Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Sagan af Dísu ljósálfi eftirG.T. Rotman er mörgumkunn. Hún birtist fyrst íMorgunblaðinu 1927 og var gefin út á bók ári síðar. Bókin hefur verið endurútgefin nokkrum sinnum og nýtur alltaf mikilla vinsælda. Þar segir af Dísu litlu ljósálfi sem dettur af greininni sinni þar sem hún á heima, týnir mömmu sinni, tapar vængjunum sínum og kemst í hann krappan á margan hátt. Hún hittir moldvörpu sem vill gera hana að þjónustustúlku, froskaprins sem vill gera hana að brúði sinni, dökkálf og aðrar furðuverur sem vilja henni illt. Þetta er í raun þroskasaga lítillar veru í heiminum. Sagan er fremur óhugguleg og getur verið ógnvænleg fyrir unga lesendur. Allt fer þó vel að lokum eins og gjarnt er með æv- intýri. Páll Baldvin Baldvinsson hefur skrifað söngleik upp úr sögu Rot- mans og semur hann bæði leiktext- ann og bundið mál en Gunnar Þórð- arson tónlistarmaður semur tónlistina. Textinn er ágætur, fynd- inn á köflum þar sem húmornum er ekki síður beint til eldri áhorfenda. Tónlist Gunnars Þórðarsonar er fal- leg og fjörug á köflum en sum lögin eru kannski ekki mjög grípandi fyrir unga áhorfendur. Lögin eru einnig miserfið í flutningi og þá verður greinilegur munur á þeim leikurum sem lætur vel að syngja og hinum sem hafa síður lagt sönginn fyrir sig. Leikurinn er í heildina með ágæt- um. Með hlutverk Dísu fer Álfrún Örnólfsdóttir og nær hún vel barns- legri einlægni Dísu. Fúsa býflugu leikur Steinn Ármann Magnússon með miklu sprelli. Með önnur hlut- verk fara Sólveig Arnarsdóttir, Kári Viðarsson, Þórir Sæmundsson, Est- her Talía Casey og María Þórð- ardóttir. Vert er að minnast sér- staklega á leik Sólveigar sem er bráðskemmtileg í hlutverki froska- drottningarinnar. Átta kraftmiklir dansarar settu sterkan svip á sýn- inguna en dansana samdi Helena Jónsdóttir. Búningar Maríu Ólafs- dóttur voru líflegir og ævintýralegir. Þó var gervi moldvörpunnar kannski aðeins of ógnvekjandi fyrir yngstu áhorfendurna. Leikmyndin einkenndist af þrem- ur skjámyndum þar sem myndir úr bók Rotmans fengu notið sín. Sviðið var þó heldur tómlegt að mínu mati en búningarnir bættu það upp, sér í lagi í froskaþættinum sem bar af hin- um atriðunum. Storkurinn sem flyt- ur Dísu heim var einkar glæsilegur. Sýningin er nokkuð hæg og drungaleg í byrjun en smám saman færist fjör í leikinn. Ég er ekki frá því að verkið hefði sómt sér betur í ögn minna rými. Í hnotskurn: Lif- andi sýning sem bæði börn og full- orðnir geta notið. Lítill leikhúsvinur hafði mikla ánægju af sýningunni. Austurbær Dísa ljósálfur eftir Pál Baldvin Bald- vinsson byggt á sögu G.T. Rotman bbbnn Leikarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Kári Viðarsson, Steinn Ármann Magn- ússon, Esther Talía Casey, Þórir Sæ- mundsson, María Þórðardóttir og Sól- veig Arnarsdóttir. Dansarar: Anita Ísey Jónsdóttir, Erna María Dungal, Helga Margrét Schram, Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir, Snædís Ingadóttir, Tinna Ágústsdóttir, Viktoría Sigurðardóttir