðri fyrir upp á síðkast- ið. Og er þá í hlutverki hins hlutlausa fréttamanns. Vandinn er staða Evr- ópumála og óskiljanleg framkoma þjóðarinnar í garð Samfylkingarinnar.    En fréttamað-urinn hefur sem betur fer ekki tapað áttum. Þeir innan VG sem hafa svikið öll sín heit og loforð til félags- manna sinna og kjós- enda heita „hinir hófsömu“ í munni fréttamannsins. Þeir sem vilja standa við það sem þeir lofuðu og fylgja samvisku sinni og fyrirvaralausum yfirlýs- ingum flokksins eru kallaðir „harð- línumenn“. Ef andstæðingar fyrir- mæla Samfylkingar um Evrópu- sambandsaðild eru í öðrum flokkum en VG þá eru þeir „hægri öfgamenn“ með stimpli fréttamannsins.    Og fréttamaðurinn kallar Ög-mund Jónasson fyrir sig og heimtar skýringar á því hvernig standi á því að „harðlínumönnunum“ leyfist að eiga samstarf við „hægri öfgamennina“ og vill vita hvort Ög- mundur standi fyrir því. Ögmundur sór og sárt við lagði að hann hefði fram til þessa staðið heill að svik- unum með Steingrími formanni.    En hann reyndi raunar að bætaþví við að málið hefði orðið flóknara, líka fyrir hann, þegar að- ildarviðræður hefðu reynst vera að- lögunarviðræður, þvert á gefin fyr- irheit.    Það vatn er komið undir brúna,“svöruðu þeir framkvæmdastjóri ABL, varaformannsefnið og frétta- maðurinn allir í kór og slitu um- ræðunni. Heimir Már Kórréttar kórfréttir STAKSTEINAR Ögmundur Jónasson Veður víða um heim 1.11., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 1 snjókoma Akureyri 1 snjókoma Egilsstaðir 3 rigning Kirkjubæjarkl. 6 alskýjað Nuuk 0 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 þoka Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 11 þoka Dublin 12 skúrir Glasgow 8 skúrir London 12 heiðskírt París 12 skýjað Amsterdam 8 þoka Hamborg 10 skýjað Berlín 10 heiðskírt Vín 16 skýjað Moskva 3 þoka Algarve 21 heiðskírt Madríd 16 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 17 skúrir Aþena 13 léttskýjað Winnipeg 5 heiðskírt Montreal 5 skýjað New York 6 heiðskírt Chicago 7 léttskýjað Orlando 24 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:15 17:09 ÍSAFJÖRÐUR 9:33 17:01 SIGLUFJÖRÐUR 9:16 16:43 DJÚPIVOGUR 8:47 16:35 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfum Bjarka Diego, fyrrum framkvæmdastjóra lög- fræðisviðs Kaupþings, um að ógiltur yrði úrskurð- ur ríkisskattstjóra um að hann þyrfti að greiða tekjuskatt vegna kaupréttarsamninga sem hann gerði við bankann. Þetta þýðir að Bjarki þarf að greiða rúmar 150 milljónir króna til viðbótar í skatt fyrir árin 2005 og 2006. Í árslok 2001 var Bjarka ásamt fleiri starfs- mönnum Kaupþings veittur kostur á að kaupa hlut í bankanum. Kaupvirðið var 36,6 milljónir og veitti bankinn lán fyrir kaupunum. Árið 2003 fékk Bjarki ásamt um 60 öðrum starfsmönnum bank- ans að kaupa stærri hlut í bankanum eða fyrir 78,7 milljónir og var einnig tekið lán fyrir honum. Sölu- réttur bréfanna var einungis nýtanlegur í 3 daga að 3 árum liðnum frá undirritun samningsins. Úrskurður ríkisskattstjóra byggist á því að um hafi verið að ræða útfærslu á kauprétti sem hafi verið liður í kaupréttarkerfi bankans við stjórn- endur. Greiða beri skatt af þessum hlunnindum. „Ekki verður fram hjá því litið að tilgangur fjár- málagerninga þeirra sem gerðir voru var sá að þeir virkuðu sem kaupauki fyrir stefnanda en jafn- framt því að hann eignaðist hlutina skyldi hann tryggður fyrir hugsanlegri verðlækkun þeirra,“ segir í dómum sem hafnaði öllum kröfum Bjarka. Málskostnaður var felldur niður, en Bjarki þarf að greiða skatta í