og Þórey Birgisdóttir. Myndlýsing: Solveig Pálsdóttir. Lýsing: Agnar Hermannsson. Búningar og gervi: María Ólafsdóttir. Danshöfundur: Helena Jónsdóttir. Tónlist: Gunnar Þórðarson. Leikstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson. INGIBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR LEIKLIST Dísa og Fúsi „Með hlutverk Dísu fer Álfrún Örnólfsdóttir og nær hún vel barnslegri einlægni Dísu. Fúsa býflugu leikur Steinn Ármann Magnússon.“ Lítill ljósálfur kemst í hann krappan Morgunblaðið/Árni Sæberg Að ganga inn í tómið meðGaspar Noé er bæðiánægjuleg, langdregin ogáhugaverð ferð. Myndin fjallar um systkini sem eru aðskilin eftir að foreldrar þeirra deyja í bíl- slysi. Þau alast upp í hvort í sínu landinu en eru nátengd og um leið og bróðirinn kaupir á endanum farmiða fyrir systur sína til að hún geti komið til Tókýó og búið með honum. Þau eru tengd enda gerðu þau samning undirritaðan í blóði um að þau myndu ekki skiljast að. Bæði eru þau í vafasömum félagsskap, hann á með- al dópista en hún á meðal hórkarla á búllum Tókýóborgar. Fyrir mistök og klaufaskap er hann skotinn til bana en eins og snýr aftur til að vernda systur sína og er fastur í sam- bandi þeirra tveggja. Myndin er ákaflega erfið á köflum, enda dvelur Noé langdvölum við sumar upplifanir persóna myndarinnar eins og vímu aðalpersónu myndarinnar. Litir og litaformið sem hann upplifir í vímunni ætlaði engan enda að taka. Eftir lát hans er einsog hann sé andi sem svífur á milli herbergja og við það ferðalag notast leikstjórinn sjaldnast við klippiaðferðir sem al- mennt eru notaðar til að stytta tím- ann, heldur lætur áhorfandann ferðast með andanum á milli húsa. Allt er þetta mjög flott en getur verið þreytandi þegar á líður. Sagan er samt flott, eymdin hrikaleg og frá- sagnaraðferð leikstjórans er heillandi. Í gegnum söguna erum við stöðugt að ferðast í upphafi og endi, einsog allt lífið sé þarna í djúpinu/ tóminu, að byrja og enda. Myndin er fersk tilbreyting fyrir þá sem fara mikið í bíó. Noé fer djarfar leiðir í stíl sínum og heldur hann út myndina á enda. Fyrir vikið verður hún þreyt- andi á köflum en afskaplega gefandi. Bíó Paradís Enter the Void bbbmn Leikstjóri: Gaspar Noé. Aðalleikarar: Nathaniel Brown, Paz de la Huerta. Frönsk/þýsk/ítölsk. 160 mín. 2010. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Þung ganga inn í tómið Þungt „Myndin er ákaflega erfið á köflum, enda dvelur Noé langdvölum við sumar upplifanir persóna myndarinnar.“ Í liðinni viku var opnuð í Metropolit- an-safninu í New York sýning Katr- ínar Sigurðardóttur myndlistarkonu, tvær innsetningar sem hún kallar Boiseries. Í þeim vinnur hún út frá tveimur frönskum herbergjum frá 18. öld sem varðveitt eru í safninu. Um helgina var umfjöllun um sýn- ingu Katrínar í The New York Times. Gagnrýnandinn segir verkin byggjast á áhugaverðri formfræði en séu þó einkum áhugaverð fyrir hugmynda- fræðilega nálgunina, en herbergin séu frá tíma upplýsingastefnunnar, þegar menntamenn ruddu burtu hindurvitnum og