samræmi við úrskurð skatt- stjóra. Þess má geta að hann greiddi í júní sl. 44,9 milljónir með fyrirvara. Áður hafði skattstjóri sent bréf til vinnuveitanda Bjarka um að hann héldi 155,6 milljónum eftir af launum hans. Gert að greiða 150 milljónir í skatt  Fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings tapaði skattamáli í héraðsdómi Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Barnshafandi konum, konum með börn á brjósti og jafnvel konum á barnseignaraldri er ráðlagt að borða ekki Þingvallaurriða oftar en tvisvar til þrisvar á ári. Ástæðan er mikið magn kvikasilfurs í urriðanum. Jóhannes Sturlaugsson, sem rannsakað hefur urriðann í Þingvallavatni og Öxará í rúman ára- tug, segir fiskinn alls ekki óætan þótt vissum hópum sé ekki hollt að gæða sér á honum. Jóhannes útbjó skýrslu ásamt Matís árið 2009 þess efnis. „Menn geta borðað þennan fisk en það er vísað til þess að fyrir ákveðna hópa, óléttar konur og kon- ur á barneignaraldri, er þetta ekki æskilegt. Það í sjálfu sér er nóg ástæða til að útbúa svona skýrslu tíu sinnum. Ein kona sem sleppur við það að verða þess óvart valdandi að barn hennar yrði með þroskafrávik er nóg til þess að þetta átti að gerast. Nú liggur þetta fyrir og mjög æski- legt að menn líti til þess.“ Þingvallaurriðinn étur helst murtu en hana má finna í hundr- uðum tonna í vatninu. Hún safnar hins vegar í sig kvikasilfri með eðli- legum hætti áður en urriðinn étur hana og því er kvikasilfursmagnið í eldri urriðum margfalt meira en í öðrum fisktegundum. „Án þess að það sé eitthvert vandamál í um- hverfinu er atburðarásin bara þann- ig að urriði étur dýr sem er búið að safna svona í sig í einhver ár. Hann étur kannski fleiri stykki á dag. Þannig fer urriðinn yfir þessi við- miðunarmörk, bæði samkvæmt okk- ar reglugerðum og Evrópu- reglugerðum,“ segir Jóhannes. Hvati til að sleppa þeim stóru Kvikasilfrið berst í Þingvalla- vatn með eðlilegum hætti rétt eins og í flest önnur vötn. „Kvikasilfrið kemur með rign- ingu annars vegar frá iðnaði í lönd- unum suður frá okkur en hins vegar frá jarðvirkni með grunnvatni. Þetta hefur verið mælt og virðist alltaf vera með eðlilegum hætti í vatninu.“ Jóhannes segir rannsóknir sín- ar hins vegar hafa leitt í ljós að urr- iði úr Þingvallavatni sem er lengri en 60 cm sé líklegri til að innihalda kvikasilfursmagn umfram leyfileg viðmiðunarmörk um matvæli til dreifingar. Hann kveður þessi við- miðunarmörk einnig hafa töluverð verndaráhrif fyrir urriðastofninn. „Þetta hefur ákveðin vernd- aráhrif fyrir urriðann sem við þurf- um að eiga dálítið af. Ef fólk veit af þessu er það líka hvati til að sleppa þeim til þess að þeir geti fengið að taka oftar þátt í hrygningunni. Veiða frekar minni fiskinn og njóta þess að borða hann,“ segir Jóhannes en stærri fiskarnir eiga mikilvægan þátt í hrygningunni og skipta því miklu máli fyrir vöxt og viðgang urr- iðans í Þingvallavatni. Urriði Jóhannes með ellefu kílóa urriða. Stórir fiskar eru líklegri til að innihalda mikið magn kvikasilfurs og konum því ráðlagt að borða þá ekki. Konum ráðlagt að borða ekki Þingvallaurriða Kvikasilfur » Kvikasilfrið berst með rigningu í Þingvallavatn með eðlilegum hætti. » Murtan lifir og hrærist í kvikasilfri og því inniheldur hún kvikasilfur eins og aðrir fiskar. » Þingvallaurriði étur nán- ast eingöngu murtu. » Kvikasilfursmagn í Þing- vallaurriða er því talsvert meira en í öðrum fiskteg- undum.  Inniheldur meira kvikasilfur en aðrir Ljósmynd/Jóhannes Sturlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.