kreddum og eftir stóð notagildi hlutanna. Hann veltir fyrri sér hugmyndafræði Katrínar og segir niðurstöðuna vera þá að veröld- in sé eins og við viljum að hún sé, við sköpum hana og engar æðri verur beri ábyrgð á gjörðum okkar. Boiserie Hluti annarrar innsetn- ingar Katrínar í Metropolitan. Fjallað um innsetning- ar Katrínar 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Mið 3/11 kl. 20:00 11.k Sun 14/11 kl. 20:00 16.k Lau 27/11 kl. 19:00 22.k Lau 6/11 kl. 19:00 12.k Þri 16/11 kl. 20:00 Ný auka Mið 1/12 kl. 20:00 23.k Lau 6/11 kl. 22:00 aukas Lau 20/11 kl. 19:00 17.k Sun 5/12 kl. 20:00 24.k Sun 7/11 kl. 20:00 13.k Lau 20/11 kl. 22:00 18.k Mið 8/12 kl. 20:00 25.k Þri 9/11 kl. 20:00 aukas Sun 21/11 kl. 20:00 19.k Fim 9/12 kl. 20:00 26.k Fös 12/11 kl. 19:00 14.k Þri 23/11 kl. 20:00 20.k Fös 10/12 kl. 19:00 27.k Fös 12/11 kl. 22:00 15.k Fim 25/11 kl. 20:00 21.k Sýningum lýkur í desember Gauragangur (Stóra svið) Fim 4/11 kl. 20:00 12.k Mið 17/11 kl. 20:00 aukas Sun 28/11 kl. 15:00 aukas Lau 13/11 kl. 20:00 13.k Fim 18/11 kl. 20:00 14.k Sun 28/11 kl. 20:00 15.k Sýningum lýkur í nóvember Fjölskyldan (Stóra svið) Fös 5/11 kl. 19:00 1.k Mið 24/11 kl. 19:00 5.k Lau 18/12 kl. 19:00 9.k Mið 10/11 kl. 19:00 2.k Fös 26/11 kl. 19:00 6.k Fim 30/12 kl. 19:00 Fim 11/11 kl. 19:00 3.k Fös 3/12 kl. 19:00 7.k Fös 19/11 kl. 19:00 4.k Lau 4/12 kl. 19:00 8.k "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Enron (Stóra svið) Lau 6/11 kl. 20:00 13.k Lau 20/11 kl. 20:00 15.k Lau 27/11 kl. 20:00 17.k Fös 12/11 kl. 20:00 14.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k Heitasta leikritið í heiminum í dag Jesús litli (Litla svið) Sun 7/11 kl. 20:00 1.k Fös 26/11 kl. 19:00 aukas Mið 8/12 kl. 20:00 14.k Mið 10/11 kl. 20:00 2.k Mið 1/12 kl. 20:00 10.k Fim 9/12 kl. 20:00 15.k Fim 11/11 kl. 20:00 3.k Fim 2/12 kl. 20:00 11.k Sun 12/12 kl. 20:00 16.k Sun 14/11 kl. 20:00 4.k Fös 3/12 kl. 19:00 8.k Fim 16/12 kl. 20:00 Fös 19/11 kl. 20:00 5.k Fös 3/12 kl. 21:00 9.k Lau 18/12 kl. 19:00 Sun 21/11 kl. 19:00 6.k Lau 4/12 kl. 19:00 12.k Lau 18/12 kl. 21:00 Mið 24/11 kl. 20:00 7.k Lau 4/12 kl. 21:00 13.k Gríman 2010: Leiksýning ársins Harry og Heimir - leikferð (Samkomuhúsið Akureyri) Fös 5/11 kl. 19:00 Fös 12/11 kl. 22:00 Lau 20/11 kl. 22:00 Fös 5/11 kl. 22:00 Sun 14/11 kl. 20:00 aukas Sun 21/11 kl. 17:00 aukas Lau 6/11 kl. 19:00 Fös 19/11 kl. 19:00 Sun 21/11 kl. 20:00 Lau 6/11 kl. 22:00 Fös 19/11 kl. 22:00 Fös 12/11 kl. 19:00 Lau 20/11 kl. 19:00 Sýnt í Samkomuhúsinu hjá LA á Akureyri Horn á höfði (Litla svið) Lau 6/11 kl. 14:00 12.k Lau 13/11 kl. 14:00 14.k Sun 7/11 kl. 14:00 13.k Sun 14/11 kl. 14:00 15.k Gríman 2010: Barnasýning ársins Orð skulu standa (Litla svið) Þri 2/11 kl. 20:00 Þri 9/11 kl. 20:00 Þri 16/11 kl. 20:00 Gestir 2/11: Andrea Gylfadóttir og Guðmundur Steingrímsson Grímusýning ársins 2010 Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00 Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Mbl, GSP ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.